Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 102
102
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
hentuga aðferð til þess að ákvarða þessi efni í
sveppum og athuga hvort þau væri að finna í
trjónupeðlum hér á landi.
Efniviður og aðferðir: Sveppunum var
safnað í Reykjavík í ágúst og september 1997.
Sýnin voru frostþurrkuð strax eftir tínslu.
Psilocybin og psilocin voru úrhlutuð úr svepp-
unum með metanóli. Psilocybin var ákvarðað
með vökvagreiningu á súlu (HPLC) eftir að
það hafði verið affosfórýlerað í psilocin með
alkalínskum fosfatasa. Psilocin var ákvarðað á
sama hátt án meðhöndlunar með ensími. Notuð
var gasgreining og massagreining (GC/MS) til
þess að staðfesta tilvist þessara efna í sveppun-
um.
Niðurstöður: Magn psilocybins í þurrkuðum,
íslenskum trjónupeðlum var á bilinu 0,97-
1,53%, en það er svipað magn og í trjónupeðl-
um frá norðvesturströnd Bandaríkjanna (0,65-
1,28%) og frá Noregi (0,2-2%). Vottur af psilo-
cini (<0,02%) fannst í tveimur af þeim sjö sýn-
um, sem rannsökuð voru.
Alyktanir: Rannsóknir þessar sýna að magn
psilocybins í íslenskum trjónupeðlum er svipað
og fundist hefur annars staðar. Talið er að 4-8
mg af psilocybini sé nægilega mikið til þess að
valda ofskynjunum í mönnum, en það er svipað
magn og í um það bil 0,5 g af þurrkuðum, ís-
lenskum trjónupeðlum. Því er augljóst að þær
geta hæglega valdið eitrunum, rétt eins og sami
sveppur gerir erlendis.
V-35. Þróun og prófun á mídazólam í
sýklódextrínlausn, nefúðalyf
Hólmfríður Guðmundsdóttir ', Jóhanna F.
Sigurjónsdóttir1, Múr Másson21, Þorsteinn Lofts-
son2>, Einar Stefánsson"
Frá "lœknadeild HÍ, augndeild Landspítalans,
21lyfjafrœði lyfsala HÍ
Inngangur: Þörf á róandi og kvíðastillandi
lyfjum fyrir aðgerðir er mikil. Mídazólam er
benzódíazepínafbrigði sem hvað mest hefur
verið notað í þessum tilgangi. Algengast er að
gefa lyfið mídazólam sem stungulyf en orkað
getur tvímælis að nota stungulyf til róunar,
einkum hjá yngri aldurshópum. Á undanförn-
um árum hefur því verið unnið að því að skoða
frásog lyfsins um slímhúðir, með misjöfnum
árangri. Lyfið hefur verið gefið í endaþarm,
mixtúrur hafa verið blandaðar til inntöku og
stungulyfinu hefur verið dreypt í nefið. Þrátt
fyrir gott frásog hafa staðbundnar aukaverkanir
fylgt í kjölfar lyfjagjafar. Lyfið er mjög bragð-
vont, auk þess sem lágt sýrustig þess veldur
umtalsverðum sviða í nefslímhúð.
Rannsóknin felst í prófun á nýju nefúða-
lyfjaformi mídazólam, sem þróað hefur verið á
rannsóknarstofu lyfjafræði lyfsala HÍ. Til að
auka leysni og auðvelda aðgengi mídazólam að
nefslímhúð eru súlfóbútýleter-6-sýklódextrín
notuð. Þau gera það einnig kleift að hækka má
sýrustig lyfjablöndunnar og draga þannig úr
ertingu á nefslímhúð við úðun.
Efniviður og aðferðir: Hjá siðanefnd lækna-
ráðs Landspítalans og Lyfjanefnd ríkisins hefur
fengist leyfi til klínískrar lyfjarannsóknar á
midazólamnefúða. Átta fullfrískir sjálfboðalið-
ar, á aldrinum 19-40 ára, munu gangast undir
frásogspóf, þar sem Dormicum® 2mg verður
gefið í æð annars vegar og midazólamnefúða,
sem gefur samsvarandi hámarksblóðþéttni,
verður úðað í nefið hins vegar. Mat verður lagt
á hvor aðferðin þolist betur auk þess sem róun-
ar- og kvíðastillandi áhrif verða metin. Tekin
verða blóðsýni með ákveðnu millibili (-5, 5,
10, 15, 20, 30, 60, 120, 180, 240, 360 mín.) og
þau mæld með HPLC/MS aðferð. Niðurstöður
mælinganna munu gefa upplýsingar um frá-
sogshraða, hámarksþéttni, útskilnað og að-
gengi midazólam-nefúðans.
Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður benda til
þess að midazólamnefúðinn þolist allvel. Ró-
unaráhrif eru sýnileg innan tíu mínútna. Frek-
ari niðurstöður munu liggja fyrir í janúar 1999.
V-36. Hvernig auka sýklódextrín frásog í
gegnum lífrænar himnur?
Már Másson", Þorsteinn Loftsson", Einar Stef-
ánsson2'
Frá "lyfjafrœði lyfsala HÍ, 31augndeild Land-
spítalans
Inngangur: Lífhimnur eins og húð, horn-
himna og munnslímhimna eru vatnsfælnar í
eðli sínu og því þurfa lyf að vera vatnsfælin til
þess að geta frásogast í gegnum þær. Ovirkt
flæði í gegnum slíkar himnur er hins vegar háð
háum styrk lyfsins í vatnskenndu ytra byrði
(það er tárafilmu eða munnvatni) himnanna.
Lyf þurfa því að vera leysanleg bæði í fitufasa
og vatnsfasa til að frásogast hratt í gegnum
slíkar himnur. Sýklódextrín auka leysanleika
margra fitusækinna lyfja. Sýnt hefur verið fram
á að frásog lyfja úr mettuðum lausnum getur
aukist nánast í réttu hlutfalli við sýkló-
dextrínstyrk í slíkum lausnum. Sé hins vegar
notað yfirmagn af sýklódextríni, það er meira