Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
37
teknar röntgenmyndir af höndum og fótum,
gigtarþáttur mældur í blóði með kekkjunarprófi
og ELISU aðferð, og cýtókín mæld í plasma
(TNF-oc og TGF-P) með ELISU aðferð. Utkoma
var metin út frá liðskemmdum á röntgenmynd
og virkni liðagigtar samkvæmt 36 liða skori.
Niðurstöður: Þrjátíu og fjórir af 80 þátttak-
endum uppfylltu skilmerki amerísku gigtlækna-
samtakanna fyrir iktsýki. Af þessum 34 sjúk-
lingum hafa 27 lokið sex mánaða eftirliti. Sjö
af 27 sjúklingum höfðu hátt TNF-a blóðgildi
við fyrstu komu. Þeir sjúklingar sem jafnframt
voru með hækkaðan IgA gigtarþátt fengu oftar
liðskemmdir á þessu sex mánaða tímabili
(p=0,026). Sjúklingar með hátt TNF-a gildi
við fyrstu komu svöruðu lyfjameðferð verr en
hinir sem höfðu lágt TNF-a gildi við fyrstu
komu (p=0,009), metið út frá 36 liða skori.
Athuguð var fylgni TGF-þ í plasma við lið-
skemmdir. Fjórir af níu sjúklingum með lið-
skemmdir höfðu verulega hækkað TGF-þ gildi
en enginn af 19 sjúklingum án liðskemmda
reyndist hafa hækkað TGF-þ gildi (p=0,07).
Ályktanir: Hækkað TNF-a í blóði sjúklinga
með nýtilkomna iktsýki er hugsanlega áhættu-
þáttur fyrir verri svörun við lyfjameðferð og
fyrir meiri liðskemmdum á fyrstu sex nránuð-
um sjúkdóms, sérstaklega ef sjúklingarnir hafa
jafnframt IgA gigtarþátt í blóði. TGF-þ gildi
hafa tilhneigingu til að vera hærri í iktsýki-
sjúklingum sem fá liðskemmdir.
E-30. Reykingar og hækkun á IgA gigtar-
þætti við upphaf liðagigtar spáir fyrir um
verri sjúkdómshorfur
Arnór Víkingsson11, Vctldís Manfreðsdóttir",
Þóra Víkingsdóttir", Árni J. Geirsson21, Kristj-
án Steinsson2', Þorbjörn Jónsson", Helgi Valdi-
marsson"
Frá "rannsóknastofu HÍ í ónœmisfrœði, 2,gigt-
arskor Landspítalans
Inngangur: Fyrri athuganir hafa bent til
tengsla milli reykinga og iktsýki. Samkvæmt
því hafa reykingamenn oftar gigtarþátt í blóði
og þeir virðast hafa hærri tíðni af iktsýki. Engar
þessara fyrri rannsókna hafa verið framskyggn-
ar. Hér kynnum við fyrstu niðurstöður úr fram-
skyggnri rannsókn þar sem könnuð eru tengsl
reykinga og gigtarþáttar við framvindu sjúk-
dóms í nýbyrjaðri iktsýki.
Efniviður og aðferðir: Einstaklingum með
nýtilkomna fjölliðagigt er boðin þátttaka í
rannsókninni. Á sex mánaða fresti eru sjúk-
lingar skoðaðir, teknar röntgenmyndir af hönd-
um og fótum, gigtarþáttur mældur í blóði með
kekkjunarprófi og ísótýpugreinandi ELISU, og
cýtókín inæld í plasma (TNF-a, II-1, 11-10 og
TGF-p).
Niðurstöður: Á þessu stigi uppfylla 34 af 80
þátttakendum skilmerki amerísku gigtlækna-
samtakanna fyrir iktsýki. Hjá þessum 34 ikt-
sýkisjúklingum fannst marktæk fylgni milli
reykinga og IgA gigtarþáttar (p=0,032). Tíðni
liðskemmda við sex mánaða eftirlit var 33%
(11 sjúklingar). Þrátt fyrir þessar lágu tölur var
tillmeiging til meiri liðskemmda hjá sjúkling-
um sem reyktu (p=0,08). Samanburður á sjúk-
dómsvirkni við upphafsmat og við sex mánaða
eftirlit sýndi að bólgnum/aumum liðum hafði
marktækt fækkað hjá sjúklingum sem ekki
reyktu (p=0,008) en ekki hjá reykingafólki.
Ályktanir: Þessi rannsókn á sjúklingum með
byrjandi iktsýki bendir til þess að sjúklingar
sem reykja hafi oftar IgA gigtarþátt í blóði og
að reykingar hafi slæm áhrif á skammtímahorf-
ur sjúklinga með iktsýki.
E-31. Áhrif langvarandi streitu á stjórn-
un hjarta og blóðrásar
Jón O. Skarphéðinsson", M. Elam2>, S. Knar-
dahl31
Frá "Lífeðlisfrœðstofnun HÍ, 2lKlin. Neurofys.
Lab., Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg,
"Arbejdsmiljfiinstitutet Osló
Margt bendir til að sálræn streita gegni mik-
ilvægu hlutverki í meinalífeðlisfræði háþrýst-
ings. I stuttu máli byggja þessar kenningar á að
streita valdi örvun sympatíska taugakerfisins
og hækkun blóðþrýstings og að langvarandi og
tíð slík viðbrögð valdi breytingum í hjarta og
æðakerfi sem leiði til viðvarandi hækkaðs
hvíldarblóðþrýstings. Viðnámsæðar í vöðvum
ákvarða stórt hlutfall heildarviðnáms æðakerf-
isins og sympatísk taugavirkni til þeirra (MSA)
endurspeglar þannig mikilvægan þátt í stjórnun
blóðþrýstings. MSA er hins vegar tiltölulega
stöðug breyta innan einstaklings, einkum háð
þrýstinemum en bregst hægt við sálrænum
áreitum og lítið vitað um viðbrögð við langvar-
andi streitu. Markmið þessarar rannsóknar er
að kanna langtímaáhrif streitu á MSA, bæði
hvíldarvirkni og skammtímaviðbrögð við
streituvaldandi áreitum.
Sem líkan er notast við læknanema í undir-
búningi fyrir samkeppnispróf, en ætla má að
þeir séu undir töluverðu álagi þar sem einungis