Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLOlRIT 37
57
Efniviður og aðferðir: Níu íslenskar fjöl-
skyldur með fleiri en eitt tilfelli af rauðum úlf-
um voru skoðaðar, alls 31 sjúklingur (29 konur
og tveir karlar). Allir sjúklingar uppfylltu fjög-
ur eða fleiri skilyrði ARA fyrir rauða úlfa. Eitt-
hundrað og sex 1° ættingjar tóku þátt í rann-
sókninni og voru ásamt sjúklingahópnum born-
ir saman við heilbrigðan viðmiðunarhóp.
Fyrir tölfræðilega úrvinnslu og samanburð á
hópum var einn sjúklingur með rauða úlfa og
einn 1° ættingi valinn af handahófi úr hverri
kjarnafjölskyldu.
Niðurstöður: í sjö af níu fjölskyldum er hár
bakgrunnur af C4AQ0. í slembiúrtakshópi
sjúklinga (n=22) er marktæk hækkun á tíðni
C4AQ0, HLA-B8 og HLA-DR3 samanborið
við viðmiðunarhóp (0,0001; 0,012 og 0,014).
Svipuð tilhneiging til hækkunar sést hjá 1 ° ætt-
ingjum, en nær ekki marktækni. í heildarsjúk-
lingahópnum (n=31) eru 53,2% með C4AQ0 á
nokkrum mismunandi haplótýpum. Níu af 17
sjúklingum með C4AQ0 hafa C4AQ0 á hapló-
týpunni B8-C4AQ0-C4B1-DR3 og átta af 17
sjúklingum hafa C4AQ0 á öðrum non-DR3
haplótýpum.
í flestum tilfellum erfa sjúklingar C4AQ0 inn-
an fjölskyldunnar, en í nokkrum tilfellum er
C4AQ0 upprunnið frá inngiftu foreldri sjúklings.
Fimm af 11 sjúklingum sem eru arfblendnir fyrir
C4AQ0 erfa það innan fjölskyldunnar og hjá
tveimur sjúklingum er C4AQ0 komið frá inngiftu
foreldri. Ekki var hægt að rekja uppruna C4AQ0
í fjórum tilfellum. Af 17 sjúklingum eru fimm
(29,4%) arfhreinir fyrir C4AQ0.
Haplotype relative risk tölfræði var beitt til
að skoða nánar áhrif C4AQ0 og haplótýpunnar
B8-C4AQ0-C4B1-DR3. Gerður var saman-
burður á því hversu oft sjúklingar erfa þessa
þætti frá foreldrum sínum samanborið við
hversu oft þeir erfast ekki áfram til sjúklinga.
Munurinn reyndist ekki marktækur (p=l), sem
hugsanlega endurspeglar háan bakgrunn
C4AQ0 í fjölskyldunum.
Alyktanir: í þessum fjölskyldum með rauða
úlfa, sýnir C4AQ0 minna tengslaójafnvægi við
DR3 en áður hefur verið sýnt fram á og undir-
strikar mikilvægi ólíks uppruna sjúklingahópa
með tilliti til MHC sameinda. Sameiginlegur
þáttur þessa sjúklinga þegar litið er á MHC
svæðið er C4AQ0 og bendir það til C4AQ0
sem óháðs áhættuþáttar fyrir rauða úlfa.
E-70. Erfðamengisleit að meingeni ósæð-
argúlps
Reynir Arngrímsson, C. Augustine Kong, Þor-
lákur Jónsson, Ragnar Danielsen, Mike Frigge,
Hulda Einarsdóttir, Ragnheiður Elísdóttii;
Jejfrey R. Gulcher, Jónas Hallgrímsson, Kári
Stefánsson, Jón Þór Sverrisson
Frá lœknadeild HI, Islenskri eifðagreiningu,
lyflœkningadeild Landspítalans, rannsókna-
stofu HI í meinafrœði, Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri
Inngangur: Gúlpur á ósæð er þekkt vanda-
mál í nokkrum arfgengum sjúkdómum, svo
sem Marfans og Ehlers Danlos heilkennum en
einnig sem afleiðing æðakölkunar, bólgusjúk-
dóma í ósæð, sýkinga og fleira. Hér er lýst fjöl-
skyldu þar sem 13 af 56 einstaklingum hafa
greinst með útvíkkun á ósæð í brjóstholi. Fjöl-
skyldunni hefur áður verið lýst og útilokað var
genasvæði Marfans og skyldra heilkenna á litn-
ingum 3, 5 og 15 (1). Markmið rannsóknarinn-
ar var að leita að litningasvæðum sem sýna
tengsl við sjúkdóminn í þessari tilteknu fjöl-
skyldu.
Efniviður og aðferðir: Enginn sjúklinganna
uppfyllti Berlínarskilmerki um Marfans heil-
kenni. Arfgerðargreining var gerð með PCR
hvörfum með 299 flúrmerktum DNA örmerkju
sem dreifð eru um alla litninga mannsins (að
undanskyldum kynlitningum að þessu sinni).
Urlestur var gerður með raðgreini og tölfræði-
mat á fylgni milli sjúkdómsmyndar og örmerk-
is gert með MLINK forriti fyrir tveggja þátta
mat (sjúkdómur/gen - örmerki) og LINKMAP
og VITESSE forritum fyrir fjölpunkta mat
(sjúkdómur/gen - röð örmerkja á litningabút).
Niðurstöður: Ellefu einstaklingar höfðu
víkkun á ósæð (aorta), sjö voru með knarrar-
bringu en aðeins fimm með hvort tveggja. Ell-
efu einstaklingar voru með faðm-hæðar hlutfall
í hærra lagi, þar af höfðu fjórir einnig víkkun á
ósæð. Aðeins einn var hávaxinn (>97 centile í
hæð). Þrír hafa þurft á skurðaðgerð að halda
vegna víkkunarinnar og tveir létust skyndi-
dauða eftir rof á ósæð. Upphafsskoðun á öllum
litningum sýndi jákvæða fylgni á milli sjúk-
dóms og örmerkja á litningum 2, 3, 6 og 15.
Lod stuðull fyrir litninga 2, 3 og 6 var á bilinu
1,0-1,6. Sterkust fylgni var á litningi 15 (lod
stuðull 2,98) við örmerkið D15S652. Með
þriggja punkta (örmerkja) greiningu fannst
sterkust fylgni á 7 cM litningasvæði umvherfis
áðurnefnt örmerki (hámarks lod stuðull 2,83).