Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 42
42 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 óþægindi voru. Því er ályktað að algengi óþæg- inda endurspegli markhópinn. Vegna lítillar svörunar karla var ekki gerður samanburður á einstökum starfshópum þeirra. Samanburður var gerður á óþægindum kvenna sem unnu á af- greiðslukössum og kvenna í öðrum störfum í matvöruverslunum. Mantel-Haenszel jafna var notuð til að reikna áhættuhlutfall (OR) með 95% öryggismörkum (95% CI), lagskipt var eftir lífaldri og starfsaldri. Niðurstöður: Borið saman við aðrar starfs- systur höfðu konur sem unnu við afgreiðslu- kassa 20 klukkustundir eða lengur á viku mun tíðari óþægindi frá hálsi (OR=4,0; 95% CI= 1,5-10,7), herðum (OR=4,5; 95% CI= 1,4-14,4) og efri hluta baks (OR=2,3; 95% CI=l,l-4,7). Oþægindi í mjöðmum voru hins vegar fátíðari (OR=0,3; 95% CI=0,1-0,9). Konur sem unnu til skiptis við afgreiðslukassa, á lager, í kjöt- deild og við búðarborð höfðu mun sjaldnar óþægindi en þær sem unnu eingöngu við kassa. Alyktanir: Algengi óþæginda í hálsi, herðum og efri hluta baks meðal kvenna sem hafa lang- an vinnudag við afgreiðslukassa gæti tengst ein- hæfum, síendurteknum hreyfingum sem starfið útheimtir. Fátíð óþægindi í mjöðmum gætu skýrst af því að oftast var hægt að sitja við af- greiðslukassana. Mælt er með að starfsmenn við afgreiðslukassa hafi fjölbreytt verkefni og að vinnutíminn við afgreiðslukassann verði stytt- ur. E-40. Faraldsfræðileg^ rannsókn á sýru- tengdum kviilum hjá Islendingum Linda Björk Olafsdóttir", Hallgrímur Guðjóns- son2>, Bjarni Þjóðleifsson2>, Rúnar Vilhjálms- son31 Frá "GlaxoWellcome ehf, 2>lyflœkningadeild Landspítalans, 3>námsbraut í lijúkrun Inngangur: íslendingar hafa undanfarin ár verið með mestu notkun lyfja við sýrutengdum kvillum (dyspepsia). Ástæða var til að rann- saka algengi sýrutengdra kvilla hjá almenningi á Islandi. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti, stað- færður fyrir Island, var sendur út til 2.000 ein- staklinga á aldrinum 18-75 ára. Spurningalistinn samanstendur af 74 spurningum ásamt ein- kennalista til útfyllingar. Um 30 spurningar tengjast sýrutengdum kvillum. Urtak var fengið hjá Hagstofu Islands með heimild Tölvunefndar. Framkvæmd rannsóknarinnar byggði á hinni svokölluðu heildaraðferð (Dillman, 1978). Niðurstöður: Alls bárust 1.336 marktæk svör eða 67% (45% karlar, 55% konur). Meðal- aldur reyndist vera 42 ár. Um 67% einstaklinga fundu fyrir sýrutengdum kvillum frá efri hluta meltingarvegar, þar af höfðu 18% slæm eða mjög slæm einkenni og nær allir finna fyrir verkjum í maga eða kviði. Tíundi hver einstak- lingur er með verki í efri hluta kviðarhols og langflestir segja verkinn minnka við það að borða eða taka inn sýrubindandi lyf. Um 7% segja verkinn minnka við að taka inn histamín- blokkandi lyf. Verkurinn eykst marktækt við að drekka áfengi hjá þeim sem hafa sýrutengda kvilla, en fjöldi drykkja hefur ekki áhrif. Ekki er marktækur munur hjá þeim sem eru með sýrutengda kvilla og öðrum þar sem gallblaðr- an hefur verið fjarlægð. En marktækur munur er hins vegar hjá þeim sem hafa fengið maga- og eða skeifugarnarsár. Um 9% einstaklinga hafa fengið maga- eða skeifugarnarsár, hjá flestum var það staðfest með speglun. Því verri sem einkennin eru frá efri hluta meltingarvegar þeim mun oftar leita einstak- lingar til læknis og eru frá í vinnu. Tengsl eru á milli reykinga og sýrutengdra kvilla. Fyrir brjóstsviða hafa 42% fundið og 18% telja að brjóstsviðinn lagist við að taka inn sýrubind- andi lyf, en 7,3% segja hann lagast við að taka inn histamínblokkandi lyf. Um 60% hafa fund- ið fyrir nábít, 5,8% finna fyrir nábít einu sinni eða oftar í viku. Mjög sterk tengsl eru á milli astma og nábíts. Af einstaklingum með iðra- ólgu hafa 92% sýrutengda kvilla. Því fleiri asp- irín-, parasetamól- og bólgueyðandi töflur sem teknar eru inn þeim mun verri eru einkenni sýrutengdra kvilla. Ályktanir: Stór hluti íslendinga finnur fyrir sýrutengdum einkennum. Fimmti hver finnur fyrir slæmum einkennum. Áfengi, tóbak, aspir- ín, parasetamól og bólgueyðandi lyf hafa áhrif á sýrutengda kvilla. Einstaklingar með sýru- tengda kvilla leita oftar til læknis og eru oftar frá vinnu en aðrir. E-41. Faraldsfræði ætisára á 20. öldinni. Áhrif breyttra lífsskilyrða á íslandi Hildur Thors, Cecilie Svanes, Bjarni Þjóð- leifsson Frá lyflœkningadeild Landspítalans, lungna- deild Haukeland sjúkrahúss Bergen Inngangur: Rannsóknir á dánartíðni ætisára og tíðni holsára hafa sýnt fram á kynslóða- mynstur sem bendir til að þættir tilkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.