Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 97

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 97
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIR1T 37 97 dauði voru mæld í frumuflæðisjá. d) Stýrður frumudauði í brjóstaæxlisvef var metinn með TUNEL litun. Niðurstöður: a) Brjóstalínurnar voru allar ónæmar fyrir áhrifum FasL. b) Jurkat T-frum- urnar fóru í stýrðan frumudauða ef þær voru ræktaðar með brjóstalínum og áhrifin voru meiri ef brjóstafrumurnar voru hertar. c) Fersk- ar eitilfrumur sýndu aukna Fas tjáningu eftir örvun og nálægð við eðlilegan brjóstavef jók frumudauðann. d) Eitilfrumur í brjóstaæxlisvef virðast ekki fara í stýrðan frumudauða vegna nálægðar við illkynja frumur. Ekki er heldur að merkja aukinn frumudauða í æxlisfrumum í nábýli við eitilfrumur. Alyktanir: Niðurstöður okkar benda til að brjóstakrabbameinsfrumur séu ónæmar fyrir FasL drápi. Vísbendingar eru um að tjáning FasL á eðlilegum brjóstavef geti valdið stýrð- um frumudauða í örvuðum T-eitilfrumum sem aftur bendir til þess að brjóstavefur njóti svo- kallaðs immune privilege. Rannsóknir á æxlis- sýnum benda til þess að ífarandi eitilfrumur hafi ekki drápsvirkni gegn æxlisfrumunum, ekki virðast æxlisfrumurnar heldur valda dauða eit- ilfrumnanna. V-24. Áhrif illkynja brjóstaþekju í rækt á T-frumur Evgenía K. Mikaelsdóttir", Hilmar Viðars- soti'1, Páll Helgi Möller', Jens Kjartansson", Helga M. Ögmundsdóttir", Þórunn Rafnar" Frá "Krabbameinsfélagi Islands, 2)Landspítal- amtm, 3lSt. Jósefsspítala Inngangur: Brjóstakrabbameinsæxli inni- halda oft fjölda eitilfrumna. Þessar eitilfrumur eru ekki að fullu virkar og virðist nálægð æxl- isins eða efni sem það seytir hafa bælandi áhrif á starfsemi þeirra. Markmið verkefnisins var að kanna hvort hægt sé að nota illkynja brjósta- frumur í rækt til að athuga orsakir þessara nei- kvæðu áhrifa á T-eitilfrumur. Efniviður og aðferðir: Ferskur æxlisvefur og eðlilegur brjóstavefur úr brjóstakrabba- meinsaðgerðum og eðlilegur vefur úr brjósta- minnkunum voru ræktaðir á kollageni í 10-14 daga. Blóðsýni úr sama einstaklingi var fengið, hvítfrumur voru einangraðar og ræktaðar með eðlilegum og illkynja brjóstavef. Eftir 24 og 48 klst. voru T-frumurnar athugaðar með tilliti til þess hvort þær hefðu örvast (CD69 tjáning), farið í stýrðan frumudauða (AnnexinV-bind- ing) eða tapað hæfileika til að skipta sér eftir mítógenörvun (upptaka á týmidíni). Þá voru frumurnar örvaðar gegnum T-frumuviðtakann og athugað hvort munur væri á týrosínfosfórun frumuprótína eða örvun á MAP kínasa (west- ern blot). Niðurstöður: Alls voru unnin sex æxlissýni og sex sýni úr brjóstaminnkunaraðgerðum. T- frumur ræktaðar á æxlisvef sýndu ekki merki um örvun umfram frumur á eðlilegum vef og hlutfall T-frumna í stýrðum frumudauða var svipað. Æxlisvefurinn hafði heldur ekki merkj- anleg áhrif á hæfni frumnanna til skiptingar né á boðflutningsferli tengd T-frumuviðtakanum. Ályktanir: Ekki var munur á starfsemi T- frumna sem ræktaðar voru með æxlisvef annars vegar og eðlilegum brjóstavef hins vegar. Þess ber þó að gæta að hlutfall æxlisfrumna getur verið orðið lágt eftir 10-14 daga ræktun og kann því ekki að vera nægjanlegt til að hafa veruleg áhrif á T-frumur. Aðferðafræðin sem hér var þróuð er nú notuð í öðrum skyldum verkefnum. V-25. Hlutverk melanókortín-4 viðtaka í stjórnun og líkamsþunga Logi Jónsson", Guðrún V. Skúladóttir", Jón Ólafur Skarphéðinsson", Jóhannes Helgason", Helgi B. Schiöth2' Frá "Lífeðlisfrœðistofnun HÍ, 21lyfjafrœðideild Uppsalaháskóla Inngangur: Fjöldamargir þættir hafa áhrif á fæðutöku og líkamsþyngd. Raskist jafnvægið sem stuðlar að varðveislu líkamsþyngdar getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Annars vegar má nefna lystarstol og hins vegar offitu sem er eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál vestrænna þjóða. Nýlega hefur verið sýnt fram á að viðtakar fyrir melanókortín (MC), eins og MSH (melanocyte stimulating hormone) og ACTH (adrenocorticotropic hormone), eru til staðar víða í taugakerfinu. Melanókortín við- takarnir greinast í fimm undirflokka (MCl-5). Melanókortín-4 viðtakinn, sem einungis hefur fundist í taugakerfinu, kemur við sögu í stjórn- un fæðutöku og viðhaldi líkamsþyngdar. Svo- nefnt agouti prótín sem framleitt er í lífverum er náttúrulegur antagonisti fyrir melanókortín- 3 og melanókortín-4 viðtaka. Offramleiðsla á agouti prótíni í einstaklingum veldur offitu- heilkenni. Markmið þessa verkefnis var að kanna langtímaáhrif antagonista melanókortín- viðtaka í heila á fæðunám og með þeirn hætti dýpka skilning á þætti melanókortína í stjórnun fæðunáms og viðhalds líkamsþyngdar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.