Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
39
borði þekjufrumnanna eftir ræktun þeirra. Gerð
var mótefnalitun á annars vegar ferskum
brjóstavef og hins vegar þekjufrumum ræktuð-
um í þrívíðum hlaupræktum. Niðurstöður mót-
efnalitunar sýna sterka tjáningu flestra integrin-
anna á yfirborði eðlilegra þekjufrumna eftir
ræktun. Tjáningin var metin með tilliti til
magns og staðsetningar á yfirborði frumnanna.
Aðferðir til virkjunar integrina og athugana á
frumuprótínum voru staðlaðar og sýna að næg-
ur efniviður fæst úr þessum ræktunum. Verið er
að gera frumathuganir á boðflutningsferlum
ákveðinna integrina í eðlilegum brjóstavef, þar
á meðal virkjun á integrintengdu kínösunum
FAK, c-Src og ILK, auk þess sem tengsl FAK
við önnur boðflutningsprótín eins og pl30CAS
verða skoðuð.
Niðurstöður okkar sýna að ferskur brjósta-
vefur tjáir margar tegundir integrina, tjáning
integrina breytist ekki við skammtímarækt
frumnanna og að þessi efniviður getur nýst til
margvíslegra rannsókna á boðflutningi.
E-34. Boðflutningur CD34 sameindar-
innar á stofnfrumum
Kristbjörn Orri Guðinundsson", Þórunn Rafn-
ar2)
Frá "Blóðbankanum, 2)rannsóknastofu í sam-
einda- og frumulíjfrœði Krabbameinsfélagi Is-
lands
Inngangur: CD34 sameindin er tjáð í miklu
magni á stofnfrumum og forverafrumum í
blóðmyndandi vef. Niðurstöður úr rannsóknum
á músum benda til að CD34 sé nauðsynleg fyrir
eðlilega viðloðun frumna í beinmerg og virðist
krosstenging sameindarinnar valda aukinni
integrin-háðri frumusamloðun. Boðflutnings-
ferli sem ræsast við CD34 krosstengingu eru
sem næst óþekkt og ekkert vitað um hvort já-
kvætt val á CD34+ frumum, til dæmis með
mótefnahúðuðum segulkúlum, geti haft áhrif á
þroska þeirra. Markmið þessarar rannsóknar
var því að kanna áhrif CD34 krosstengingar á
ýmsa þekkta boðflutningsferla.
Efniviður og aðferðir: Til rannsóknarinnar
var notast við frumulínuna KGla sem tjáir
CD34 sameindina í miklu magni. Kannað var
hvaða þekktir týrósín kínasar væru til staðar í
frumunum, hvort aukning yrði á týrósín-fosfór-
un frumuprótína eftir krosstengingu CD34 og
hvort MAP kínasinn ERK-1 örvaðist. Þá var
athugað hvort CD34 væri í tengslum við ein-
hver prótín fyrir og eftir krosstenginu og hvort
breytingar yrðu á kínasavirkni tengdri sam-
eindinni.
Niðurstöður: KGla reyndist tjá týrósín-
kínasana Csk, Fak, Fyn, Lyn, Ntk, Syk og Zap
en ekki Lck sem er T-frumu sértækur kínasi.
Engin merkjanleg aukning varð á týrósín-fos-
fórun nýrra frumuprótína eftir krosstengingu
og ERK-1 virtist ekki örvast. Kínasapróf á
CD34 úrfellingum sýna nokkur prótín sem
falla út með CD34. Fyrstu niðurstöður benda til
að eitt prótín (ca 85 kDa) tengist CD34 einung-
is eftir örvun og að þetta prótín fosfórist á
týrosíni in vitro.
Alyktanir: KGla frumur innihalda fjölda
týrosín kínasa sem eru til staðar í öðrum blóð-
frumum. CD34 fosfórast ekki sjálf á týrosíni
eftir krosstengingu, en virðist hins vegar geta
tengst öðru prótíni sem er týrosín fosfórað in
vitro af kínasavirkni tengdri CD34. Þetta prótín
^æti gegnt hlutverki við boðflutning CD34.
Aframhaldandi rannsóknir beinast að því að
rekja uppruna þessa prótíns og athuga aðra
boðflutningsferla sem gætu verið ræstir af
CD34.
E-35. Omega-3 fítusýrur í fæði auka
mRNA fyrir bráðfasaprótínið Serum
Amyloid A í hömstrum
Ingibjörg Harðardóttir'1, Kenneth R. Fein-
gold2), Jean Sipe3>, Carl Griinfeld2'
Frá "rannsóknastofu í lífefna- og sameindalíf-
frœði HI, 2,Dept. of Medicine, University of
California, San Francisco, "Dept. of Biochem-
istry, Boston University School of Medicine
Inngangur: Omega-3 fitusýrur í fæði geta
minnkað bólgumyndun, hindrað sjálfnæmi og
komið í veg fyrir dauða músa eftir bakteríusýk-
ingu. Talið er að eikósanóíð og cýtókín taki
þátt í þessum áhrifum en líklegt er að bráðfasa-
prótín gegni þar einnig hlutverki. í þessari
rannsókn voru könnuð áhrif ómega-3 fitusýra í
fæði hamstra á endótoxín örvaðan styrk mRNA
fyrir bráðfasaprótínið Serum Amyloid A
(SAA).
Efniviður og aðferðir: Hamstrar fengu fæði
bætt með 1,5% af etýl esterum af ólífuolíu (n-9
fitusýrur), körfublómaolíu (n-6 fitusýrur) eða
fiskolíu (n-3 fitusýrur). Eftir fjórar vikur á
tilraunafæði voru þeir sprautaðir með
endótoxíni og 16 tímum síðar voru lifur, milta,
hjarta og þarmar fjarlægðir, frystir í fljótandi
köfnunarefni og geymdir við -70°C. RNA var
dregið úr vefjum með guanidinium thiocyanat