Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 78

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 78
78 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 V-32. Tap á erfðaefni litningasvæðis 13ql2-14 í brjóstaæxlum. Fylgni við verri horfur sjúklinga Guðrún Jóhannesdóttir*, Guðný Eiríksdóttir*, Sigurður Ingvarsson*, BjarniA. Agnarsson*, Jón Gunnlaugur Jónasson*, Ingveldur Björnsdótt- ir**, Ásgeir Sigurðsson*, Valgarður Egilsson*, Helgi Sigurðsson**, Rósa Björk Barkardóttir* Frá *Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði, frumulíf- frœðideild, **krabbameinslœkningadeild Land- spítalans Inngangur: Þróun heilbrigðrar frumu yfir í ill- kynja æxlisfrumu einkennist meðal annars af upp- söfnun brenglana í erfðaefni frumunnar. Undan- farin ár hafa vísindamenn unnið að því að kort- leggja brenglanir í erfðamengi krabbameina og kannað samband milli þeirra, líffræðilegrar hegð- unar æxlanna og framvindu sjúkdómsins. Tap litninga eða litningasvæða og fjölföldun ákveð- inna litningasvæða eru algengustu brenglanirnar en einnig verða prótín krabbameinsfrumna óstarfhæf vegna punktstökkbreytinga. Rann- sóknir hafa sýnt að í illkynja brjóstaæxlum eru brenglanir tíðar á litningi 1,3p, 6q, 8p, 9p, 11,13q, 14q, 15q, 16q, 17,18q, 20q, 22q og Xp. Aðferðir: Við notuðum PCR hvarf til að kanna erfðaefnisbrenglanir á litningasvæði 13ql2-ql4 í brjóstaæxlum 160 kvenna. Athugað var hvort brenglanir á þessu litningasvæði hefðu fylgni við horfur sjúklinganna og líffræðilega hegðun æxl- anna. Niðurstöður: Af æxlunum sýndu 43% brengl- anir á 13ql2-ql4. Pessi æxli höfðu marktækt fleiri frumur í skiptingu og marktækt minna magn pró- gesterón viðtaka en þau sem ekki sýndu brenglan- ir. Ekki var fylgni við magn estrógen viðtaka, æxlisstærð eða það að meinvörp fyndust í eitlum. Sjúklingar með æxli sem sýndu brenglanir höfðu marktækt verri lífslíkur en sjúklingar með æxli án þessara breytinga. Fjölþátta mat sýndi að erfða- efnisbrenglanir á þessu litningasvæði eru sjálf- stæður þáttur við mat á horfum brjóstakrabba- meinssjúklinga. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að á 13ql2-14 séu staðsett gen sem hafa áhrif á þróun illkynja æxlisvaxtar. Á þessu svæði eru þekkt þrjú gen sem talin eru geta haft áhrif á æxlisþróun í brjóstavef. Frekari rannsókna er þörf til að skera úr um hvort óstarfhæfni einhverra þessara þriggja gena skýri verri lífslíkur sjúklinganna eða hvort önnur ófundin brjóstakrabbameinsgen séu stað- sett á þessu litningasvæði. V-33. Flæðigreining á eðlilegum brjósta- vef og góðkynja brjóstameinum Jóit Gunnlaugur Jónasson, Sóley Björnsdóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Sigurrós Jónasdóttir, Bjarni A. Agnarsson Frá Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði Inngangur: Mælingar á DNA-innihaldi æxlis- frumna og hlutfallslegum fjölda frumna í S-fasa með flæðigreini (flow cytometer), eru gerðar á langflestum brjóstakrabbameinsæxlum sem þjón- usturannsókn til að hjálpa til við mat á horfum sjúklinga. I þessari rannsókn var kannað DNA- innihald og S-fasi í eðlilegum brjóstavef og góð- kynja vefjabreytingum í brjóstum í þeim tilgangi að ákvarða viðmiðunarmörk og auka nákvæmni við mat á niðurstöðum flæðigreiningar illkynja æxla í brjóstum. Aðferðir: Mæld voru í flæðigreini 40 sýni úr brjóstum, 20 úr eðlilegum vef (úr brjóstabrott- námsaðgerðum eða brjóstaminnkunaraðgerð- um), 10 sýni með fibrocystic sj úkdóm (þar af fimm með intraductal hyperplasiu) og 10 sýni frá fíbróa- denomum. Línuritin voru metin með tilliti til tví- litna eða mislitna gerðar, lögun topps, G2M/G0Gi hlutfalls, fjölda og hlutfalls frumna í G2M toppi og S-fasa og breytistuðull toppa athugaður. Niðurstöður: Sýnin reyndust öll tvflitna. Fjórt- án (35%) sýnanna voru með afbrigðilegan G0G, topp og voru þeir allir klofnir, en tveir þessara 14 eða 5% reyndust einnig hliðraðir. Meðaltal G2M/ G0G, hlutfalls var 2,04 (með gildum frá 1,96 til 2,17) og að meðaltali var 1% frumnanna í G2M toppi. Hlutfall frumna í S-fasa var að meðaltali 0,60%. Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að fara beri varlega við ákvörðun mis- litnunar í tengslum við klofna eða hliðraða toppa á tvflitna svæði. Einnig ber að varast að oftúlka ekki sem mislitna, litla toppa á svæðinu rétt ofan við 2,00. V-34. Æxli í fískum Slavko H. Bambir, Sigurður Helgason Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum Æxli hafa greinst í öllum deildum (taxa) fiska frá hringmunnum til brjóskfiska og beinfiska og í nær öllum líffærum þeirra. I sumum tegundum fiska eru vissar gerðir æxla einkennandi. Stund- um verður æxlismyndun því sem næst að faraldri. Hér er greint frá þrenns konar æxlum í fiskum: I gullfiski (Carassius auratus) úr skrautfiska- búri, sem var sendur til rannsóknar sáust þykkildi ofarlega á hlið, framan við bakugga og náðu þau djúpt í vöðva. Þetta voru taugaslíðursæxli (schwannoma), blönduð bandvefsæxli.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.