Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 107

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 107
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 107 jónskiptaskiljun og gelsíun. Meðalmólþyngd fyrir Ci-3 var ákvörðuð með GP-HPLC og RI- skynjun með dextrön sem staðla og reyndist vera um 2000 kD. Einsykrusamsetning Ci-3 var ákvörðuð með metanólýsu, tengingar á milli þeirra með methýleringsgreiningu og hendni tenginga var ákvörðuð með NMR-greiningu og ljóssnúningi. Niðurstöður: Ci-3 reyndist vera samsett af (1—>3) og (1—>4)-a-D-glúkópýranósýl eining- um í hlutföllunum 2:1. Virkni Ci-3 var könnuð í in vitro átfrumuprófi (phagocytosis assay) og einnig í in vitro andkomplement prófi (anti- complimentary assay) og reyndist vera vel virk í báðum prófum. Alyktanir: Niðurstöður benda til þess að vatnsleysanlega fjölsykran Ci-3 úr fjallagrös- um eigi þátt í ónæmishvetjandi áhrifum vatns- extraktsins, og gæti því talist til virkra inni- haldsefna í þessari fornfrægu lækningajurt. V-45. Fléttumyndunareiginleikar þ-sýkló- dextrín súlfóbútýl eters natríum salts Þorsteinn Þorsteinsson, Þorsteinn Loftsson, Már Másson Frá lyfjafrœði lyfsala FIÍ p-Sýklódextrín súlfóbútýl eter natríum salt (SBEþCD) er neikvætt hlaðin P-sýklódextrín afleiða með natríum súlfat salt aðskilið frá vatnsfælna holinu með bútýl eter hliðarhóp. Hliðarhópnum er ætlað að draga úr áhrifum súlfat hópsins á fléttumyndun. Sýnt hefur verið fram á að SBEPCD hefur mikinn leysanleika og góða fléttumyndunareiginleika í vatnslausn- um. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna leysanleika og stöðugleikandi áhrif SBEpCD og bera saman við eiginleika 2-hýdroxýprópýl- p-sýklódextríns (HPPCD). Leysanleikaprófanir: Yfirmagn af lyfjunum, sem voru rannsökuð, var sett í sýklódextrín vatnslausn og hitað við 120-140°C í 20-40 mínútur. Jafnvægisástandi hafði verið náð við herbergishita eftir þrjá daga. Þá voru lausnirnar síaðar og styrkur uppleyst lyfs var mældur með HPLC tæki. Stöðugleikarannsóknir: Lyfjastofnlausn var sett út í stuðpúða sýklódextrínlausnir, sem voru í hitastjórnuðum sýnarekka, og fylgst með nið- urbroti lyfsins í HPLC tæki. Fyrsta stigs hraða- stuðlarnir fyrir niðurbrot lyfsins í sýklódextrín- lausn (kobs) eða hreinum stuðpúðalausnum (k0) voru ákvarðaðir út frá línulegri lækkun náttúru- legrar lógariþma topphæðar á móti tíma. Stöð- ugleikastuðull lyfs-sýklódextrínsfléttunar (Kc) og niðurbrotsstuðull fyrir lyf í fléttunni (kc) voru einnig ákvarðaðir. Niðurstöður: Fléttumyndunar eiginleikar SBEþCD voru í meginatriðum sambærilegir eiginleikum HPpCD, en SBEpCD hefur nokkra eiginleika umfram HPPCD. í fyrsta lagi hefur SBEpCD betri fléttumyndunareiginleika fyrir mjög fitusækin, torleysanleg lyf eins og til dæmis kalcípótríól. SBEpCD er líklegra til að gefa AL tegund af leysanleikaferli og þar sem HPpCD myndaði skýjaða lausn gat SBEPCD myndað tæra lausn. í öðru lagi eykur SBEpCD stöðugleika lyfs oftar en HPpCD. f þriðja og síðasta lagi myndar SBEþCD betri fléttur ef lyfið ber jákvæða hleðslu. í slíkum tilvikum er Kc fyrir lyf-SBEþCD fléttu allt að 20 sinnum stærri en hjá lyf-HPþCD fléttu. V-46. Fitusækin metrónídazól forlyf. Samtenging og prófanir á frásogi gegn- um húð Þorsteinn Þorsteinsson, Þorgeir H. Sigurðs- son, Már Másson, Þorsteinn Loftsson Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ Helsta hindrun við útvortis lyfjagjöf er ysta lag húðarinnar eða húðþekjan. Ef gefa á lyf út- vortis þá þarf lyfið að hafa ákveðna eiginleika til að geta farið í gegnum húðþekjuna. Hægt er að auka gegndræpi lyfja um húð með því að auka fituleysanleika þeirra. Markmið rann- sóknarinnar var að samtengja fitusækin forlyf til útvortisnotkunar og auka þannig flutning vatnsleysanlegra lyfja í gegnum húð. Samtengdar voru nokkrar esterafleiður af vatnsleysanlega lyfinu metrónídazól við mis- munandi langar fitusýrur með carbodiimide kúplun. Ákvarðaður var pH-hraðaferill fyrir vatnsrof esterafleiða metrónídazól í buffer við 60±0,2°C. Samkvæmt pH-hraðaferlinum þá var um sér- hæfða basahvötun að ræða. Vatnsrofið og nið- urbrot í mannasermi sýndi að esterafleiðurnar brotna niður í metrónídazól og þar með sýnt fram á að eiginleikum forlyfs hefur verið náð. Flæði metrónídazóls og esterafleiðanna í gegn- um húð hárlausra músa sýndi að margföld aukning er á myndun metrónídazóls í móttöku- fasanum út frá esterafleiðunum, miðað við venjulegt flæði metrónídazóls. Niðurstöður gefa tilefni til að álykta að est- erafleiður metrónídazóls séu betri kostur en lyfið sjálft til útvortisnotkunar þar sem aukn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.