Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Qupperneq 84
84
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
bútameltu, bræðslugeli (denaturing gradient gel
electrophoresis; DGGE) og DNAraðgreiningu.
Niðurstöður: Rannsóknin leiddi í ljós tvær
nýjar arfgerðir af PrP geninu (AN’-^RQ and
AC^'rQ). Fimm af 65 kindum í hjörðinni
sýndu sjúkdómseinkenni og vefjafræðilegar
breytingar riðuveiki (meðalaldur 29 mánuðir),
þrjár með arfgerðina VRQ/VRQ, ein VRQ/
ARQ og ein AN * -^RQ/ARQ. f 14 af einkenna-
lausa fénu fundust vægar en þó ekki ótvíræðar
riðuskemmdir í heila (meðalaldur 51 mánuð-
ur). Fimm þeirra höfðu arfgerðina VRQ/VRQ,
sjö VRQ/ARQ og ein AN^-^^RQ/VRQ (ein
ekki greind). Tíðni VRQ arfgerðarinnar var
mun hærri í hjörðinni sem var rannsökuð en í
íslensku sauðfé yfirleitt, sem hefur væntanlega
valdið auknu næmi hjarðarinnar fyrir riðuveiki.
Alyktanir: Mikilvægustu niðurstöðurnar eru
þær að ekkert af riðufénu var með AHQ, arf-
gerðina sem sýnir lága áhættu, og ekkert af því
einkennalausa fé sem var með grunsamlegar
vefjaskemmdir. Þessar niðurstöður styðja því
ekki kenningar um að fé með minna riðunæmi
geti verið einkennalausir smitberar riðuveiki.
E-119. Þættir sent hafa áhrif á vöxt mæði-
visnuveiru í hnattkjarna átfrumum
Bjarki Guðmundsson, Guðrún Agnarsdóttir,
Oddur Olafsson, Sigríður Matthíasdóttir, Val-
gerður Andrésdóttir
Frá Tilraunastöð Hl í meinafrœði að Keldum
Inngangur: Visnuveiran er af flokki lenti-
veira eins og alnæmisveiran, HIV. Hnattkjarna
átfrumur (macrophages) eru mikilvægar mark-
frumur bæði í HIV- og visnuveirusýkingu. Tveir
sýkingarhæfir klónar visnuveiru hafa mjög ólíka
svipgerð í kindum og rækt hnattkjarna át-
frumna. Klón KV1772-kv72/67 er sjúkdóms-
valdandi í kindum og vex vel í rækt hnattkjarna
átfrumna. Klón KSl veldur litlum sjúkdóms-
einkennum í kindum og vex hægt í rækt hnatt-
kjarna átfrumna. Báðir klónar fjölga sér vel í
rækt æðaflækjufrumna úr heila (choroid plexus
cells). Þrátt fyrir þennan mun er aðeins 1%
munur á genamengi klónanna. Tilgangur rann-
sóknarinnar er að komast að því hvaða stökk-
breytingar valda svipgerðarmuninum á milli
klónanna.
Efniviður og aðferðir: Skipt hefur verið á
erfðaefni milli klónanna, þar sem bútar úr KSl
voru límdir í stað sambærilegra búta í KV1772.
Með þessu móti er búið að skipta um gag, pol,
env, vif og rev í klón 1772, auk LTR svæðis.
Endurraðaðar veirur (VB1-VB7) hafa verið
skoðaðir í rækt hnattkjarna átfrumna og athug-
að hvort eiginleikinn fyrir hægari vexti í frum-
unum fylgi þeim DNA-bút sem skipt var. Mæl-
ing á reverse transcriptase (RT) virkni hefur
verið notuð til að athuga vöxt í ræktunum.
Niðurstöður: Endurraðaðir klónar VB1 (env
og vif gen úr KSl), VB2 (pol gen), VB3 (env,
vif og pol gen),VB5 (env gen og LTR), VB6
(stökkbreytingar í gag) eru allir með háa RT-
virkni, líkt 1772. Klón VB4 (allar stökkbreyt-
ingar úr KSl fluttar í klón 1772, þar á meðal
gag) er með lága RT-virkni, líkt KSl. Einnig
hefur klón VB7 (stökkbreytingar í gag og vif)
lága RT-virkni.
Alyktanir. Niðurstöður sýna að stökkbreyt-
ingar í gag og vif valda mun á vexti 1772 og
KSl í hnattkjarna átfrumum. Stökkbreytingin í
gag er staðsett í CA eða MA hluta gensins.
E-120. Vöxtur mæði-visnuveirustofna úr
lungum og heilum kinda og erfðablend-
inga í hnattkjarna átfrumum, æðaflækju-
frumum, liðþelsfrumum og bandvefs-
frumum kinda
Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Schmidhauser,
Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Þor-
steinsdóttir, Guðmundur Georgsson, Guð-
mundur Pétursson, Ólaftir S. Andrésson, Svava
Högnadóttir, Valgerðttr Andrésdóttir
Frct Tilraunastöð HI í meinafrœði að Keldttm
Inngangur: Við höfum rannsakað vöxt mein-
virks visnuveiru klóns (KV1772-kv72/67),
mæðiveirustofns (KM1071) og erfðablendings
af þessum tveimur stofnum í mismunandi frumu-
tegundum til þess að kanna áhrif erfðaþátta
mæði-visnuveiru (MVV) á vefjasækni og
meinvirkni í heila.
Efniviður og aðferðir: Við notuðum tvö af-
brigði af mæði (KM1071), annað með endur-
tekningu á 53 basapararöð (bpr) í U3 svæði
LTR, stjórnsvæðis veirunnar, og hitt sem ekki
hafði þessa endurtekningu. Þannig bjuggum
við til tvo blendinga með því að skipta á þess-
um tveimur afbrigðum og samsvarandi svæði í
klónuðu visnuveirunni.
Niðurstöður: Vaxtarhraði erfðablendinganna
í hnattkjarna átfrumum var svipaður og hjá
móðurveirunni. Mun minni vöxtur var í erfða-
blendingnum sem vantaði endurtekningu á 53
bpr í æðaflækju- og liðþels- og bandvefsfrum-
um og líktist vöxtur hans mæðiveiru. Hins veg-
ar óx blendingurinn með endurtekningu á 53