Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 91

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 91
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 91 eða 67% (45% karlar, 55% konur). Meðalaldur reyndist vera 42 ár. Þeir sem greindir voru með iðraólgu reyndust vera 30,9% einstaklinga, 25,1% karla og 35,6% kvenna. Tíðni iðraólgu reyndist vera tvisvar sinnum hærra hjá ungu fólki en því eldra. Nær allir sem greindir voru með iðraólgu voru með verki í kviði (90,2%) og óeðlilegar hægðir (91,9%). Einn þriðji þeirra hafði leitað til læknis vegna verkja í kviði. Sýrutengdir kvillar í meltingarfærum (92%) og þunglyndi (38%) tengjast iðraólgu. Um þriðji hver einstaklingur með iðraólgu hef- ur gengist undir uppskurð vegna botnlanga- bólgu á móti einum fimmta einstaklinga sem ekki eru með iðraólgu. Ekki voru tengsl á milli menntunar og iðra- ólgu. Mun algengara er að einstaklingar með iðraólgu telji verki í kviði hafa áhrif á störf sín og einnig eru fjarvistir frá vinnu algengari hjá einstaklingum með iðraólgu. Einstaklingar með iðraólgu taka mun meira inn af verkjalyfjum og bólgueyðandi lyfjum en aðrir. Einnig er mark- tækt algengara að einstaklingar með iðraólgu séu með blóð í hægðum, kyngingarörðugleika, megrun, astma og verki í kviði sem böm. Tíða- verkir voru marktækt algengari hjá konum með iðraólgu. Alyktanir: Iðraólga er mjög algeng á Islandi, algengari en annars staðar. Iðraólga er oft tengd sýrutengdum kvillum, þunglyndi, botnlanga- uppskurði, verkjum í kviði á barnsaldri og tíðaverkjum. V-12. Brottnám eggjastokka fyrir tíða- hvörf. Áhrif á lífsgæði, fítuefnaskipti og beinþéttni Eva Sigvaldadóttirn, Jens A. Guðmundsson21, Gunnar Sigurðsson31, Matthías Kjeld41 Frá 11lœknadeild HÍ, 2,kvennadeild Landspítal- ans, 3,lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 4,rannsóknastofu Landspítalans í blóðmeina- frœði Inngangur: Ein af algengari skurðaðgerðum hjá konum er brottnám á legi með eða án brott- náms á eggjastokkum. Um 150-200 slíkar að- gerðir hafa verið gerðar árlega á kvennadeild Landspítalans á undanförnum tveimur áratug- um og nokkur hluti þeirra hjá konum sem ekki hafa verið komnar í tíðahvörf þegar aðgerð var gerð. Séu eggjastokkar fjarlægðir löngu áður en vænta má eðlilegra tíðahvarfa og ekki gefin hormónameðferð í kjölfarið til að bæta það upp, má vænta óæskilegra áhrifa af langvarandi estrógenskorti á heilsufar þegar til lengri tíma er litið. Ovíst er hvaða ráðleggingar um horm- ónameðferð konur hafa fengið eftir aðgerðir og hvernig því hefur verið fylgt eftir. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna langtímaafleiðingar af brottnámi eggjastokka fyrir tíðahvörf með tilliti til lífsgæða, fituefna- skipta og beinþéttni. Efniviður og aðferðir: Konur, 47 ára og yngri, sem gengist höfðu undir brottnám á legi og eggjastokkum, vegna góðkynja sjúkdóma eða í fyrirbyggjandi skyni, voru fundnar í að- gerðaskrám kvennadeildar Landspítalans frá árunum 1977-1984. Til viðmiðunar vor fundn- ar jafngamlar konur sem á sama tíma höfðu gengist undir brottnám á legi án þess að eggja- stokkar væru teknir. Sextíu og átta konur fund- ust, en 20 voru útilokaðar frá þátttöku vegna illkynja sjúkdóma, þær voru ekki lengur á lífi eða vegna annarra orsaka. Báðir hóparnir svöruðu völdum spurningum úr stöðluðum spurningalista sem tók til 20 ein- kenna sem tengjast breytingarskeiði kvenna. Upplýst var um hormónanotkun og reykingar. Mæld var hæð, þyngd og blóðþrýstingur. Tekin voru blóðsýni til mælinga á kalsíum, heildar- HDL- og -LDL - kólesteróli og þríglýseríðum. Þvagsýni eftir 12 klukkustunda föstu var tekið til mælinga á kalsíumi og kreatíníni. Bein- þéttnimæling var gerð á lendhrygg, mjöðm og lærleggshálsi með svokölluðu dual photon ab- sorptiometri. Niðurstöður: Hjá 48 konum úr hvorum hópi sem athugaðar voru fannst ekki marktækur munur á einkennum. Fleiri konur í tilfellahópn- um (23/40) tóku estrógen en í viðmiðunar- hópnum (14/40). Blóðrannsóknir með tilliti til fituefnaskipta og blóð- og þvagrannsóknir með tilliti til beinefnaskipta sýndu engan marktækan mun milli hópanna. Beinþéttnimælingar komu mjög svipað út og var ekki munur milli hóp- anna. Ekki var heldur munur á hópunum þótt tekið væri tillit til estrógennotkunar. Ályktanir: í þessari rannsókn var ekki hægt að sjá að konur sem gengust undir brottnám eggjastokka, við brottnám legs fyrir tíðahvörf, væru með meiri einkenni eða merki um lang- tímaafleiðingar estrógenskorts, en jafnöldrur þeirra sem höfðu gengist undir brottnám legs án töku eggjastokka. Líklega hefur almenn estrógennotkun í tilfellahópnum komið í veg fyrir skaðlegar afleiðingar af brottnámi eggja- stokka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.