Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 58

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 58
58 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 sambærilegar við það sem talið hefur verið ein- kennandi fyrir CJD. Sú ályktun sem við drögum af þessari könnun er að ekkert bendi til þess að riða berist úr sauðfé í menn og byggjum það ann- ars vegar á hinni lágu tíðni CJD hérlendis og hins vegar á því að vefjameinafræðilegar breytingar bera ekki svip af hinu nýja afbrigði CJD, sem hugsanlega er tengt kúariðu. E-88. Vefjabreytingar af völdum kýla- veikibróður í þorski Sigurdur Helgason, Slavko H. Bambir Frá Tilraunastöð H.í. í meinafrœði að Keldum Bakterían A. salmonicida undirtegund achr- omogenes (Asa) hefur valdið kýlaveikibróður í laxfiskum með miklum afföllum allt frá því eldi hófst hér á landi í ósöltu vatni í byrjun níunda áratugarins. Reynsla bendir til þess að smitið ber- ist úr sjó. Erlendis hefur þessi undirtegund og skyld afbrigði greinst í æ fleiri tegundum sjávar- fiska, meðal annars í þorski frá Kanada. Arið 1993 greindist bakterían á roði ýsu úr Faxaflóa (Eva Benediktsdóttir, persónulegar upplýsing- ar). Gerð var líffærameinafræðileg athugun á 10 villiþorskum úr eldistilraun, sem samkvæmt sýklarannsókn reyndust smitaðir með Asa. Stórsœ skoðun: Föl tálkn stundum með depil- blæðingum, blæðing á trjónu, depilblæðingar á kviði og upp eftir hliðum, blæðing við þarmaop, margúll (hematoma) undir roði og stundum roð- sár, dreifð blæðing í hálu (serosa) meltingarveg- ar, einkum í þörmum, blóðsókn til lifrar og blóð í gollurshúsi. Smásjárskoðun: Vefjabreytingar sem voru mjög einsleitar í hinum mismunandi vefjum ein- kenndust af bólguhnúðum (granuloma). Miðlægt í þeim voru bakteríuþyrpingar og stundum drep, síðan tók við allþykkur hjúpur átfrumna og yst sást þunnt lag bandvefsfrumna (fibroblasts). Sambærilegar vefjabreytingar sjást við aðrar sýk- ingar, einkum frumdýra, í þorski (óbirtar niður- stöður). Vefjabreytingarnar sem hér er lýst eru mjög frábrugðnar þeim sem Asa veldur í laxfisk- um, sem hugsanlega má rekja til mismunar í ónæmisviðbrögðum gegn þessari bakteríu. Þessar niðurstöður staðfesta að náttúrulegt smit og sjúkdómar af völdum A. salmonicida und- irtegund achromogenes finnst í fleiri tegundum en laxfiskum hér við land. E-89. Er klamýdían á undanhaldi ? Kristín Jónsdóttir*, Reynir T. Geirsson*, Svava Stefánsdóttir*, Ólafur Steingrímsson** Jón Hjaltalín Ólafsson*** Frá *kvennadeild Landspítalans, **Rannsókna- stofu HÍ í sýklafrœði ***húð- og kynsjúkdóma- deild Landspítalans Inngangur: Algengi klamýdíusýkinga í þjóðfé- laginu endurspeglast að nokkru í þeim eina hópi fólks sem búið er að taka sýni hjá að staðaldri í yfir áratug, það er konum sem koma á kvennadeild Landspítalans vegna fóstureyðinga. Jafnframt hefur verið reynt að finna smitbera og meðhöndla þá. Kynsjúkdómar eins og lekandi sjást nú vart og því var áhugavert að kanna algengi klamýdíusýk- inga nú og bera saman við það sem var fyrir 10 árum. Aðferðir: Af 1995 konum sem leituðu eftir fóst- ureyðingu á árunum 1992-1995 voru sýni tekin frá leghálsi hjá 1855 (93%). Tvær mismunandi grein- ingaraðferðir, ELISA- og PCR próf, voru notuð á tímanum. Sýni var einnig tekið í lekandaræktun. Upplýsingar um aldur, sambúðarform, fyrri þunganir, meðgöngulengd og niðurstöður prófa hjá þeim sjálfum og hjá rekkjunautum þeirra fengust úr skrám kvennadeildar. Kí-kvaðratspróf var notað til að bera saman hópana og fá viðmið- un við samskonar rannsókn sem gerð var á árun- um 1982-1984. Niðurstöður: Klamýdía fannst hjá 149 konum (8,0%), sem var marktæk lækkun frá 1982-1984 athuguninni (p<0,001). Konur með jákvætt próf voru marktækt yngri (80% undir 25 ára; p<0,001) og oftar einstæðar (86,6%; p<0,001) en þær sem höfðu neikvætt próf, eins og var á fyrri rann- sóknatímanum. Af rekkjunautum tókst að hafa samband við 80,4% og 52,1% komu til skoðunar. Af þeim reyndust 42,1% vera með klamýdíu. Fjórar konur (0,2%) höfðu lekanda, en enginn rekkjunauta þeirra. Ályktun: Algengi klamýdíu trakómatis er mun minna en fyrir 10 árum hjá konum sem koma vegna fóstureyðingar á kvennadeildina. Meðferð klamýdíusýkingar hjá báðum aðilum er mikilvæg til að hefta útbreiðslu sýkinganna og varna skað- legum áhrif hennar. Áframhald skimunar og vel skipulagðrar leitar að smitberum er mjög mikil- væg og svarar kostnaði. E-90. Notkun formlegrar og óformlegrar þjónustu vegna geðræns vanda Rúnar Vilhjálmsson Frá námsbraut í hjúkrunarfrceði HÍ Algengt er að einstaklingar sem eiga við heilsu- vandamál að stríða leiti eingöngu aðstoðar óformlegra hjálparaðila, svo sem maka, ættingja og vina. Þeir sem leita til heilbrigðisþjónustunnar hafa yfirleitt leitað til eða ráðfært sig við óform- lega aðila áður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.