Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 120
120
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
(18:1) í styrknum 20 mM (meðhöndlunarstyrk-
ur 10 mM) sýndu litla sem enga örverudrep-
andi virkni gegn C. trachomatis. Aftur á móti
ollu lárínsýra (12:0), kaprínsýra (10:0) og mónó-
kaprín (10:0) meira en 10.000-faldri (>4-log10)
lækkun á sýkingarmætti C. trachomatis. Eftir
að hafa borið virku fituefnin saman í lægri styrk
og eftir styttri meðhöndlunartíma kom í ljós að
lárínsýra var virkari en kaprínsýra og að mónó-
kaprín var virkust þeirra og lækkaði sýkingar-
mátt C. trachomatis meira en 100.000-falt (>5-
log|0) í styrknum 5 mM eftir fimm mínútur.
Þessi mikla virkni kaprín- og lárínsýru, og þó
sérstaklega virkni mónókapríns, benda til að
þessi efni hafi sérhæfða virkni gegn Chlamyd-
ia. Virkni mónókapríns var enn frekar rannsök-
uð með því að fjarlægja fituefnin í skilvindu
áður en frumurnar voru sýktar með Chlamydia.
Þá var hún einnig rannsökuð í rafeindasmásjá.
Niðurstöðurnar benda til þess að fituefnin drepi
bakteríur með því að rjúfa frumuhimnu(r) hins
sýkjandi forms Chlamydia (elementary bodies).
30 pg/ml reyndist vera 50% virkur styrkur (ef-
fective concentration) eftir meðhöndlun í tvær
klukkustundir.
Alyktanir: Þessi hraða virkni gegn C. trach-
omatis bendir til að mónókaprín gæti verið not-
hæft til þess að koma í veg fyrir kynfærasmit af
völdum C. trachomatis.
V-67. Tap á ónæmisgenum úr stofnum
spænsk-íslenska pneumókokkaklónsins
Sigurður E. Vilhelmsson'1, Alexander Tom-
asz21, Karl G. Kristinsson"
Frá "sýklafrœðideild Landspítalans, 21Rocke-
feller University New York, NY
Inngangur: Penisillínónæmir pneumókokkar
fundust fyrst á Islandi seint á níunda áratugn-
um og breiddust þeir hratt út á næstu árum.
Þessi hraða útbreiðsla er aðallega rakin til inn-
flutnings á alþjóðlegum klón af hjúpgerð 6B
(spænsk-íslenski klónninn) sem ónæmur er
fyrir nokkrum sýklalyfjum, þar á meðal erýþró-
mýcíni (ery) og tetracýklíni (tet). Atak það sem
hrundið var af stað í kjölfarið til að draga úr
þessari útbreiðslu með minnkaðri notkun sýkla-
lyfja hefur þegar borið árangur. Það sem eink-
um var áhugavert var að fram komu penisillín-
ónæmir stofnar með upphaflegu 6B hjúpgerð-
ina, sem voru næmir fyrir ery og tet. Markmið
okkar var að kanna skyldleika þessara stofna
við innflutta klóninn.
Efniviður og aðferðir: Litnings DNA úr
stofnunum var melt með Smal skerðiensími og
bútarnir aðgreindir með pulsed-field gel electro-
phoresis (PFGE). Southem þáttapörun með þreif-
urum fyrir ermB og tetM genunum, er valda
ónæmi fyrir erýþrómýcíni og tetracýklíni, var
notuð til að ákvarða hvort þau voru til staðar
eða ekki.
Niðurstöður: Við greininguna fundust fimm
stofnar sem misst höfðu bæði erýþrómýcín- og
tetracýklínónæmi. Þetta voru stofnar sem ein-
angrast höfðu á árunum 1993, 1994 og 1996.
Þessir stofnar höfðu sama PFGE mynstur og
upphaflegi klónninn en pöruðust ekki við ermB
eða tetM þreifarana. Rafdrátturinn leiddi einnig
í ljós að þeir höfðu úrfellingu af um það bil 35
kb stærð. Þessi úrfelling svarar til stærðar þekkts
stökkuls (transposon) sem ber bæði enntí og
tetM genin.
Alyktanir: Af þessu má draga þá ályktun að
nýtt afbrigði upphaflega spænsk-íslenska klóns-
ins sé komið fram, sem misst hafi ónæmi fyrir
erýþrómýcíni og tetracýklíni vegna úrfellingar
á ermtí og tetM genunum. Þetta afbrigði virðist
vera stöðugt þar sem það hefur einangrast á að
minnsta kosti þriggja ára tímabili. Hvort hægt
er að rekja tapið á sýklalyfjaónæminu til minnk-
aðs valþrýstings af völdum sýklalyfja er mikil-
væg spurning sem áframhaldandi rannsóknir
okkar leitast við að svara.
V-68. Minnkandi tíðni ónæmra pneumó-
kokka helst í hendur við minnkandi
notkun sýklalyfja hjá börnum
Karl G. Kristinsson", Martha A. Hjálmarsdótt-
ir", Þórólfur Guðnason21
Frá "sýklafrœðideild og 2)barnadeild Landspít-
alans
Inngangur: Hratt vaxandi ónæmi pneumó-
kokka er að verða mikið vandamál um heim
allan. Þótt ljóst sé að um sé að kenna mikilli
sýklalyfjanotkun, þá er lítið vitað um áhrif mis-
munandi sýklalyfjaflokka og skammtastærða á
tilurð og útbreiðslu ónæmis. Einnig er óvíst
hvort og að hve miklu leyti er hægt að hafa
áhrif á sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi í
heilum þjóðfélögum. Markmið rannsóknarinn-
ar var að meta áhrif þeirrar íhlutunar að minnka
sýklalyfjanotkun hjá börnum á Islandi.
Efniviður og aðferðir: Frá árinu 1988 hafa
verið gerð næmispróf á öllum stofnum sem
töldust mögulegir sýkingavaldar (samkvæmt
aðferð og skilmerkjum gefnum út af NCCLS,
USA). Öllum ónæmum stofnum (og upplýsing-