Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 87

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 87
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLG1RIT 37 87 einangrun á erfðaefni þeirra og myndun á gena- söfnum. Við höfum útbúið genasafn úr glóðarskóf CSolorina croceá), einangrað úr því gen og rað- greint. Eitt af þessum genum ákvarðar bygg- ingu ensímsins orotidín mónófosfat dekarbox- ýlasa (OMPD), sem er nauðsynlegt til nýmynd- unar á pýrimidín bösum í kjarnsýrur. Genið er með 639 basa lesröð og 132 basa innröð. Pró- tínið sýnir mjög sterka samsvörun við amínó- sýruröð genanna pýrG og pýr-4 í asksveppun- um Aspergillus nidulans og Neurospora crassa, og ura3 í gersveppnum Saccharomyces cere- visiae. Fléttu OMPD genið bætir upp stökk- breytingar í samsvarandi genum þráðsvepp- anna en ekki í gersveppnum. Fölketíð synþasar hvata samtengingu og af- oxun asetýl eininga, allt frá fjórum til 20 ein- inga. Prótín sem hvata nýmyndun fjölketíða eru útbreidd meðal örvera og vel rannsökuð hjá Streptomyces bakteríum sem framleiða fúkka- lyf. I bakteríu ensímunum eru oftast ein eða tvær virknieiningar fyrir eitt lengingarskref á hverri peptíðkeðju og þarf oft mikinn fjölda gena til að mynda eitt fjölketíð. I sveppum (og fléttum) er þessu öðruvísi farið, ein löng pept- íðkeðja hefur margs konar hvötunarvirkni og hvatar samtengingu margra asetýl eininga. Við höfum einangrað og raðgreint eitt slíkt fjöl- ketíð synþasa gen. Það er nærri 8.000 basa langt og sýnir fremur litla en greinilega sam- svörun við gen úr sveppnum Cochliobolus het- erostrophus. Niðurstöður okkar og það litla sem birt hefur verið á þessu sviði benda til að framleiða megi margvísleg fléttuefni með því að flytja erfða- efni nýmyndunarferla í asksveppi en gersvepp- ir duga ekki til slíks að óbreyttu. V-4. Phenýlketónúría á Islandi með nýja stökkbreytingu í phenýlalanín hydroxýl- asa geninu Atli Dagbjartsson'21, Per Guldberg3>, Þorvald- ur Veigar Guðmundsson2-4', Reynir Arngríms- son4', Flemming Guttler3, Frá "Barnaspítala Hringsins, 2,lœknadeild HI, 3>JF Kennedy Institute Kaupmannahöfn, 4>rann- sóknadeild Landspítalans Inngangur: Phenýlketónúría er vel þekktur efnaskiptasjúkdómur sem erfist ókynbundið víkjandi. Efniviður og aðferðir: Tuttugu íslenskir einstaklingar hafa fundist með þennan efna- skiptagalla. Þeir eru fæddir á tímabilinu 1947- 1996. Átta fæddust fyrir 1972, þegar kembileit að gallanum með þunnlagskrómatógrafíu hófst hér á landi meðal allra nýfæddra barna. Sex þeirra eru andlega þroskaheftir. Allir hinir 12, sem fæddust eftir 1972, fundust og hófu fæðis- meðferð innan mánaðar frá fæðingu. Þeir hafa allir þroskast eðlilega. DNA stökkbreyting (mutation) og haplótýpu rannsóknir hafa verið gerðar á öllum einstaklingunum. Niðurstöður: Ný stökkbreyting, Y377fsdelT fannst á sömu haplótýpu hjá 13 þeirra. Flestar hinna stökkbreytinganna sem fundust, fjórar í 18 einstaklingum, virðast koma frá Noregi, Sví- þjóð og Danmörku. Með aðstoð erfðanefndar Háskóla íslands var reynt að finna sameiginlega ættingja fólks- ins með stökkbreytinguna Y377fsdelT. Tvö- hundruð og átta skyldmenni fundust og voru þau flest ættuð úr Vestur-Skaftafellssýslu. Eng- inn sameiginlegur forfaðir fannst. Ályktanir: Reynsla okkar sýnir mikilvægi nákvæmrar kembileitar að sjaldgæfum ókyn- bundnum víkjandi galla. Algengasta stökk- breyting PKU rneðal íslendinga virðist hafa orðið til eftir landnám. Hinar stökkbreytingarn- ar sem fundust benda til þess að norrænir menn hafi nurnið ísland. V-5. Tvær nýjar stökkbreytingar í príon- geninu finnast í íslensku sauðfé Hjalti Már Þórisson, Stefanía Þorgeirsdóttir, Sigurður Sigurðarson, Guðmundur Georgsson, Astríður Pálsdóttir Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum Inngangur: Sjö breytilegum amínósýrusetum hefur verið lýst í príongeni (PrP) sauðfjár. Þar til nýlega hafði breytileiki aðeins fundist í þremur þeirra í íslensku sauðfé, það er A136V, M137T og R154H. Hér lýsum við breytileika í tveimur nýjum amínósýrusetum (138 og 151), sem valda myndun átta nýrra PrP arfgerða. Aðferðir: PrP arfgerðagreining á einni riðu- hjörð (n=65) var gerð með skerðibútameltu, bræðslugeli (denaturing gradient gel electro- phoresis; DGGE) og DNA raðgreiningu. Niðurstöður: Nýju stökkbreytingarnar voru greindar sem óþekkt bandamynstur á bræðslu- geli og raðgreindar með sjálfvirkum DNA rað- greini. Fyrri stökkbreytingin, S138N, veldur amínósýrubreytingu úr serín (AGC) í aspargín (AAC). Tíðni þessarar stökkbreytingar er á bil- inu 5-9% í íslenska sauðfénu og engin mark-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.