Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 50
50
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLG1RIT 37
Niðurstöður: Þéttni S-25-OH-D var mjög
mismunandi eftir aldurshópum, lægst í hópi
12-15 ára stúlkna (1.) þar sem 37% höfðu <25
nmól/L sem talið hefur verið æskilegt viðmið-
unargildi, 18,6% í II., 15,1% í III., 28% í IV. og
8,1% meðal sjötugra kvenna (V.). Marktækar
árstíðarbundnar sveiflur í S-25-OH-D voru
verulegar í hópi 12-15 ára stúlkna með lág-
marki í janúar-mars. Litlar sveiflur voru í þéttni
S-25-OH-D meðal sjötugra kvenna þar sem
82% tóku lýsi eða fjölvítamín. I hópi 34-48 ára
kvenna tóku 31% lýsi. D-vítamínneyslan var
hæst meðal sjötugra kvenna 15,9 pg/dag en
lægst 7,5 pg að meðaltali í hópi 16 ára stúlkna.
Fylgnistuðull (r) milli D-vítamínneyslu og S-
25-OH-D fyrir hópana í heild var 0,3-0,45 en
verulega hærri ef sleppt var þeim sem stunduðu
ljós. Þéttni kalkhormóns í blóði sjötugra
kvenna fór samfellt lækkandi með hækkandi
gildum á S-25-OH-D.
Alyktanir: D-vítamínbúskapur sjötugra
kvenna er almennt góður en er verulega ábóta-
vant hjá 12-15 ára stúlkum og meðal 34-48 ára
kvenna síðla vetrar. Mismunurinn skýrist vænt-
anlega af meiri lýsisinntöku eldri kvenna. Þess-
ar niðurstöður gefa til kynna að ástæða væri til
að D-vítamínbæta mjólkurvörur að vetrinum til
að tryggja lágmarks D-vítamínneyslu sem virð-
ist vera um 10 pg(400 ein.)/dag. Rannsóknin
gefur þó ekki ótvíræð svör um hvað sé eðlilegt
25-OH-D gildi í blóði.
E-56. Rannsókn á sjötugum reykvískum
konum. Bcinþéttni, næring, lífshættir
Gunnar Sigurðsson121, Díana Óskarsdóttir",
Leifur Franzson1'1, Hólmfríður Þorgeirsdótt-
ir41, Laufey Steingrímsdóttir41
Frá "rannsóknastofu Sjúkrahúss Reykjavíkur
um beinbrot og beinþynningu, 2llyflœkninga-
deild og 3)rannsóknadeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur, 4,Manneldisráði Islands
Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var
að kanna samband beinþéttni og næringarþátta
(kalks og D-vítamíns), lífshátta (reykinga, lík-
amshreyfingar og fleira) og líkamlegra þátta
meðal sjötugra kvenna (magn fitu og mjúk-
vefja, þar með talið vöðva).
Efniviður og aðferðir: Öllum konum í
íbúaskrá Reykjavíkur sem urðu sjötugar á árinu
1997 (alls 418) var boðin þátttaka, 308 konur
mættu eða 73,6%. Heildarbeinþéttni var mæld
með dual energy X-ray absorptiometry (DEXA),
einnig í mjöðm og lendhrygg (L:II-L:IV);
heildarmagn fitu og mjúkvefja líkamans var
mælt með DEXA. Blóðrannsóknir: 25-OH-
vítami'n-D, kalkhormón (PTH), osteókalcín,
alkalískur fosfatasi, kreatínín. Þvag: N-teleó-
peptíð (niðurbrotsefni kollagens). Neysla kalks
og D-vítamíns var metin með stöðluðum
spurningalista. Lífshættir voru kannaðir með
spurningalista, til dæmis líkamshreyfing og
áreynsla við fyrri störf.
Niðurstöður: Af hópnum höfðu 42% hlotið
eitt eða fleiri brot og sá hópur hafði marktækt
lægri beinþéttni en hinar sem ekki höfðu brotn-
að. Átta (2,6%) reyndust hafa prímera ofstarf-
semi kalkkirtils (hyperpara-thyroidismus),
fjórar voru á prednisólonmeðferð, 15 á bisph-
osphonate meðferð og 34 voru á östradíól með-
ferð. Þessi hópur var útilokaður frá frekari út-
reikningum. Fjölþáttagreining náði því til 251
konu. Engin marktæk fylgni fannst milli bein-
þéttni og kalk- eða D-vítamínneyslu, þéttni 25-
OH-D í blóði eða reykinga.
Marktækir áhrifaþættir á beinþéttni reyndust
nokkuð mismunandi fyrir hrygg og mjöðm.
Með tilliti til heildarbeinþéttni var magn mjúk-
vefja (endurspeglar meðal annars vöðvamagn)
mikilvægast og skýrði 11,9% af heildarbreyti-
leika beinþéttninnar, S-osteókalcín 9,2%, S-
PTH 1,7% og notkun blóðþrýstingslyfja 3,7%.
Samtals skýrðu þessir þættir 28,1% af breyti-
leikanum í heildarbeinþéttni.
Ályktanir: Um það bil fjórðungur af breyti-
leika í beinþéttni tengist þáttum sem mældir
voru í þessari rannsókn. Líkamlegir þættir eins
og magn mjúkvefja og fitu skiptu mestu máli til
aukningar en þættir sem endurspegla beinum-
setningu (osteókalcín og PTH) höfðu einnig
marktæk (neikvæð) áhrif. Líkamshreyfing,
meira en einfaldar göngur, var marktækur já-
kvæður þáttur í heildarbeinþéttni, svo og notk-
un blóðþrýstingslyfja sem var óháð öðrum
mældum breytum.
E-57. Dregið úr svefnlyfjanotkun vist-
fólks á öldrunarstofnunum. Forkönnun
Haukur Valdimarsson", Júlíus Björnsson21,
Anna Torres341, Pálmi V. Jónsson'-51, Jóna V.
Guðmundsdóttir", Bryndís Benediktsdóttir5),
Sigurbjörn Björnsson", Kristján Linnet", Björg
Þorleifsdóttir', Sveinbjörn Gizurarson41
Frá "öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur,
21svefnrannsóknastofu geðdeildar Landspítal-
ans, 31Háskólanum í Barcelona, 41námsbraut t
lyfjafrœði HÍ, 5'lœknadeild HÍ