Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 91

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 91
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 91 tveimur (6%) og egg hundaspóluorms fundust í einum (3%). Katta- eða hundaskítur fannst í 21 sandkassa (66%). Polhjúpar bogfrymils og svipu- dýrsins Giardia sp. fundust í kattaskít úr sitt hvor- um kassanum (5%). Dauð rotta fannst í einum sandkassa. Sandkassar hér á landi geta verið uppspretta sníkjudýrasmits sem borist getur í menn, einkum börn, og valdið í þeim toxoplasmosis, cryptos- poridiosis, toxascarosis og hugsanlega einnig gi- ardiosis. Tíðni þessara sjúkdóma hér á landi er að mestu ókunn en æskilegt væri að hefja athuganir á því hversu algengir þessir sjúkdómar eru hérlend- is. Bent er á leiðir sem takmarka, eða hindra alfarið, að börn geti smitast af katta- og hunda- sníkjudýrum í sandkössum. V-63. Um sníkjudýr villiminka og búr- minka á Islandi Karl Skírnisson Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum Minkur (Mustela vison) lifir villtur í N-Amer- íku en var fluttur þaðan til annarra heimsálfa á fyrri hluta aldarinnar til eldis á loðdýrabúum. Forverar íslenska villiminkastofnsins voru veiddir í Mið-Ameríku á þriðja áratugi aldarinnar. Þeir voru í nokkur ár í eldi áður en þeir sluppu úr haldi og mynduðu villtan stofn. Núverandi aliminka- stofn á íslandi var keyptur hingað á öndverðum níunda áratugnum frá loðdýrabúum í Danmörku og Skotlandi. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á sníkju- dýrum minka erlendis, bæði í upprunalegum heimkynnum tegundarinnar sem og á loðdýrabú- um. Þekkt eru að minnsta kosti 70 sníkjudýr sem fundist hafa í eða á minki, sjö einfrumungar (Protozoa), 20 ögður (Digenea), fjórir bandorm- ar (Cestoda), 22 þráðormar (Nematoda), sex krókhöfðar (Acanthocephala) og 11 tegundir óværu. Markmið þessarar könnunar var að leita að og tegundagreina sníkjudýr í villiminkum og aliminkum hér á landi. Var hún gerð á árunum 1991-1993. Leitað var á öllum kunnum aðsetursstöðum sníkjudýra (meðal annars í nasaholi, lungum, þind, nýrum, felldi) í 26 villtum minkum. Melt- ingarvegur var rannsakaður úr 73 dýrum. í búra- minkum var eingöngu leitað að sníkjudýrum sem lifa í meltingarvegi. Saursýni úr 145 hálfstálpuð- um hvolpum voru athuguð frá 19 minkabúum víða um land. Einu sníkjudýrin sem fundust í villtu minkun- um voru þrjár krókhöfðategundir af ættkvíslinni Corynosoma. Sýktu minkarnir höfðu allir haldið til við sjávarsíðuna og smitast við að éta sjávar- fang. Venjulega eru þessi sníkjudýr í sjávarspen- dýrum. Engin sníkjudýr fundust sem eru í villtum minkum í N-Ameríku. Þrjár hníslategundir fundust í saur búraminka; Eimeria mustelae, E. vison og Isospora laidlawi. Auk þess fannst minkaflóin Monopsyllus sciuror- um. Þessar tegundir eru algengar á minkabúum erlendis. V-64. Fjöldadauði æðarunga tengdur umhverfísslysi og hníslasýkingum Karl Skírnisson, Sigurður Sigurðarson Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði, rannsókna- deild dýrasjúkdóma að Keldum Seinni hluta júnímánaðar og fyrstu dagana í júlí 1993 drápust hundruð æðarunga (Somateria moll- issima) í nánd við æðarvarpið að Litlueyri við Bíldudal. Fjórtán ungar voru krufnir og sýni tekin úr þeim í sýklarækt og til rannsókna á sníkjudýr- um og vefjameinafræði. Jafnframt var upplýsing- um safnað um umhverfisspjöll sem hófust í ná- grenninu nokkru áður en vart varð við dauðsföll- in. Engar sjúkdómsvaldandi bakteríur fundust. Athuganir á sníkjudýrum sýndu að sumir ungarn- ir voru með blóðlitaðar hægðir af völdum hnísil- tegundar (Eimeria sp.) sem leggst á þekjufrumur þarmanna. Einnig fundust nokkrar tegundir agða (Gymnophallus somateriae, Microphallus pyg- meus, Catatropis verrucosa), ein bandormsteg- und (Microsomacanthus microskrjabini) og krók- höfði (Polymorphus botulus) í sumum unganna. Nýru allra unganna voru margfalt stærri en eðli- legt getur talist og alsett ljósum hnúðum. Smá- sjárskoðun á nýrnastroki leiddi í ljós þvagsýruút- fellingar og ýmis þroskastig nýrnahnísilsins Ei- meria somateriae. Dauði æðarunganna var rakinn til nýrnabilunar af völdum hnísilsins Eimeria somateriae. Vefja- meinafræðilegar athuganir á þarmavegg sýndu að þarmahnísillinn gat einnig hafa stuðlað að dauðs- föllunum í sumum tilvikum. Frumorsök dauðsfallanna má þó væntanlega rekja til umhverfisspjalla f nánd við æðarvarpið sem leiddu til minnkaðs fæðuframboðs fyrir ný- klakta unga. Tveimur vikum áður en bera tók á dauðsföllunum hófst stórtækur malarþvottur í ánni sem rennur út í fjörðinn þar sem ungarnir úr varpinu á Litlueyri leita sér fyrst í stað að fæðu. Aurinn, sem barst með ánni, féll til botns á firðin- um og lagðist yfir botndýrin sem æðarungarnir lifa á. Afleiðing þessa varð minnkað fæðufram- boð fyrir ungana sem sultu og höfðu augljóslega minni mótstöðu gegn ýmsum sýkingum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.