Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 30
30 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 eðlilega sýktu. Endingin er verri í bólusetta hópnum. Af bólusettum missa 10,3% mótefnin á sama tíma og 3,5% eðlilega sýktra. Engin sködduð börn fæddust eftir síðasta faraldur 1992-1996. Ein fóstureyðing var framkvæmd. Engar rauðuhundasýkingar voru staðfestar í bólusettu fólki. Mótefni hækkuðu í 16 ófrísk- um konum, sem allar fæddu heilbrigð börn. E-16. Sýkingar af völdum herpes simplex veiru á íslandi Geir Thorsteinsson, Sigrún Guðnadóttir, Gunnar Gunnarsson Frá lyflækningadeild og rannsóknastofu Land- spítalans í veirufrœði Inngangur: Sýkingar af völdum herpes simplex veiru (HSV) eru algengar í mönnum. Greining þeirra á Islandi fer fram á einum stað, rannsóknastofu Landspítalans í veirufræði. Til- gangur þessarar rannsóknar er að gefa yfirlit yfir sýkingar af völdum herpes simplex veiru sem greindar voru á Islandi árin 1986, 1991 og 1997. Efniviður og aðferðir: Safnað var öllum greiningum herpes simplex veirusýkinga í gögnum veirurannsóknadeildar árin 1986, 1991 og 1997 sem staðfestar voru með ræktun, mótefnamælingum eða mögnun kjarnsýra HSV. Kannaður var fjöldi sýna, tegund og dreifing þeirra með tilliti til aldurs, kyns, þungunar, staðsetningar útbrota á líkama og gerðar veir- unnar. Gerð veiru (HSV-1 eða HSV-2) var greind með ELISU í jákvæðum ræktunarsýnum frá 1991 og 1997 og samanburður gerður milli ára. Einnig var borin saman kjarnsýrumögnun (PCR) og ræktun til greiningar herpes simplex veirusýkinga. Niðurstöður: Heildarfjöldi jákvæðra sýna var 55 árið 1986, 125 árið 1991 og 227 árið 1997. Aldursbil var frá fjórum mánuðum í 90 ár. Sýni frá konum voru í meirihluta, eða 66%, og breyttist hlutfallið lítið milli ára. Flest sýni komu frá kynfærum, eða 60-70%. Af jákvæð- um ræktunum frá kynfærum árið 1997 greind- ist HSV-2 í 73%. í 84% annarra líkamsstroka greindist HSV-1. Fjöldi jákvæðra sýna árið 1997 þar sem merki um kjarnsýrur HSV greindust var 108. Af þeim voru ræktanir nei- kvæðar í <15%. Af jákvæðum ræktunarsýnum herpes simplex veiru reyndust 3% neikvæð í PCR. Alyktanir: Fjöldi herpes simplex veiru- greininga á íslandi hefur rúmlega fjórfaldast á 11 árum. Konur eru í ineirihluta þeirra sem greinast með HSV sýkingu. HSV-1 greindist í rúmum fjórðungi stroka frá kynfærum en HSV- 1 í stærstum hluta annarra líkamsstroka. Kjarn- sýrumögnun með tilliti til herpes simplex veiru í líkamsstrokum er næmari til greiningar en ræktun en greinir ekki herpes simplex veiru í öllum sýnum sem veiran ræktast úr. E-17. Er algengi mismunandi stofna HIV-1 veirunnar að breytast á íslandi? Arthur L'óve", Margaret Chen2>, Matti Sall- berg21 Frá "rannsóknastofu Landspítalans í veiru- frœði, 2lveirudeild Karolinska Institutet við Huddinge sjukhus, Huddinge, Svíþjóð Inngangur: HIV-1 veirunni, sem er megin- orsakavaldur alnæmis, er hægt að skipta í tvo aðalstofna. Annar er nefndur flokkur O sem finnst aðallega í Afríkulöndunum Gabon og Kamerún og síðan flokkur M sem aftur skiptist í marga undirflokka, A-I. Undirflokkunin bygg- ist á ólíkum amínósýruröðum í V3 lykkju yfir- borðsglýkóprótíns veirunnar. Aðalundirflokk- arnir eru A, B, C, D og E og hefur hver þeirra nokkra landfræðilega dreifingu. Til dæmis hef- ur undirflokkur B verið langalgengastur í Norður- og Suður-Ameríku og Vestur-Evrópu hingað til. Undirflokkur E hefur verið algeng- astur í Tælandi og C í Eþíópíu og einnig á Ind- landi. í Afríku finnast allir undirflokkarnir. Efniviður og aðferðir: Sermi frá HIV-1 sýktum einstaklingum var fengið frá rann- sóknastofu Landspítalans í veirufræði. Sýnin voru merkt með mismunandi leyninúmerum þannig að í flestum tilfellum var hægt að greina milli einstaklinga þótt þeir væru ekki þekktir. Þannig fundust 63 sermi sem reynd var flokka- greinig á. Notuð voru peptíð sem voru sértæk fyrir undirflokka HIV-1 A-E. Til greiningarinn- ar var ELISA aðferð notuð þar sem brunnar ELISA platnanna voru þaktir með viðkomandi peptíðum. Eftir fyrsta ELISA próf var fram- kvæmt staðfestingarpróf sem byggðist á hindr- unar- (inhibition) prófi, einnig af ELISA gerð. Undirflokkur var ákvarðaður samkvæmt niður- stöðum beggja ELISA prófa, það er þar sem sú fyrri sýndi bestu bindingu sermis við ákveðið peptíð og sú niðurstaða staðfestist með hindr- unarprófi. Niðurstöður: Niðurstöður urðu þær að sermi frá árunum 1989-1992 reyndust öll af undir- flokki B, en á árinu 1993 og síðar reyndist
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.