Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 44
44
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
áhættu meðal íbúa sömu borgar verður ekki
skýrður með ólíku framboði dagsbirtu né öðr-
um umhverfisaðstæðum. Niðurstöðurnar taka
af tvímæli um þátt erfða í þróun vetrarþung-
lyndis.
E-44. Dánartíðni ungbarna og Crohns
sjúkdómur
Sigurður Björnsson", Jóhann Heiðar Jóhanns-
son2', Scott Montgomery3>, Bjarni Þjóðleifsson41
Frá "Sjúkrahúsi Reykjavíkur, 2)rannsóknastofu
HI í meinafrœði, "Royal Free Hospital London,
4,lyflœkningadeild Landspítalans
Inngangur: Fylgni á milli nýgengis Crohns
sjúkdóms og ungbarnadauða hefur nýlega ver-
ið skoðuð í 13 Evrópulöndum á sama tíma
(Lancet 1997; 349: 472-3). Rannsóknin leiddi í
ljós marktæka neikvæða fylgni milli tíðni
Crohns sjúkdóms og ungbarnadauða. Tilgang-
ur rannsóknar okkar var að athuga hvort sams
konar samband fyndist á Islandi.
Efniviöur og aðferðir: 1. Skrá um alla sjúk-
linga greinda með Crohns sjúkdóm (160) og
sáraristilbólgu (colitis ulcerosa) (705) greinda
á íslandi fram að 1994. 2. Skrá um alla sem
fæddust á íslandi milli 1915 og 1984 (278.846)
(Hagskinna 1997). 3. Skrá um ungbarnadauða
á fyrsta ári eftir fæðingu (Hagskinna 1997).
Aldursbundin áhætta á að fá svæðisgarnabólgu
eða sáraristilbólgu var reiknuð með hlutfalls-
legu áhættulíkani Cox. Dánartíðni ungbarna á
fyrsta ári og kynferði voru sett upp sem fastar
breytur.
Niðurstöður: Marktæk neikvæð fylgni
(p<0,001) fannst milli dánartíðni ungbarna og
aldurs/kynstaðlaðrar áhættu fyrir Crohns sjúk-
dómi. Ahættan á að fá Crohns sjúkdóm á því
tímabili sem áhætta var mest var 17 föld (4,3-
67,3) miðað við það tímabil þegar tíðnin var
lægst. Ekki fannst marktæk fylgni milli ung-
barnadauða og tíðni sáraristilbólgu.
Umræða: Lækkandi dánartíðni ungbarna er
samnefnari fyrir fjölmarga umhverfisþætti sem
hafa breytst til batnaðar á seinustu áratugum.
Þar koma við sögu almennt bætt heilsufar, betri
fæðingarhjálp og bætt mæðra- og ungbarnaeft-
irlit. Mjög ör fólksfjölgun varð eftir 1950 og
jafnframt bötnuðu samgöngur sem leiddi til
breyttrar faraldsfræði veirusjúkdóma. Börn
voru útsett fyrr á ævinni fyrir veirusýkingum
og meiri líkur urðu á samtímis sýkingum.
Bólusetningar breyttu síðan þessari mynd enn
frekar. Vaxandi tíðni Crohns sjúkdóms samfara
þessum breytingum vekur upp margar spurn-
ingar. í meðfylgjandi erindi er skoðað hvort
fylgni -sé á milli Crohns sjúkdóms og breyttrar
faraldsfræði vissra veirusjúkdóma.
E-45. Samtímafaraldur mislinga og
hettusóttar eykur áhættu á þarmabólgu-
sjúkdómum
Sigurður Björnsson", Jóhann Heiðar Jóhanns-
son2), Scott Montgomery", Bjarni Þjóðleifs-
son41
Frá "Sjúkrahúsi Reykjavíkur; 2lrannsóknastofu
Hl í meinafrœði, "Royal Free Hospital London,
lyflœkningadeild Landspítalans
Inngangur: Vírussýkingar með skömmu
millibili á fyrstu árum ævinnar geta aukið
áhættu á þarmabólgusjúkdómum síðar á ævinni.
Efniviður og aðferðir: 1. Skrá um alla sjúk-
linga greinda með svæðisgarnabólgu (160) og
sáraristilbólgu (705) á íslandi fram að 1994. 2.
Skrá um alla sem fæddust á íslandi milli 1915
og 1984 (278.846) (Hagskinna 1997).
Áhætta fyrir hvern einstakling á að fá þarma-
bólgusjúkdóm var reiknuð samkvæmt áhættu-
líkani Cox fyrir hvert faraldursár. Áhætta var
vegin og leiðrétt fyrir áhrifum mismunandi
tíðni ungbarnadauða með notkun vibal distri-
bution. Faraldursár var skilgreint sem ár með
minnst 100 skráðum tilfellum. Faraldrar af
mislingum, hettusótt og hlaupabólu voru kann-
aðir og skráðir samkvæmt Hagskinnu.
Niðurstöður: Áhætta á að fá þarmabólgu-
sjúkdóm var ekki marktæk aukin ef einstak-
lingur var aðeins útsettur fyrir einni vfrussýk-
ingu á ári. Ef einstaklingur var útsettur fyrir
mislingum og hettusótt á sama ári jókst mark-
tækt áhættan fyrir Crohns sjúkdómi (p<0,0001),
vaxandi að þriðja ári. Fyrir svæðisgarnabólgu
var áhætta einnig marktækt aukin (p<0,0001),
en ekki var munur á öðru og þriðja ári. Hlaupa-
bólufaraldrar höfðu engin áhrif á áhættu.
Ályktanir: Niðurstöður styðja tilgátu um að
samtímis sýking mislinga og hettusóttar auki
áhættu á þarmabólgusjúkdómum og gefa tilefni
til að hugleiða áhrif samtímis bólusetningar við
mislingum, hettusótt og rauðhundum.
E-46. Bólga í þörmum hjá nánum skyld-
mennurn sjúklinga með hryggikt. Ríkj-
andi erfðir?
Arni J. Geirsson", Guðmundur Sigþórsson21,
Ingvar Bjarnason2', Inga Reynisdóttir'1, Krist-
leifur Kristjánsson", Bjarni Þjóðleifsson11