Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 81
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
81
E-113. Prótíntengd fjölsykrubóluefni
gegn pneumókokkum örva myndun á
mótefnum í ungbörnum sem vernda mýs
gegn lungnabólgu og blóðsýkingu
Eiríkur Sœland, Hávard Jakobsen, Gunnhildur
Ingólfsdóttir, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, Ingi-
leif Jónsdóttir
Frá Rannsóknastofu HI í ónæmisfrœði Land-
spítalanum
Pneumókokkar eru algengir sýkingarvaldar í
ungum börnum og þörf er fyrir góð bóluefni.
Verið er að þróa prótíntengd fjölsykrubóluefni
og við höfum sýnt fram á að áttgild bóluefni,
PncD og PncT (Pasteur Mérieux Connaught),
eru örugg og mótefnavekjandi í ungbörnum.
Jafnframt stuðla mótefnin að upptöku pneumó-
kokka, þar á meðal hjúpgerðar 6B, af völdum
átfrumna in vitro. Markmið þessarar rannsókn-
ar var að kanna verndandi áhrif sýna úr bólu-
settum ungbörnum gegn lungnabólgu og blóð-
sýkingu í músum og að bera saman við mót-
efnamagn og opsónínvirkni in vitro. Víxlvernd
á milli hjúpgerða 6A og 6B var einnig könnuð.
Mýs voru sýktar um nasir með 107 CFU af
hjúpgerðum 6A eða 6B, þremur klukkustund-
um eftir passífa bólusetningu með 0,175 mL af
ungbarnasermi í kvið. Blóð var tekið við 18 og
24 klukkustundir og lungu við 24 klukkustund-
ir. Sýking var metin með talningu þyrpinga sem
ræktuðust úr blóði og lungum (CFU/mL). Mót-
efni voru mæld í ELISA og opsónínvirkni in
vitro var metin sem mótefnaháð upptaka kleyf-
kjarna átfrumna á geislamerktum pneumó-
kokkum.
Fimmtíu og níu ungbarnasýni voru prófuð,
hverju sýni sprautað í tvær mýs. Þrjátíu og þrjú
sýni (56%) voru verndandi og 15 (25%) voru
ekki verndandi gegn blóðsýkingu af völdum
hjúpgerðar 6B. Tuttugu og tvö (37%) sýni voru
verndandi og 22 (37%) voru ekki verndandi
gegn hjúpgerð 6A. Sýni sem vernduðu aðra
músina af tveimur voru ekki tekin ineð í töl-
fræðilega útreikninga. Verndandi sýni höfðu
marktækt meira af hjúpsértækum IgG mótefn-
um og hærri opsónínvirkni en sýni sem ekki
voru verndandi. Könnun á sermum, sem inni-
héldu lítið magn af IgG and-6A mótefnum (<1
pg/mús), sýndi að opsónínvirkni var hærri í
verndandi sýnum en þeim sem voru ekki
verndandi, þrátt fyrir að enginn munur væri á
magni IgG mótefna.
Bólusetning með PncT, sem inniheldur 6B,
stuðlar að myndun mótefna í ungbörnum sem
vernda mýs bæði gegn hjúpgerðum 6A og 6B.
Niðurstöður benda til þess að opsónínprófið sé
næmur og sértækur mælikvarði á verndandi
mótefni gegn pneumókokkum og betri en mæl-
ing á mótefnamagni eingöngu.
E-114. Opsónínvirkni, magn og sækni
pneumókokkamótefna
Ingileif Jónsdóttir", Gestur Viðarsson", Eirík-
ur Sæland", Gunnhildur Ingólfsdóttir", Sigur-
veig Þ. Sigurðardóttir", Karl G. Kristinsson21,
Katrín Davíðsdóttir", Sveinn Kjartansson3i4>,
Þórólfur Guðnasorí", Odile Leroy51
Frá "Rannsóknastofu HÍ í ónœmisfræði,
21sýkladeild Landspítalans,3>Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur, ‘‘barnadeild Landspítalans, 5>Pas-
teur Merieux Connaught, Frakklandi
Bóluefni gegn Streptococcus pneumoninae
eru fjölsykrur, sem vekja ekki mótefnamyndun
í ungbörnum, en unnið er að þróun prótín-
tengdra fjölsykrubóluefna, sem eru ónæmis-
vekjandi í ungbörnum. Mótefni gegn fjölsykru-
hjúp pneumókokka og komplíment opsónera
bakteríuna og stuðla að upptöku af völdum át-
frumna. Reynt er að spá fyrir um verndandi
áhrif bólusetninga með mælingum á magni
mótefna sem myndast, mati á eiginleikum
þeirra og virkni.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif
magns og sækni mótefna á opsónínvirkni í
sermi. Magn og sækni IgG mótefna gegn 6B,
19F og 23F var mælt með ELISA og opsónín-
virkni sem upptaka átfrumna á geislamerktum
pneumókokkum í sermi ungbarna sem voru
bólusett þriggja, fjögurra og sex mánaða með
bóluefni af fjölsykruhjúpgerðum 3, 4, 6B, 9V,
14, 18C, 19F og 23F tengdum við tetanus tox-
óíð (PncT) eða diphthería toxóíð (PncD), og
endurbólusett 13 mánaða með sama bóluefni
eða 23-gildu fjölsykrubóluefni.
Eftir frumbólusetningu með PncT eða PncD
var opsónínvirkni mælanleg í sermi flestra
ungbarna gegn hjúpgerðum 6B, 19F og 23F,
sem eru mjög lélegir ónæmisvakar, og fylgni
var milli mótefnamagns og opsónínvirkni,
(r=0,773; 0,777 og 0,469; p<0,0001). Eftir
endurbólusetningu var mótefnamagn og opsón-
ínvirkni hærri í sermi ungbarna sem fengu fjöl-
sykrur en þeirra sem fengu prótíntengd fjöl-
sykrubóluefni, andstætt sækni mótefna, sem
var lægri. Marktæk fylgni var milli mótefna-
magns og opsónínvirkni (p<0,0001), en lítil
eða engin fylgni við sækni mótefna. Þó var