Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 40

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 40
40 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 hluta til af þriðja stigs taugafrumum í innri sjón- himnu, en ekki einvörðungu af annars stigs tauga- frumum í ytri sjónhimnu, Verkefnið var styrkt af Rannsóknarnámssjóði Menntamálaráðuneytisins (ÁA) og Rannís (ÞE). E-47. Orkubúskapur bleikju í langvar- andi svelti og batanum sem á eftir fylgir Þórarinn Sveinsson, Þórir Harðarson Frá Lífeðlisfrœðistofnun HÍ Markmið rannsóknarinnar er að athuga hvaða áhrif 12 vikna svelti hefur á orkubirgðir hjá bleikju og hvernig orkubirgðirnar endurnýjast í batanum eftir slíkt langtíma svelti. í upphafi voru 168 bleikjur merktar með ein- staklingsmerkjum og skipt niður í fjögur ker. Tvö kerjanna fengu síðan enga fóðrun í 12 vikur á meðan fóðrað var að mettunarmörkum í hinum. Næstu 12 vikur var fóðrað að mettunarmörkum í öllum kerjunum. Á fjögurra vikna fresti var sex einstaklingum fargað úr hverju keri. Úr þeim voru lifrar, innyfli og vöðvasýni tekin og þyngdar- mæld. Lifrar- og vöðvasýnin voru fryst og síðar greint glýkógen- og fitumagn. Niðurstöðurnar sýna að fyrstu vikurnar í svelt- inu er gengið á glýkógenforðann í lifrinni og forð- ann í innyflunum. Það er hinsvegar ekki fyrr en eftir fjórðu viku sveltis sem farið er að ganga á fitu- og glýkógenforða vöðvanna og eftir áttundu viku sveltis sem farið er að ganga á fituforða lifrarinnar. í batanum á eftir sveltinu byrja fisk- arnir á því að endurbyggja glýkógenforðann í lifur og vöðvum svo og forðann í innyflunum. I vöðv- unum verður glýkógenhleðsla eftir fjögurra vikna afturbata sem lýsir sér í meira en tvöföldum styrk glýkógens í vöðvum sveltu fiskanna samanborið við ósvelta (1,7 vs 3,9 mg glýkógen/g b.v.). Pað tekur hinsvegar átta vikur að byggja upp fituforða í vöðvum og 12 vikur að byggja upp fituforðann í lifrinni. Af þessum niðurstöðum drögum við þá ályktun að sá orkuforði sem fyrst er gengið á í svelti hjá bleikju sé sá sem fyrst er byggður upp í batanum sem fylgir í kjölfarið. Rannsóknasjóður HÍ, Rannsóknaráð ríkisins og Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrktu þessa rannsókn. E-48. Engin áhrif sympatískrar örvunar á boðflutning C-skyntaugaþráða frá húð Mikael Elam, Jón Ólafur Skarphéðinsson, Bengt Olausson, B. Gunnar Wallin Frá Lífeðlisfrœðistofnun HÍ, klínískri taugalíf- eðlisfrœði Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg Ýmsir langvinnir verkjasjúkdómar hafa verið taldir stafa af truflun í starfsemi sympatíska taugakerfisins, til dæmis „reflex sympathetic dystrophy", því oft er um að ræða óeðlilegt blóð- flæði eða hitastig húðar og fleira sem talið er tengjast sympatíska taugakerfinu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort aukin sympatísk virkni til húðar breyti næmni C-taugaþráða sársaukanema frá húð. Einnig var kannað hvort „neurogen" bólga framkölluð með sinnepsolíu hafi áhrif þar á. Gerð var fjölþráða skráning á sympatískri virkni í húðknyppi n. peroneus undir//i>w/a-höfð- inu í 11 heilbrigðum einstaklingum. Skráningar- skautinu var síðan hnikað til þar til einnig fékkst skráning frá C-skyntaugaþráðum við áreiti á húð. Viðtakasvæði C-frumuboðspennu í skráningunni var fundið og þröskuldur endurtekins rafáreitis á viðtakann mældur (rafáreiti veldur boðspennu í um það bil 50% ertinga). Einnig var biðtími boð- spennu í C-þræðinum frá rafáreiti á viðtakann mældur. Jafnframt var húðviðnám í viðtakasvæði C-þráðarins mælt. Skráningar voru framkvæmdar í hvfld og eftir 60 sekúndna örvun sympatískrar virkni til húðar m$ð hugarreikningi. Mæling var einnig gerð eftir að sinnepsolía var borin á við- takasvæði C-þráðarins. Alls náðust skráningar frá sjö taugaþráðum fyrir og sjö þráðum eftir sinneps- olíu. Engin breyting varð í leiðsluhraða C-þráðanna við örvun sympatískrar virkni til viðtakasvæðis þeirra. Ekki varð heldur nein breyting í næmni þeirra fyrir rafáreiti. Ekki sáust heldur nein merki um sjálfvirkni í C-þráðunum. Þetta á einnig við um prófanir eftir að sinnepsolía var borin á við- takasvæðin. Engar vísbendingar fengust því um að sympa- tísk virkni til húðar hafi áhrif á næmni C-skyn- taugaþráða fyrir rafáreiti eða leiðsluhraða þeirra. Rannsaka þarf sjúklinga til að ganga úr skugga um að slíkt gerist ekki í langvinnu sársauka- ástandi. E-49. Lípoxýgenasa-hemjandi efni úr ís- lenskum fléttum hindra fjölgun illkynja frumna og örvaðra eitilfrumna HelgaM. Ögmundsdóttir*, Gunnar Már Zoéga**, Stefán R. Gissurarson***, Kristín Ingólfsdótt- Frá *Rannsóknastofu K.í. í sameinda- ogfrumu- líffrœði, **lœknadeild H.Í., ***lyfjafrœði lyfsala H.í. Fléttuefnin prótólichesterínsýra, sem einangr- uð var úr fjallagrösum (Cetraria islandica) og lób- arínsýra úr grábreyskingi (Stereocaulon alpinum)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.