Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 39 borði þekjufrumnanna eftir ræktun þeirra. Gerð var mótefnalitun á annars vegar ferskum brjóstavef og hins vegar þekjufrumum ræktuð- um í þrívíðum hlaupræktum. Niðurstöður mót- efnalitunar sýna sterka tjáningu flestra integrin- anna á yfirborði eðlilegra þekjufrumna eftir ræktun. Tjáningin var metin með tilliti til magns og staðsetningar á yfirborði frumnanna. Aðferðir til virkjunar integrina og athugana á frumuprótínum voru staðlaðar og sýna að næg- ur efniviður fæst úr þessum ræktunum. Verið er að gera frumathuganir á boðflutningsferlum ákveðinna integrina í eðlilegum brjóstavef, þar á meðal virkjun á integrintengdu kínösunum FAK, c-Src og ILK, auk þess sem tengsl FAK við önnur boðflutningsprótín eins og pl30CAS verða skoðuð. Niðurstöður okkar sýna að ferskur brjósta- vefur tjáir margar tegundir integrina, tjáning integrina breytist ekki við skammtímarækt frumnanna og að þessi efniviður getur nýst til margvíslegra rannsókna á boðflutningi. E-34. Boðflutningur CD34 sameindar- innar á stofnfrumum Kristbjörn Orri Guðinundsson", Þórunn Rafn- ar2) Frá "Blóðbankanum, 2)rannsóknastofu í sam- einda- og frumulíjfrœði Krabbameinsfélagi Is- lands Inngangur: CD34 sameindin er tjáð í miklu magni á stofnfrumum og forverafrumum í blóðmyndandi vef. Niðurstöður úr rannsóknum á músum benda til að CD34 sé nauðsynleg fyrir eðlilega viðloðun frumna í beinmerg og virðist krosstenging sameindarinnar valda aukinni integrin-háðri frumusamloðun. Boðflutnings- ferli sem ræsast við CD34 krosstengingu eru sem næst óþekkt og ekkert vitað um hvort já- kvætt val á CD34+ frumum, til dæmis með mótefnahúðuðum segulkúlum, geti haft áhrif á þroska þeirra. Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna áhrif CD34 krosstengingar á ýmsa þekkta boðflutningsferla. Efniviður og aðferðir: Til rannsóknarinnar var notast við frumulínuna KGla sem tjáir CD34 sameindina í miklu magni. Kannað var hvaða þekktir týrósín kínasar væru til staðar í frumunum, hvort aukning yrði á týrósín-fosfór- un frumuprótína eftir krosstengingu CD34 og hvort MAP kínasinn ERK-1 örvaðist. Þá var athugað hvort CD34 væri í tengslum við ein- hver prótín fyrir og eftir krosstenginu og hvort breytingar yrðu á kínasavirkni tengdri sam- eindinni. Niðurstöður: KGla reyndist tjá týrósín- kínasana Csk, Fak, Fyn, Lyn, Ntk, Syk og Zap en ekki Lck sem er T-frumu sértækur kínasi. Engin merkjanleg aukning varð á týrósín-fos- fórun nýrra frumuprótína eftir krosstengingu og ERK-1 virtist ekki örvast. Kínasapróf á CD34 úrfellingum sýna nokkur prótín sem falla út með CD34. Fyrstu niðurstöður benda til að eitt prótín (ca 85 kDa) tengist CD34 einung- is eftir örvun og að þetta prótín fosfórist á týrosíni in vitro. Alyktanir: KGla frumur innihalda fjölda týrosín kínasa sem eru til staðar í öðrum blóð- frumum. CD34 fosfórast ekki sjálf á týrosíni eftir krosstengingu, en virðist hins vegar geta tengst öðru prótíni sem er týrosín fosfórað in vitro af kínasavirkni tengdri CD34. Þetta prótín ^æti gegnt hlutverki við boðflutning CD34. Aframhaldandi rannsóknir beinast að því að rekja uppruna þessa prótíns og athuga aðra boðflutningsferla sem gætu verið ræstir af CD34. E-35. Omega-3 fítusýrur í fæði auka mRNA fyrir bráðfasaprótínið Serum Amyloid A í hömstrum Ingibjörg Harðardóttir'1, Kenneth R. Fein- gold2), Jean Sipe3>, Carl Griinfeld2' Frá "rannsóknastofu í lífefna- og sameindalíf- frœði HI, 2,Dept. of Medicine, University of California, San Francisco, "Dept. of Biochem- istry, Boston University School of Medicine Inngangur: Omega-3 fitusýrur í fæði geta minnkað bólgumyndun, hindrað sjálfnæmi og komið í veg fyrir dauða músa eftir bakteríusýk- ingu. Talið er að eikósanóíð og cýtókín taki þátt í þessum áhrifum en líklegt er að bráðfasa- prótín gegni þar einnig hlutverki. í þessari rannsókn voru könnuð áhrif ómega-3 fitusýra í fæði hamstra á endótoxín örvaðan styrk mRNA fyrir bráðfasaprótínið Serum Amyloid A (SAA). Efniviður og aðferðir: Hamstrar fengu fæði bætt með 1,5% af etýl esterum af ólífuolíu (n-9 fitusýrur), körfublómaolíu (n-6 fitusýrur) eða fiskolíu (n-3 fitusýrur). Eftir fjórar vikur á tilraunafæði voru þeir sprautaðir með endótoxíni og 16 tímum síðar voru lifur, milta, hjarta og þarmar fjarlægðir, frystir í fljótandi köfnunarefni og geymdir við -70°C. RNA var dregið úr vefjum með guanidinium thiocyanat
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.