Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 35 lagsgalla og fjögur litningagalla. Framan af rannsóknartímanum var hjartaþræðing notuð til sjúkdómsgreiningar, en frá 1984 hefur greining verið gerð með ómskoðun. I níu sjúk- lingum var gerð hjáveituaðgerð (shunt proce- dure) áður en til leiðréttandi skurðaðgerðar kom. Full leiðréttandi skurðaðgerð hefur verið framkvæmd á 36 af 38 einstaklingum (94,7%). Eitt barn gekkst ekki undir skurðaðgerð og í öðru tilviki hefur aðeins verið gerð hjáveituað- gerð. Hjartaþelsbólga hefur greinst fjórum sinnum hjá þremur einstaklingum. Fjögur börn hafa dáið (10,5%). Þrjú þeirra höfðu gengist undir leiðréttandi skurðaðgerð og þar af var eitt dauðsfall seintilkomið. Af 34 einstaklingum á lífi er 31 í góðu ástandi (NYHA flokkur I), en þrír (8,8%) eiga við vandamál tengd hjarta að stríða (NYHA flokkur 11-111). Alyktanir: Ferna Fallots er alvarlegur hjarta- sjúkdómur sem getur leitt til dauða. Með beit- ingu skurðaðgerða eru horfur og lífsgæði al- mennt góð, en aðrir sköpulagsgallar eru í sum- um tilvikum hamlandi. E-26. Lotuverkir og önnur lotueinkenni meðal skólabarna í Reykjavík. Algengi og tengsl við mígreni Pétur Lúðvígsson", Ólafur Mixa21 Frá 11Barnaspítala Hringsins, 2lHeilsugœslunni Lágmúla Inngangur: Endurteknir verkir (lotuverkir) í höfði, kviði og/eða stoðkerfi, eru algengt kvört- unarefni meðal barna og unglinga. Ef orsök finnst ekki við læknisskoðun eða rannsóknir er streitu eða óhagstæðum ytri aðstæðum gjarnan kennt um. Oft fylgja lotuverkjum einkenni frá sjálfráða (autonomic) taugakerfi (svo sem svimi, fölvi, ógleði) sem bent geta til mígreniuppruna. Rannsóknin var gerð til að kanna tíðni lotu- verkja og nokkurra annarra algengra lotuein- kenna (the periodic syndrome of childhood) meðal barna í 1 .-10. bekk grunnskóla í Reykja- vík og athuga fylgni þeirra við alþjóðlega við- urkennd mígreniskilmerki og einnig við ýmsa félags- og persónuleikaþætti. Efniviður og aðferðir: Vorið 1996 var spurn- ingalista með 59 spurningum dreift til allra (13.044) grunnskólanemenda í Reykjavík ásamt bréfi til foreldra þar sem óskað var eftir að þeir svöruðu spurningunum með aðstoð barnanna. Niðurstöður: Svör fengust frá 10.579 börn- um (81,1%). Alls höfðu 6.427 börn (60,8%) einhvern tímann kvartað um höfuðverk, þar af 5.707 (88,9%) á síðustu 12 mánuðum og 1.533 (23,9%) mánaðarlega eða oftar síðustu 12 mán- uði. Alls höfðu 1.157 börn (10,9%) einhvern tímann leitað læknis vegna höfuðverkja og 966 (9,1%) höfðu misst að minnsta kosti einn dag úr skóla á skólaárinu vegna höfuðverkja. Lotu- verki í kviði höfðu 2.750 (26,0%), þar af 2.216 (80,6%) síðustu 12 mánuði og 786 (28,6%) mánaðarlega eða oftar, en 1.114 (10,5%) höfðu leitað læknis og 932 börn (8,8%) höfðu misst að minnsta kosti einn dag úr skóla á skólaárinu vegna lotuverkja í kviði. Lotuverki frá stoð- kerfi höfðu 3256 (30,7%) þar af 2.916 (89,6%) síðustu 12 mánuði og 1.064 (32,7%) mánaðar- lega eða oftar, en 1.109 (10,5%) höfðu leitað læknis og 196 börn (1,8%) misst að minnsta kosti einn dag úr skóla á skólaárinu vegna lotu- verkja frá stoðkerfi. Alls höfðu 934 börn (8,8%) mígreni samkvæmt greiningarskilyrð- um IHS (International Headache Society 1988). Sjö af 14 völdum lotueinkennum fund- ust hjá að minnsta kosti 5% heildarþýðisins. Nánar verður greint frá tengslum mígrenis við lotuverki og önnur lotueinkenni. E-27. Langvinnur lungnasjúkdómur í fyrirburum Sveinn Kjartansson, Atli Dagbjartsson, Gestur Pálsson, Hörður Bergsteinsson, Þórður Þór- kelsson, Asgeir Haraldsson Frá vökudeild Barnaspítala Hringsins, Land- spítalanum Inngangur: Á undanförnum árum hefur bætt meðferð og umönnun minnstu fyrirburanna aukið lífslíkur þeirra verulega. Helstu ástæður þessa eru meðal annars öndunarvélameðferð og notkun súrfaktants eftir fæðingu og notkun barkstera fyrir fæðingu. Þessum auknu lífslík- um hefur ekki fylgt lækkun á tíðni langvinns lungnasjúkdóms (chronic lung disease, CLD) eins og vonast var til. Langvinnur lungnasjúk- dómur (CLD), einnig nefndur bronchopulmon- ary dysplasia, er skilgreindur sem aukin súr- efnisþörf þegar barnið er 28 daga gamalt eða við 36 vikna áætlaða meðgöngu og dæmigerðar Rtg breytingar. Erlendar rannsóknir sýna að 30-70% barna með fæðingarþyngd <1000 g fá sjúkdómsgreininguna langvinnur lungnasjúk- dómur (CLD). Tilgangur: Að rannsaka tíðni langvinnra lungnasjúkdóma hjá miklum fyrirburum á ís- landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.