Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 61

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 61 pneumókokka (prófað með einþátta tölfræði- prófi). Sýklalyfjanotkun á síðustu sex vikum var einnig marktækur áhættuþáttur þess að bera B-laktamasamyndandi H. influenzae. Alyktanir: Algengi penisillín ónæmra pneumókokka hefur breyst í þeim bæjarfélög- um sem við skoðuðum frá árinu 1993. Það eru marktæk tengsl milli þess að bera ónæma stofna eyrnabólgubaktería og þess að hafa verið á sýklalyfjum á síðustu sex vikum. Auk þessa virðist dreifing ónæmra stofna frá Reykjavík- ursvæðinu til fjarlægari svæða skipta miklu um berahlutfall ónæmra stofna. E-76. Beratíðni (3-hemólýtískra streptó- kokka af flokki B meðal þungaðra kvenna og smitun nýbura Ingibjörg Bjarnadóttir", Atli Dagbjartsson", Karl G. Kristinsson21, Arnar Hauksson1', Guð- jón Vilbergsson11, Gestur Pálsson", Ólafitr Stein- grímsson2> Frá "Barnaspítala Hringsins, 21sýklafrœðideild Landspítalans, "Heilsuverndarstöð Reykjavík- ur, 41kvennadeild Landspítalans Inngangur: Tíðni alvarlegra sýkinga hjá ný- burum af völdum þ-hemólýtískra streptókokka af flokki B hefur aukist verulega undanfarin 25 ár. Þekkt er að beratíðni kvenna í nágranna- löndunum er um 30%. Markmið rannsóknar- innar var að kanna tíðni smits af völdum þ- hemólýtískra streptókokka af flokki B hjá þunguðum konum á Islandi og smitun nýbura vegna þess. Efniviður og aðferðir: Framskyggn rannsókn þar sem tekin voru strok frá leggöngum og endaþarmi ófrískra kvenna á 23. og 36. viku meðgöngu og í fæðingu. Einnig voru tekin strok frá holhönd, nafla og úr koki nýfæddra barna sömu kvenna. Urtakið voru þær konur sem fæddar eru 1., 5., 9., 13., 17., 21., 25. og 29. dag hvers mánaðar og komu í mæðraeftirlit á kvennadeild Landspítalans og Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur frá október 1994 til október 1997. Ræktanir voru teknar með Culturette strokpinnum á flutningsæti, send samdægurs eða að morgni næsta dags og sáð innan 24 klukkustunda. Ekki voru gefin sýklalyf á meðgöngu til að uppræta berastig, en gefið var penicillín G i.v. í fæðingu ef síðasta ræktun frá konunni fyrir fæðinguna var jákvæð og 1) meðgöngulengd var <37 vikur, 2) legvatn var farið í >24 klst eða 3) konan var með hita >38°C. Niðurstöður: Alls voru tekin strok frá 279 konum, 68 þeirra (25%) voru með að minnsta kosti eina jákvæða ræktun. Við 23 vikna með- göngu voru 80 jákvæð sýni, við 36 vikna með- göngu voru þau 83 og í fæðingu voru 60 sýni jákvæð. Teknar voru ræktanir frá 234 börnum (af 279) og reyndust 12 börn hafa jákvæða ræktun í að minnsta kosti einu sýni. Allar mæð- ur þessara barna höfðu sjálfar jákvæða ræktun í að minnsta kosti öðru sýninu í fæðingu. Af öllum börnunum höfðu 5% jákvæða ræktun en þriðjungur barna mæðra með jákvæða ræktun í fæðingunni voru smituð (12 af 38). Tíðni alvar- legra sýkinga vegna streptókokka af flokki B minnkaði verulega á árunum 1996 og 1997. Alyktanir: Fjórðungur þungaðra kvenna á íslandi bera p-hemólýtíska streptókokka af flokki B í leggöngum eða endaþarmi. Þriðjung- ur af börnum þeirra kvenna sem enn eru berar í fæðingunni smitast. E-77. Tengsl sóra við streptókokka í hálsi Andri Már Þórarinsson, Bárður Sigurgeirsson, Karl G. Kristinsson, Helgi Valdimarsson Frá rannsóknastofu HÍ í ónœmisfrœði, sýkla- deild Landspítalans, Húðlœknastöðinni Inngangur: Nú eru taldar yfirgnæfandi líkur á að T-eitilfrumur líkamans gegni lykilhlut- verki í myndun og viðhaldi sóra (psoriasis) út- brota. Sýnt hefur verið fram á sterk tengsl milli dropasóra (guttate psoriasis) og streptókokka- sýkingar í hálsi. Sambandið við chronic plaque sóra er hins vegar óljóst og hefur ekki verið rannsakað á fullnægjandi hátt. Efniviður og aðferðir: Frá febrúar 1998 hefur því verið fylgst með 125 sórasjúklingum og 75 pöruðum sambýliseinstaklingum. í byrj- un voru allir þátttakendur skoðaðir, útbrot sjúk- linganna stiguð (PASI), og hálsstrok tekið til bakteríugreiningar. Þátttakendur fengu einnig fyrirmæli um að láta vita ef særindi í hálsi eða útbrot versnuðu. Voru útbrotin þá metin og hálsstrok tekið. Allir þátttakendur voru kallaðir aftur til viðtals og skoðunar í júní til ágúst. Niðurstöður: Beratíðni reyndist vera um 30% í báðum hópum á tímabilinu frá febrúar til maí, en um 15% við seinni skoðun. Ekki var marktækur munur milli hópanna að þessu leyti. Sórasjúklingarnir fengu hins vegar oftar háls- bólgu en viðmiðunarhópurinn (p<0,0001). Ef B-hemólýtískir streptókokkar af tegund A, C eða G ræktuðust úr hálsi þeirra sem fengu háls- særindi versnuðu útbrot þeirra að jafnaði, sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.