Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 120

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 120
120 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 (18:1) í styrknum 20 mM (meðhöndlunarstyrk- ur 10 mM) sýndu litla sem enga örverudrep- andi virkni gegn C. trachomatis. Aftur á móti ollu lárínsýra (12:0), kaprínsýra (10:0) og mónó- kaprín (10:0) meira en 10.000-faldri (>4-log10) lækkun á sýkingarmætti C. trachomatis. Eftir að hafa borið virku fituefnin saman í lægri styrk og eftir styttri meðhöndlunartíma kom í ljós að lárínsýra var virkari en kaprínsýra og að mónó- kaprín var virkust þeirra og lækkaði sýkingar- mátt C. trachomatis meira en 100.000-falt (>5- log|0) í styrknum 5 mM eftir fimm mínútur. Þessi mikla virkni kaprín- og lárínsýru, og þó sérstaklega virkni mónókapríns, benda til að þessi efni hafi sérhæfða virkni gegn Chlamyd- ia. Virkni mónókapríns var enn frekar rannsök- uð með því að fjarlægja fituefnin í skilvindu áður en frumurnar voru sýktar með Chlamydia. Þá var hún einnig rannsökuð í rafeindasmásjá. Niðurstöðurnar benda til þess að fituefnin drepi bakteríur með því að rjúfa frumuhimnu(r) hins sýkjandi forms Chlamydia (elementary bodies). 30 pg/ml reyndist vera 50% virkur styrkur (ef- fective concentration) eftir meðhöndlun í tvær klukkustundir. Alyktanir: Þessi hraða virkni gegn C. trach- omatis bendir til að mónókaprín gæti verið not- hæft til þess að koma í veg fyrir kynfærasmit af völdum C. trachomatis. V-67. Tap á ónæmisgenum úr stofnum spænsk-íslenska pneumókokkaklónsins Sigurður E. Vilhelmsson'1, Alexander Tom- asz21, Karl G. Kristinsson" Frá "sýklafrœðideild Landspítalans, 21Rocke- feller University New York, NY Inngangur: Penisillínónæmir pneumókokkar fundust fyrst á Islandi seint á níunda áratugn- um og breiddust þeir hratt út á næstu árum. Þessi hraða útbreiðsla er aðallega rakin til inn- flutnings á alþjóðlegum klón af hjúpgerð 6B (spænsk-íslenski klónninn) sem ónæmur er fyrir nokkrum sýklalyfjum, þar á meðal erýþró- mýcíni (ery) og tetracýklíni (tet). Atak það sem hrundið var af stað í kjölfarið til að draga úr þessari útbreiðslu með minnkaðri notkun sýkla- lyfja hefur þegar borið árangur. Það sem eink- um var áhugavert var að fram komu penisillín- ónæmir stofnar með upphaflegu 6B hjúpgerð- ina, sem voru næmir fyrir ery og tet. Markmið okkar var að kanna skyldleika þessara stofna við innflutta klóninn. Efniviður og aðferðir: Litnings DNA úr stofnunum var melt með Smal skerðiensími og bútarnir aðgreindir með pulsed-field gel electro- phoresis (PFGE). Southem þáttapörun með þreif- urum fyrir ermB og tetM genunum, er valda ónæmi fyrir erýþrómýcíni og tetracýklíni, var notuð til að ákvarða hvort þau voru til staðar eða ekki. Niðurstöður: Við greininguna fundust fimm stofnar sem misst höfðu bæði erýþrómýcín- og tetracýklínónæmi. Þetta voru stofnar sem ein- angrast höfðu á árunum 1993, 1994 og 1996. Þessir stofnar höfðu sama PFGE mynstur og upphaflegi klónninn en pöruðust ekki við ermB eða tetM þreifarana. Rafdrátturinn leiddi einnig í ljós að þeir höfðu úrfellingu af um það bil 35 kb stærð. Þessi úrfelling svarar til stærðar þekkts stökkuls (transposon) sem ber bæði enntí og tetM genin. Alyktanir: Af þessu má draga þá ályktun að nýtt afbrigði upphaflega spænsk-íslenska klóns- ins sé komið fram, sem misst hafi ónæmi fyrir erýþrómýcíni og tetracýklíni vegna úrfellingar á ermtí og tetM genunum. Þetta afbrigði virðist vera stöðugt þar sem það hefur einangrast á að minnsta kosti þriggja ára tímabili. Hvort hægt er að rekja tapið á sýklalyfjaónæminu til minnk- aðs valþrýstings af völdum sýklalyfja er mikil- væg spurning sem áframhaldandi rannsóknir okkar leitast við að svara. V-68. Minnkandi tíðni ónæmra pneumó- kokka helst í hendur við minnkandi notkun sýklalyfja hjá börnum Karl G. Kristinsson", Martha A. Hjálmarsdótt- ir", Þórólfur Guðnason21 Frá "sýklafrœðideild og 2)barnadeild Landspít- alans Inngangur: Hratt vaxandi ónæmi pneumó- kokka er að verða mikið vandamál um heim allan. Þótt ljóst sé að um sé að kenna mikilli sýklalyfjanotkun, þá er lítið vitað um áhrif mis- munandi sýklalyfjaflokka og skammtastærða á tilurð og útbreiðslu ónæmis. Einnig er óvíst hvort og að hve miklu leyti er hægt að hafa áhrif á sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi í heilum þjóðfélögum. Markmið rannsóknarinn- ar var að meta áhrif þeirrar íhlutunar að minnka sýklalyfjanotkun hjá börnum á Islandi. Efniviður og aðferðir: Frá árinu 1988 hafa verið gerð næmispróf á öllum stofnum sem töldust mögulegir sýkingavaldar (samkvæmt aðferð og skilmerkjum gefnum út af NCCLS, USA). Öllum ónæmum stofnum (og upplýsing-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.