Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
75
dór Kolbeinsson31, Pálmi V. Jónsson21, Helgi
Sigvaldason11
Frá "Hjartavernd, 2>öldrunarsviði og 3>geðdeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur
Inngangur: Starfrænn breytileiki í apoE
prótíni er vel þekktur með þrjú set; E2, E3 og
E4 sem greina má með DNA próft. Áhrif apoE
á plasmastyrk kólesteróls eru allvel skilin og er
apoE4 tengt hækkun á kólesteróli. Því hefur
verið reynt að tengja apoE4 áhættu á kransæða-
sjúkdómi og nota sem forspárþátt um þróun á
sjúkdómnum. ApoE4 hefur nýlega verið tengt
áhættu á heilabilun aðallega af Alzheimersgerð
og hefur í þeim rannsóknum umtalsvert for-
spárgildi. Vegna þessa er mikilvægt að greina
framlag gensins til þessara sjúkdóma svo unnt
sé að meta hvort hugsanleg gagnsemi apoE
sem forspárþátts (hugsanlega fyrirbyggjandi)
fyrir kransæðastíflu sé að engu gerður vegna
sterks forspárgildis fyrir heilabilun sem enn er
ekki unnt að fyrirbyggja.
Efniviður og aðferðir: ApoE erfðabreyti-
leikinn var rannsakaður í fjórum hópum; 320
einstaklingar frá almennu þýði, 450 þátttak-
endur í hóprannsókn Hjartaverndar sem lifað
hafa af hjartaáfall, 2.200 þátttakendur í öldrun-
arrannsókn Hjartaverndar eldri en 70 ára sem
gengust undir mat á heilabilun og 150 vist-
menn með heilabilun á hjúkrunarheimilum í
Reykjavík.
Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru að
marktæk áhrif af apoE á plasma kólesteról voru
staðfest í körlum og konum (p<0,001) þar sem
hæst kólesteról sást hjá einstaklingum með E4
set. Enginn marktækur tíðnimunur var á E4 set-
um milli öldrunarhópsins og almenna þýðisins
(18%) eða borið saman við sjúklingana sem
lifað höfðu af hjartaáfall (16%). í hópi heilabil-
aðra einstaklinga á hjúkrunarheimili var tíðni
E4 setsins 29% og hjá heilabiluðum úr öldrun-
arrannsókninni (skilgreint sem 23 eða færri stig
á MMSE prófi) var tíðnin 22%, sem var töl-
fræðilega marktækt hærri en hjá jreim sem ekki
voru heilabilaðir (p<0,001). Utreikningar á
hlutfallslegri áhættu sýndu að áhættan tengdist
fjölda E4 seta þannig að þeir sem voru arf-
blendnir um E4 set höfðu um 50% áhættuaukn-
ingu miðað við arfhreina E3 einstaklinga en
þeir sem voru arfhreinir um E4 set höfðu fjór-
til fimmfalda áhættuaukningu á heilabilun.
Ályktanir: Þessar niðurstöður benda ein-
dregið til að ekki sé vænlegt að nota apoE arf-
greiningu sem áhættumatsþátt fyrir kransæða-
stíflu á íslandi vegna sterks forspárgildis fyrir
heilabilun.
E-103. Efnaskiptavilla hjá konum með
sögu um endurtekið meðgöngueitrunar-
heilkenni
Sunna Snœdal, Reynir Arngrímsson, Carl
Hubel, Roberta Ness, James Roberts, Reynir T.
Geirsson
Frá lœknadeild HI, kvennadeild Landspítal-
ans, Magee-Womens Research Institute Pitts-
burgh
Inngangur: Fyrri rannsóknir hafa bent til
tengsla á milli meðgöngueitrunar og hjarta-
sjúkdóma síðar á ævinni. Fituefnabreytingar
sem tengjast aukinni áhættu á hjartasjúkdóm-
um sjást í þungunum hjá konun með með-
göngueitrun og fæðingarkrampa. Rannsókn
þessi beindist að því að kanna hvort konur með
sögu um fæðingarkrampa hafi eftir tíðahvörf
fituefnamynstur sem tengist aukinni áhættu á
kransæðasjúkdómum (efnaskiptavillu; meta-
bolic syndrome X) fremur en konur sem hafa
eðlilega meðgöngu að baki.
Efniviður og aðferðir: Þrjátíu konum á aldr-
inum 50-67 ára (tilfelli) sem höfðu fyrri sögu
um fæðingarkrampa var boðið til rannsókn-
arinnar ásamt jafnstórum pöruðum samanburð-
arhópi með tilliti til aldurs við meðgöngu, aldurs
í dag og fæðingafjölda. Heilsufar kvennanna var
kannað og mælt í fastandi sýni þvermál lágþéttni
lípóprótín (low density lipoprotein, LDL) sam-
eindarinnar, fituefni (cholesterol, þríglýseríðar
og fleira), insúlín og blóðsykur.
Niðurstöður: Meðalstærð LDL sameindar-
innar var minni (p<0,02) og apólípóprótín B
(apo B) styrkur hærri (p<0,001) hjá konum með
sögu um fæðingarkrampa. LDL sameindir
smærri en 255 A (atherogenic, pattem B) voru
yfirgnæfandi hjá 20% kvenna með sögu um
fæðingarkrampa en aðeins hjá 3% kvenna úr
samanburðarhópi (p<0,05). Fleiri konur í til-
fellahópi reyndust á blóðþrýstingsmeðferð
(30%) heldur en í samanburðarhópi (6,8%;
p<0,01). Þrettán konur úr tilfellahópnum höfðu
sögu um háþrýstingsvandamál í öðmm með-
göngum (endurtekið meðgöngueitrunarheil-
kenni) og þessar konur höfðu marktækt hærri
slagbilsblóðþrýsting, smærri LDL sameindir,
aukið apólípóprótín B, lækkun á HDL2 styrk og
aukið heildarkólesterókHDL hlutfall í saman-
burði við samanburðarhóp. Fjórtán konur vom
veikar í aðeins einni meðgöngu og fannst enginn