Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 122
122
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
526 börnum á níu leikskólum í Reykjavík og í
Kópavogi. Leikskólakennarar og foreldrar voru
jafnframt spurðir um njálgsýkingar í börnunum
undanfarna sex mánuði.
Niðurstöður: Ellefu af þeim 184 börnum
sem voru rannsökuð greindust með njálg (6%).
Sýking greindist aðallega í börnum á fimmta
(13,2%; n=53) og sjötta (7,1%; n=42) ári. Ekk-
ert þriggja ára barn fannst smitað (n=44) og
einungis eitt tveggja ára barn greindist með
njálg (2,2%; n=45). Fjórtán (4,1%) börn af 342
börnum á leikskólunum sem ekki voru rann-
sökuð höfðu sögu um njálgsýkingu undanfarna
sex mánuði.
Umræður: Niðurstöðurnar benda til þess að
njálgsýkingar séu sjaldgæfar í tveggja og
þriggja ára börnum hér á landi. Aftur á móti
virðist sem að minnsta kosti tíunda hvert bam,
sem komið er á fimmta og sjötta ár, sé með
njálg. Foreldrar og starfsfólk leikskólanna voru
yfirleitt grunlaus um að þessi börn væru smituð.
V-71. Rannsókn á sníkjudýrum í melt-
ingarvegi hunda á íslandi
Ásrún Elmarsdóttir, Sigurður H. Richter
Frá Tilraunastöð Hl í meinafrœði að Keldum
Árið 1996 var safnað saursýnum úr alls 115
hundum af mismunandi hundakynjum og leitað
í þeim að sníkjudýrum: Á Reykjavíkursvæðinu
var safnað sýnum úr 25 hundum á aldrinum 2-
12 mánaða; 39 hundum sem voru eldri en eins
árs og átta tíkum og fimm til sex vikna gömlum
hvolpum þeirra (þremur til fjórum úr hverju
goti). Á Breiðdalsvrk var sýnum safnað úr fjór-
um hundum á aldrinum 2-12 mánaða og átta
hundum eldri en eins árs.
Notuð var formalín-ethylacetat þéttniaðferð
á saursýnin til að leita að þolhjúpum einfruma
dýra og ormaeggjum. Botnfall úr saur allra
hunda, eins árs og yngri, var ennfremur litað
með Ziehl-Neelsen aðferð í leit að þolhjúpum
einfruma dýrsins Cryptosporidium sp.
Þetta var fyrsta leit að einfruma dýrum í
meltingarvegi innlendra hunda á íslandi og
engin fundust. Það bendir til að ýmsar tegundir
þeirra séu ýmist ekki til í landinu, tíðni þeirra
sé lág eða að þær finnist aðeins í saur í skamm-
an tíma.
Ögður hafa ekki fundist í hundum á Islandi
og egg þeirra fundust heldur ekki nú.
Sex tegundir bandorma voru þekktar í hund-
um á síðustu öld og sumar þeirra algengar. Þær
voru Dipylidium caninum, Diphyllobothrium
sp., Echinococcus granulosus, Mesocestoides
canislágopodis, Multiceps multiceps og Taenia
hydatigena. í þessari rannsókn fundust engin
bandormaegg. Enda þótt aðferð sú sem beitt
var sé hugsanlega ekki mjög næm á sumar
þessara tegunda, þá styðja niðurstöðurnar eldri
rannsóknir sem sýna að bandormategundum og
bandormum í hundum hefur fækkað mjög í
landinu.
Egg þráðormsins Toxocara canis fundust í
hvolpum í tveimur gotum og í einum þriggja
mánaða gömlum hvolpi, öllum af Reykjavíkur-
svæðinu. Ormurinn var sennilega algengur á
síðustu öld og virðist vera það enn. Þetta er eini
þráðormurinn sem hefur fundist í innlendum
hundum á íslandi.
Niðurstöðurnar voru einnig bornar saman
við rannsóknir á sníkjudýrum í meltingarvegi
hunda sem fluttir hafa verið til landsins um
sóttkví á undanförnum árum. Samanburðurinn
bendir til að ýmsar tegundir þarmasníkjudýra í
hundum hafi borist til landsins í aldanna rás en
margar þeirra hafi ekki náð að verða landlægar
á Islandi, eða að tíðni þeirra sé lág.
V-72. Sníkjudýr íslensku rjúpunnar
Karl Skírnisson
Frá Tilraunastöð HI í meinafrœði að Keldum
Inngangur: Kynntar eru fyrstu niðurstöður
athugana á sníkjudýrum íslenskra rjúpna (Lag-
opus mutus).
Efniviður og aðferðir: Meltingarvegur: Ár-
in 1994 og 1995 var leitað að sníkjuormum í
smáþörmum 88 rjúpna og í botnlöngum 93
fugla. Einnig voru tekin saursýni úr 87 fuglum
og þau rannsökuð með formalín-etýlacetat
þéttniaðferð. Vefjasníkjudýr: Árið 1998 var
leitað að þráðorminum Splendidofúaria papill-
ocerca í vefjum við vélinda, barka, sarp og fó-
arn í 12 rjúpum. Óvœra: Árið 1998 var leitað að
fiðurlúsum á átta fuglum. Ennfremur var safn-
að upplýsingum um hvort lúsflugna varð vart á
175 rjúpum sem veiddar voru lifandi og sleppt
merktum í september 1997 í Hrísey. Blóð-
sníkjudýr: Blóðdropi var tekinn, blóðstrok út-
búið og litað úr 175 rjúpum sem veiddar voru í
Hrísey í september 1997.
Niðurstöður: Meltingarfœri: Tvær tegundir
hnísla af ættkvíslinni Eimeria fundust í saur-
sýnunum. Þolhjúpar sem voru 25,2 x 17,7pm,
(bil 21,3-31,0 x 12,4-2l,7pm, n=l 14), lfklega
tegundin E. brinkmanni, fundust í 46 fuglum
(sýkingartíðni 52,9%). Minni óþekkt Eimeria