Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 57
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
57
um síðar. Penicillín var gefið gegn R í 50-450
mg/kg og gegn S í 0,5-8 mg/kg heildarskömmtum
í 24 klukkustundir, sem skipt var í einstaka
skammta gefna á eins, þriggja, sex og 12 klukku-
stunda fresti. Ceftríaxón var gefið gegn R í 1-160
mg/kg og gegn S í 0,1^1 mg/kg heildarskömmtum,
skipt í einstaka skammta á sex, 12 og 24 stunda
fresti. Eftir meðferð voru mýsnar deyddar. lungu
tætt og sett á blóðagar til líftalningar sýkla.
Niðurstöður: Með línulegri nálgun voru bein
tengsl á milli heildarskammta (r=0,54-0,75,
p<0,01) og t>MIC (r=0,68-0,89, p<0,01) og
virkni beggja lyfja gegn báðum stofnum. Mestri
virkni penicillíns gegn R (~2,5 log10 dráp/24 klst.)
var náð við 200-375 mg/kg heildarskammta og
svipaðri virkni ceftríaxóns við ~40 mg/kg. Bæði
lyfin voru virkari gegn S (~3,5 log10 dráp/24 klst.).
Ályktun: Þessar niðurstöður sýna að við bestu
skömmtun, er penicillín jafnvirkt gegn ónæmum
pneumókokkum og ceftríaxón. Sýkingar af völd-
um penicillín ónæmra pneumókokka, að minnsta
kosti annars staðar en í miðtaugakerfi, má því ef
til vill meðhöndla með penicillíni. Þannig væri
unnt að minnka kostnað og ef til vill tilurð ónæm-
is.
E-86. Rannsókn á orsökum aseptískrar
heilahimnubólgu
Ólafur Guðlaugsson, Sigurður Guðmundsson,
Gunnar Auðólfsson, Már Kristjánsson, Einar
Torfason
Frá lyflœkningadeildum Landspítalans og Borg-
arspítala, Rannsóknastofu HÍ í veirufrœði
Inngangur: Orsakir aseptískrar heilahimnu-
bólgu á Islandi eru h'tt þekktar og hafa ekki verið
kannaðar.
Efniviður: Rannsóknin var tvíþætt. Annars
vegar var hún afturskyggn byggð á sjúkraskrám
frá Borgarspítala og Landspítalanum, allra sjúk-
linga er uppfylltu skilmerki aseptískrar heila-
himnubólgu frá 1.1.1980-31.12. 1993 (Borgarspít-
ali) og 31.12. 1994 (Landspítali). Hins vegar var
gerð framskyggn rannsókn á sjúklingum sem
lögðust inn á Landspítalann og Borgarspítala með
khnísk einkenni sjúkdómsins. Par var orsaka-
greining gerð með veiruræktunum, mótefnamæl-
ingum og genamögnun á mænuvökva (CSF),
hálsskoli (skol) og saur.
Niðurstöður: Alls fundust 126 sjúklingar, 113 í
afturskyggna og 13 í framskyggna hlutanum.
Meðalaldur var 29,7 ár, kynjahlutfall 53 karlar/60
konur. Veikindin voru algengust í september til
nóvember. Merki um sjúkdómsvald fundust í
35% tilfella, ekkert var leitað í 23% tilfellanna. í
framskyggna hlutanum fundust sjúkdómsvald-
andi veirur í átta af 11 með genamögnun á mænu-
vökva (tvær gerðir í þremur tilfehum) en aðeins
ein af 11 með ræktun. Með genamögnun á skoli
fengust jákvæð svör í sex af 11 tilfellum. Oftast
voru bæði skol og genamögnun á mænuvökva
jákvæð og samhljóða (4/8). Helstu orsakir sem
fundust reyndust vera H. simplex (9%) og enteró-
veirur (8%) en aðrar ástæður mun fágætari, kotri-
moxazól olli einu tilviki. Enginn sjúklingur dó,
meðallegutími var 6,6 dagar (0-30 dagar). Meðal-
nýgengi samkvæmt þessum niðurstöðum var 5,9
tilvik á 100.000 íbúa á ári.
Ályktanir: Sjúkdómsvaldur aseptískrar heila-
himnubólgu greindist í 73% tilfella framskyggnt
en eingöngu í 26,5% tilvika í afturskyggna hópn-
um. Sjúkdómurinn er meinlítill. Hérlendis eru
orsakir hliðstæðar þeim sem greinst hafa í nálæg-
um löndum, þó enginn hafi greinst með bráða
HIV sýkingu.
E-87. Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur og
riða í sauðfé á íslandi
Guðmundur Georgsson*, Sigurður Sigurðar-
son**, Gunnar Guðmundsson***, Páll A. Páls-
son*, Einar M. Valdimarsson****
Frá *Tilraunastöð HI í meinafrœði að Keldum,
**rannsóknadeild dýrasjúkdóma að Keldum,
***taugasjúkdómadeild Landspítalans, ****end-
urhœfingar- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur, Fossvogi
Riða hefur verið landlæg hérlendis á aðra öld
og sauðfjárafurðir hafa lengstaf verið nýttar útí
hörgul. Það sem ekki var étið var notað í klæði
eða skæði. Það er því ljóst að íslendingar hafa um
langa hríð verið í meira eða minna mæli útsettir
fyrir riðu. Fyrir rúmum tveimur áratugum var sú
tilgáta sett fram til skýringar á hárri tíðni Creutz-
feldt-Jakob sjúkdóms (CJD) meðal lýbískra gyð-
inga aðhugsanlega hefðu þeir sýkst af neyslu
augna úr sauðfé. Nýverið var sett fram sú hug-
mynd að nýtt afbrigði af CJD kynni að mega rekja
til þess að kúariða hefði stigið yfir tegundaþrösk-
uldinn.
Árið 1980 hófum við að kanna hvort riða í
sauðfé kynni að geta borist í menn og valdið CJD.
Fyrst var gerð afturvirk könnun á CJD sem náði
yfir 20 ára tímabil, það er 1960-1979, og síðan
höfum við fylgst grannt með því hvort ný tilfelli
kæmu fram. Niðurstaðan var sú að tvö tilfelli
fundust á árunum 1960-1979 og eitt frá 1980-1996.
Alls hafa því greinst þrjú tilfelli á 36 árum, sem
jafngildir árlegri dánartíðni 0,37 á milljón íbúa,
sem er í lægra meðallagi. Aldursdreifing, sjúk-
dómseinkenni og vefjabreytingar í heila voru