Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 91
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
91
eða 67% (45% karlar, 55% konur). Meðalaldur
reyndist vera 42 ár. Þeir sem greindir voru með
iðraólgu reyndust vera 30,9% einstaklinga,
25,1% karla og 35,6% kvenna. Tíðni iðraólgu
reyndist vera tvisvar sinnum hærra hjá ungu
fólki en því eldra. Nær allir sem greindir voru
með iðraólgu voru með verki í kviði (90,2%)
og óeðlilegar hægðir (91,9%). Einn þriðji
þeirra hafði leitað til læknis vegna verkja í
kviði. Sýrutengdir kvillar í meltingarfærum
(92%) og þunglyndi (38%) tengjast iðraólgu.
Um þriðji hver einstaklingur með iðraólgu hef-
ur gengist undir uppskurð vegna botnlanga-
bólgu á móti einum fimmta einstaklinga sem
ekki eru með iðraólgu.
Ekki voru tengsl á milli menntunar og iðra-
ólgu. Mun algengara er að einstaklingar með
iðraólgu telji verki í kviði hafa áhrif á störf sín
og einnig eru fjarvistir frá vinnu algengari hjá
einstaklingum með iðraólgu. Einstaklingar með
iðraólgu taka mun meira inn af verkjalyfjum og
bólgueyðandi lyfjum en aðrir. Einnig er mark-
tækt algengara að einstaklingar með iðraólgu
séu með blóð í hægðum, kyngingarörðugleika,
megrun, astma og verki í kviði sem böm. Tíða-
verkir voru marktækt algengari hjá konum með
iðraólgu.
Alyktanir: Iðraólga er mjög algeng á Islandi,
algengari en annars staðar. Iðraólga er oft tengd
sýrutengdum kvillum, þunglyndi, botnlanga-
uppskurði, verkjum í kviði á barnsaldri og
tíðaverkjum.
V-12. Brottnám eggjastokka fyrir tíða-
hvörf. Áhrif á lífsgæði, fítuefnaskipti og
beinþéttni
Eva Sigvaldadóttirn, Jens A. Guðmundsson21,
Gunnar Sigurðsson31, Matthías Kjeld41
Frá 11lœknadeild HÍ, 2,kvennadeild Landspítal-
ans, 3,lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur,
4,rannsóknastofu Landspítalans í blóðmeina-
frœði
Inngangur: Ein af algengari skurðaðgerðum
hjá konum er brottnám á legi með eða án brott-
náms á eggjastokkum. Um 150-200 slíkar að-
gerðir hafa verið gerðar árlega á kvennadeild
Landspítalans á undanförnum tveimur áratug-
um og nokkur hluti þeirra hjá konum sem ekki
hafa verið komnar í tíðahvörf þegar aðgerð var
gerð. Séu eggjastokkar fjarlægðir löngu áður
en vænta má eðlilegra tíðahvarfa og ekki gefin
hormónameðferð í kjölfarið til að bæta það
upp, má vænta óæskilegra áhrifa af langvarandi
estrógenskorti á heilsufar þegar til lengri tíma
er litið. Ovíst er hvaða ráðleggingar um horm-
ónameðferð konur hafa fengið eftir aðgerðir og
hvernig því hefur verið fylgt eftir.
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna
langtímaafleiðingar af brottnámi eggjastokka
fyrir tíðahvörf með tilliti til lífsgæða, fituefna-
skipta og beinþéttni.
Efniviður og aðferðir: Konur, 47 ára og
yngri, sem gengist höfðu undir brottnám á legi
og eggjastokkum, vegna góðkynja sjúkdóma
eða í fyrirbyggjandi skyni, voru fundnar í að-
gerðaskrám kvennadeildar Landspítalans frá
árunum 1977-1984. Til viðmiðunar vor fundn-
ar jafngamlar konur sem á sama tíma höfðu
gengist undir brottnám á legi án þess að eggja-
stokkar væru teknir. Sextíu og átta konur fund-
ust, en 20 voru útilokaðar frá þátttöku vegna
illkynja sjúkdóma, þær voru ekki lengur á lífi
eða vegna annarra orsaka.
Báðir hóparnir svöruðu völdum spurningum
úr stöðluðum spurningalista sem tók til 20 ein-
kenna sem tengjast breytingarskeiði kvenna.
Upplýst var um hormónanotkun og reykingar.
Mæld var hæð, þyngd og blóðþrýstingur. Tekin
voru blóðsýni til mælinga á kalsíum, heildar-
HDL- og -LDL - kólesteróli og þríglýseríðum.
Þvagsýni eftir 12 klukkustunda föstu var tekið
til mælinga á kalsíumi og kreatíníni. Bein-
þéttnimæling var gerð á lendhrygg, mjöðm og
lærleggshálsi með svokölluðu dual photon ab-
sorptiometri.
Niðurstöður: Hjá 48 konum úr hvorum hópi
sem athugaðar voru fannst ekki marktækur
munur á einkennum. Fleiri konur í tilfellahópn-
um (23/40) tóku estrógen en í viðmiðunar-
hópnum (14/40). Blóðrannsóknir með tilliti til
fituefnaskipta og blóð- og þvagrannsóknir með
tilliti til beinefnaskipta sýndu engan marktækan
mun milli hópanna. Beinþéttnimælingar komu
mjög svipað út og var ekki munur milli hóp-
anna. Ekki var heldur munur á hópunum þótt
tekið væri tillit til estrógennotkunar.
Ályktanir: í þessari rannsókn var ekki hægt
að sjá að konur sem gengust undir brottnám
eggjastokka, við brottnám legs fyrir tíðahvörf,
væru með meiri einkenni eða merki um lang-
tímaafleiðingar estrógenskorts, en jafnöldrur
þeirra sem höfðu gengist undir brottnám legs
án töku eggjastokka. Líklega hefur almenn
estrógennotkun í tilfellahópnum komið í veg
fyrir skaðlegar afleiðingar af brottnámi eggja-
stokka.