Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Qupperneq 81

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Qupperneq 81
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 81 E-113. Prótíntengd fjölsykrubóluefni gegn pneumókokkum örva myndun á mótefnum í ungbörnum sem vernda mýs gegn lungnabólgu og blóðsýkingu Eiríkur Sœland, Hávard Jakobsen, Gunnhildur Ingólfsdóttir, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, Ingi- leif Jónsdóttir Frá Rannsóknastofu HI í ónæmisfrœði Land- spítalanum Pneumókokkar eru algengir sýkingarvaldar í ungum börnum og þörf er fyrir góð bóluefni. Verið er að þróa prótíntengd fjölsykrubóluefni og við höfum sýnt fram á að áttgild bóluefni, PncD og PncT (Pasteur Mérieux Connaught), eru örugg og mótefnavekjandi í ungbörnum. Jafnframt stuðla mótefnin að upptöku pneumó- kokka, þar á meðal hjúpgerðar 6B, af völdum átfrumna in vitro. Markmið þessarar rannsókn- ar var að kanna verndandi áhrif sýna úr bólu- settum ungbörnum gegn lungnabólgu og blóð- sýkingu í músum og að bera saman við mót- efnamagn og opsónínvirkni in vitro. Víxlvernd á milli hjúpgerða 6A og 6B var einnig könnuð. Mýs voru sýktar um nasir með 107 CFU af hjúpgerðum 6A eða 6B, þremur klukkustund- um eftir passífa bólusetningu með 0,175 mL af ungbarnasermi í kvið. Blóð var tekið við 18 og 24 klukkustundir og lungu við 24 klukkustund- ir. Sýking var metin með talningu þyrpinga sem ræktuðust úr blóði og lungum (CFU/mL). Mót- efni voru mæld í ELISA og opsónínvirkni in vitro var metin sem mótefnaháð upptaka kleyf- kjarna átfrumna á geislamerktum pneumó- kokkum. Fimmtíu og níu ungbarnasýni voru prófuð, hverju sýni sprautað í tvær mýs. Þrjátíu og þrjú sýni (56%) voru verndandi og 15 (25%) voru ekki verndandi gegn blóðsýkingu af völdum hjúpgerðar 6B. Tuttugu og tvö (37%) sýni voru verndandi og 22 (37%) voru ekki verndandi gegn hjúpgerð 6A. Sýni sem vernduðu aðra músina af tveimur voru ekki tekin ineð í töl- fræðilega útreikninga. Verndandi sýni höfðu marktækt meira af hjúpsértækum IgG mótefn- um og hærri opsónínvirkni en sýni sem ekki voru verndandi. Könnun á sermum, sem inni- héldu lítið magn af IgG and-6A mótefnum (<1 pg/mús), sýndi að opsónínvirkni var hærri í verndandi sýnum en þeim sem voru ekki verndandi, þrátt fyrir að enginn munur væri á magni IgG mótefna. Bólusetning með PncT, sem inniheldur 6B, stuðlar að myndun mótefna í ungbörnum sem vernda mýs bæði gegn hjúpgerðum 6A og 6B. Niðurstöður benda til þess að opsónínprófið sé næmur og sértækur mælikvarði á verndandi mótefni gegn pneumókokkum og betri en mæl- ing á mótefnamagni eingöngu. E-114. Opsónínvirkni, magn og sækni pneumókokkamótefna Ingileif Jónsdóttir", Gestur Viðarsson", Eirík- ur Sæland", Gunnhildur Ingólfsdóttir", Sigur- veig Þ. Sigurðardóttir", Karl G. Kristinsson21, Katrín Davíðsdóttir", Sveinn Kjartansson3i4>, Þórólfur Guðnasorí", Odile Leroy51 Frá "Rannsóknastofu HÍ í ónœmisfræði, 21sýkladeild Landspítalans,3>Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, ‘‘barnadeild Landspítalans, 5>Pas- teur Merieux Connaught, Frakklandi Bóluefni gegn Streptococcus pneumoninae eru fjölsykrur, sem vekja ekki mótefnamyndun í ungbörnum, en unnið er að þróun prótín- tengdra fjölsykrubóluefna, sem eru ónæmis- vekjandi í ungbörnum. Mótefni gegn fjölsykru- hjúp pneumókokka og komplíment opsónera bakteríuna og stuðla að upptöku af völdum át- frumna. Reynt er að spá fyrir um verndandi áhrif bólusetninga með mælingum á magni mótefna sem myndast, mati á eiginleikum þeirra og virkni. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif magns og sækni mótefna á opsónínvirkni í sermi. Magn og sækni IgG mótefna gegn 6B, 19F og 23F var mælt með ELISA og opsónín- virkni sem upptaka átfrumna á geislamerktum pneumókokkum í sermi ungbarna sem voru bólusett þriggja, fjögurra og sex mánaða með bóluefni af fjölsykruhjúpgerðum 3, 4, 6B, 9V, 14, 18C, 19F og 23F tengdum við tetanus tox- óíð (PncT) eða diphthería toxóíð (PncD), og endurbólusett 13 mánaða með sama bóluefni eða 23-gildu fjölsykrubóluefni. Eftir frumbólusetningu með PncT eða PncD var opsónínvirkni mælanleg í sermi flestra ungbarna gegn hjúpgerðum 6B, 19F og 23F, sem eru mjög lélegir ónæmisvakar, og fylgni var milli mótefnamagns og opsónínvirkni, (r=0,773; 0,777 og 0,469; p<0,0001). Eftir endurbólusetningu var mótefnamagn og opsón- ínvirkni hærri í sermi ungbarna sem fengu fjöl- sykrur en þeirra sem fengu prótíntengd fjöl- sykrubóluefni, andstætt sækni mótefna, sem var lægri. Marktæk fylgni var milli mótefna- magns og opsónínvirkni (p<0,0001), en lítil eða engin fylgni við sækni mótefna. Þó var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.