Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLG1R1T 37 43 snemma á ævi einstaklings auki líkur á sjúk- dómi síðar á ævinni. Tíðni valaðgerða vegna ætisára virðist fylgja tímabilsmynstri en það eru áhrif sem eru tilkomin á ákveðnu tímabili og hafa áhrif fljótt og á alla aldurshópa jafnt. Bendir þetta til að einfaldari sjúkdómsmyndir ætisára eigi sér aðra orsök en hinar flóknari. Við skoðum allar sjúkdómsmyndir ætisára í sama þýðinu til að sjá breytingar á tíðni yfir ákveðið tímabil og reyna þannig að komast að líklegum orsökum ætisára. Efniviður og aðferðir: Skráðar voru upp- lýsingar um alla sjúklinga sem gengust undir aðgerðir vegna ætisára (holsára 1962-1990, blæðandi sára 1971-1990, valaðgerðir 1971- 1990), og alla með ætisár skráða sem dánaror- sök á tímabilinu 1951-1989 á íslandi. Aldurs- skipt aðgerðatíðni og dánartíðni er sett fram myndrænt háð fæðingarári og aðgerðar-/dánar- ári. Einnig er gerð tölfræðileg athugun með að- hvarfsgreiningu Poissons. Niðurstöður: Fram kemur stígandi og síðan fallandi tíðni bráðaaðgerða og dánartíðni hjá mismunandi kynslóðum þar sem kynslóðin fædd í byrjun 20. aldar er með hæsta tíðni. Tölfræði- lega eru kynslóðaáhrif mjög marktæk (p<0,001) en ekki eru merki um tímabilsáhrif. A sama hátt koma fram marktæk kynslóðaáhrif á val- aðgerðatíðni en þar koma einnig fram marktæk tímabilsáhrif til lækkandi aðgerðatíðni allt tímabilið fyrir alla aldurshópa. Alyktanir: Dánartíðni og tíðni allra sjúk- dómsmynda ætisára, bæði einfaldra og flók- inna, er sérstaklega há hjá ákveðinni kynslóð og ber hún með sér aukna hættu á að fá ætisár á lífsleiðinni. Sama kynslóð reynist hafa hæsta hlutfall H. pylori mótefna. Þessir einstaklingar voru fæddir í byrjun 20. aldar þegar lífsskilyrði á Islandi voru slæm, þröngbýlt og hreinlætis- ástand lélegt. E-42. Hvaða umhverfisþættir hafa áhrif á algengi skammdegisþunglyndis? Jóhann Axelsson", Jón G. Stefánsson21, Ragn- hildur Káradóttir", Mikael M. Karlsson" Frá "Lífeðlisfrœðistofnun HÍ, 21geðdeild Land- spítalans Inngangur: Talið var að framboð dagsbirtu og því hnattstaða réði algengi vetrarþungyndis. Rannsóknir á fslandi og meðal Vestur-íslendinga sem búsettir voru í Interlakehéraði á 50,5°N hnekktu breiddargráðuþætti þeirrar tilgátu. Aðr- ir umhverfisþættir virðast þó hafa talsverð áhrif. Efniviður og aðferðir: Algengi skammdeg- isþunglyndis var eins og í fyrri rannsóknum mælt með SPAQ spurningalista. Tvöhundruð og tíu Winnipegbúar af alíslenskum ættum tóku þátt í rannsókninni. Aður hafði algengi sama sjúkdóms verið mælt meðal dreifbýlisfólks, sem einnig var af alíslenskum ættum og búsett í Interlakehéraði skammt norður af Winnipeg. Niðurstöður: Aldurs- og kynstaðlað algengi skammdegisþunglyndis (SAD) meðal Winnipeg- búa mældist 4,8%, sem er nær fjórfalt það sem áður mældist hjá íbúum Interlakehéraðs (1,3%). Alyktanir: Niðurstaðan er ekki í góðu sam- ræmi við þá kenningu að algengi sjúkdómsins ráðist af breiddargráðu, því aðeins eru 90 km milli Winnipeg (50°N) og Interlakehéraðs (50,5°N). Skýringa á þessum mikla mun í sjúk- dómsalgengi er ekki að leita í erfðum, því hóp- arnir eru erfðafræðilega einsleitir. Þær hljóta að finnast meðal umhverfisþátta annarra en birtu- framboðs, sem er nánast hið sama á báðum stöðum. Við leitum þeirra með mælingum ým- issa umhverfisþátta meðal íbúa Vestur- og Suð- Vesturlands sem þjást af vetrarþunglyndi. E-43. Hlutur erfða- og umhverfisþátta í tjáningu vetrarþunglyndis Jóhann Axelson", Jón G. Stefánsson2', Andrés Magnússon3', Helgi Sigvaldason", Ragnhildur Káradóttir", Mikael M. Karlsson" Frá "Lífeðlisfrœðistofnun HÍ, 2'geðdeild Land- spítalans, 3'Reasearch Forum and Dept. of Psychiatry Ullevál Hospital, Osló Inngangur: Niðurstöður íslenskra rannsókna á algengi árstíðarbundins þunglyndis gáfu til kynna að erfðir réðu nokkru um þróun sjúkdóms- einkenna. Þessi rannsókn prófaði þá tilgátu. Efniviður og aðferðir: Sérhannaður spurn- ingalisti (SPAQ) ásamt frímerktu umslagi fyrir svar var póstlagður til 1.250 Winnipegbúa á aldrinum 18-74 ára. Tvöhundruð og fimmtíu viðtakenda voru óblandaðir afkomendur ís- lenskra landnema. Eittþúsund viðtakendur höfðu, að því er best varð vitað, ekki íslenskt blóð í æðum. Svör bárust frá 210 úr fyrri hóp- unum en 515 úr þeim síðari. Við úrvinnslu beittum við viðurkenndum tölfræðiaðferðum. Niðurstöður: Aldurs- og kynstaðlað algengi þungbærs vetrarþunglyndis reynist 4,8% í ís- lenska úrtakinu en 9,1% meðal hinna (p<0,01). Ahættuhlutfall hópanna var 3,3 vesturíslenska hópnum í hag. Alyktanir: Þessi mikli munur á algengi og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.