Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 70
70
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
bent til að vaxtarval æxlisfrumna með ákveðin
sett af litningabreytingum fari fram. Einnig var
gerður samanburður á úrfellingum á 8p og
ýmsum þáttum sem áhrif hafa á horfur sjúk-
linga svo sem estrógen og prógesteron viðtök-
um, hvort sjúklingur er með meinvörp í eitlum
eða ekki, gerð og stærð æxlis, aldur sjúklings við
greiningu, S-fasa og litnisgerð. Fylgni reyndist
vera við S-fasa, litnisgerð og við það að sjúk-
lingar væru með meinvörp í eitlum. Þessar nið-
urstöður benda til þess að hægt sé að nýta þær
til að spá fyrir um horfur sjúklinga.
E-93. Óstöðugleiki í erfðaefni ristil-
krabbameinsæxla
Jónína Þ. Jóhannsdóttir", Sólveig Grétars-
dótlir', Gísli Ragnarsson", Jón Þór Bergþórs-
son", Jón Gunnlaugur Jónasson", Valgarður
Egilsson", Sigurður Ingvarsson"
Frá "Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði,
21Krabbameinsfélagi Islands
Inngangur: Krabbamein er fjölgenasjúk-
dómur. Undanfarin ár hefur þekking okkar á
erfðafræði ristilkrabbameina aukist til muna.
Sjúkdómurinn virðist vera afleiðing víxlverk-
unar milli erfða og umhverfis og eru um 5-10%
tilfella rakin til erfða. Algengasta form ætt-
gengs ristilkrabbameins er Hereditary non-
polyposis colorectal carcinoma (HNPCC). Það
erfist með ríkjandi hætti, meðalaldur við grein-
ingu er um 42 ár og eru æxlin oftast staðsett í
hægri hluta ristilsins. Hjá arfberum sést aukin
tíðni annarra krabbameina og oft greinast fleiri
en eitt frumæxli. Æxlisfrumur þessara sjúk-
linga hafa skerta hæfileika til að gera við
skemmdir í erfðaefninu. Einkennandi er mikill
óstöðugleiki í erfðaefninu sem kallast replica-
tion error (RER) og er rakinn til stökkbreytinga
í genum DNA mispörunarviðgerða. Óstöðug-
leikinn hraðar á þróun þekjuvefs yfir í illkynja
ástand með því að auka uppsöfnun stökkbreyt-
inga í mikilvægum krabbameinsgenum.
Efniviður og aðferðir: Notuð voru fjöl-
breytileg erfðamörk til að skima fyrir RER*
svipgerð í 197 ristilkrabbameinssýnum. Urfell-
ingar voru metnar á litningasvæðum sem bera
þekkt mispörunarviðgerðargen (2p, 3p, 2q og
7p) og hlutverk þeirra í æxlisvexti athugað.
Niðurstöður: RER+ svipgerð fannst í 24%
æxlanna, svipgerðin sást í hærri tíðni hjá sjúk-
lingum greindum yngri en 50 ára og í æxlum
frá hægri hluta ristilsins. Samband greindist
milli RER+ svipgerðar og úrfellinga á litningi
2p þar sem genin hMSH2/hMSH6 eru staðsett.
Tap á,einstökum genum gæti valdið RER+ svip-
gerð. Ekkert samband sást á milli RER+ svip-
gerðar og meingerðar æxlis.
Ristilkrabbameinssjúklingar með æxli sem
sýna RER svipgerð reyndust hafa urn tvöfalt
verri horfur en sjúklingar með RER+ æxli. Því
er RER skimun einn af þeim þáttum sem skoða
mætti þegar meta á horfur sjúklinga.
E-94. Rannsókn á prótín samskiptum
príonprótíns úr sauðfé með Yeast Two-
Hybrid aðferðinni
Birkir Þór Bragason, Astríður Pálsdóttir
Frá Tilraunastöð HI í meinafrœði að Keldum
Príonprótínið (PrP) er tjáð í öllum vefjum
líkamans, mest í taugafrumum en minnst í lifur.
Uppsöfnun á afbrigðilegu formi þess í mið-
taugakerfi er talin vera lykilþáttur í riðusjúk-
dómum (transmissable spongioform enceph-
alopathies), sem eru ólæknandi, hæggengir,
smitandi hrörnunarsjúkdómar, til dæmis riða í
sauðfé, kúafár (BSE) í nautgripum og Creutz-
feldt-Jakob sjúkdómur í mönnum. Líffræðilegt
hlutverk PrP er ekki ljóst, en það er afar vel
varðveitt milli spendýrategunda.
Markmið okkar rannsókna er að varpa ljósi á
hlutverk PrP með því að athuga prótínsam-
skipti þess. Prótín-prótín tengsl geta oft gefið
vísbendingar um hlutverk prótína og var Yeast
Two-Hybrid kerfið þróað til að rannsaka slík
samskipti in vivo, til viðbótar við aðrar eldri in
vitro aðferðir.
Leit að prótínum sem víxlverka við PrP:4.232
(a.s. 24-232) úr sauðfé var framkvæmd með
skimun cDNA genasafns úr rottuheila (gjöf frá
Paul Worley, et al., John Hopkins University,
USA). Gen PrP:4-232 var klónað í fasa við bindi-
hneppi Gal4 umritunarþáttarins í pPC97
plasmíði. Líta má á prótínið sem þetta sam-
runagen tjáir sem beitu. Genasafnið (bráðirnar)
var klónað í fasa við virkjunarhneppi Gal4 í
pPC86 plasmíði. Genasafnsplasmíðum var um-
myndað ásamt beitu-plasmíði í Y190 gerstofn
(S. cereviseaé) sem hefur í erfðamengi sínu tvö
vísigen, HIS3 og lacZ. Vísigenin hafa stýrirað-
ir sem Gal4 þekkir og binst, og eru umrituð ef
kerfið virkjast, það er tenging fæst milli beitu
og bráðar.
Skimaðir voru 4,1 x 10'’ klónar, þar sem bæði
plasmíð voru til staðar, og fengust 396 með
virkjun beggja sýnigena. Hluti innskotanna
sem veiddust hefur verið raðgreindur og er að-