Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
29
slímhúð eftir innspýtingu og eftir innúðun í
nef, en varnarkerfið hefur eflst verulega þar
sem tæplega 60 sinnum fleiri IgA seytandi
frumur hafa myndast og eru til reiðu eftir inn-
úðun í nef.
E-14. Uppsetning á ógeislavirku dráps-
frumuprófl, Cytotox-96, fyrir mæði/
visnuveiru sérvirkar drápsfrumur
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Svava Högnadóttir,
Sigríöur Matthíasdóttir
Frá Tilraunastöð Hl í meinafrœði að Keldum
Við höfum aðlagað ógeislavirkt drápsfrumu-
próf Cytotox-96 frá SDS Promega til að mæla
mæði/visnuveiru (MVV) sérhæfðar drápsfrum-
ur. En drápsfrumusvar er aðalvörnin í mörgum
veirusýkingum. Losun laktat dehýdrógenasa er
mæld í prófinu.
Bandvefsfrumur voru ræktaðar úr hryggjar-
sin þriggja kinda og frystar í fljótandi köfnun-
arefni til að nota sem markfrumur (target cells).
Kindurnar voru síðan sýktar með mæði/visnu-
veiru í heila, þær fengu inótefnasvar og veira
ræktaðist reglulega úr blóði þeirra. Blóð var
tekið úr kindunum fyrir virknifrumur (effector
cells). Hvítfrumur voru einangraðar á sykur-
stigli og örvaðar in vitro í fimm daga á mæði/
visnuveiru sýktum bandvefsfrumum úr sömu
kind.
Eftir fimm daga voru eitilfrumur hirtar og
endurörvaðar á bandvefsfrumum úr sömu kind
í fjóra daga. Tvíörvaðar eitilfrumur voru hreins-
aðar á sykurstigli og ræktaðar í sex daga í æti
með vaxtarþáttum, og síðan notaðar sem virkni-
frumur í prófinu. Drápsfrumuprófið var fram-
kvæmt samkvæmt leiðbeiningum seljanda.
Virknifrumur voru þvegnar, taldar og dreift í
þynningum í 96 holu plötu, hver þynning í
þrjár holur, 100 pl/holu. Markfrumur bæði
ósýktar og sýktar með mæði/visnuveiru voru
ræktaðar í T25 flöskum. Þær voru meltar af
flöskunum, taldar og bætt í virknifrumu hol-
urnar. Öll kontról voru gerð samkvæmt leið-
beiningum. Ósýktar markfruinur voru alltaf
prófaðar samhliða á sama hátt og sýktar. Plöt-
urnar voru hafðar fjórar klukkustundir í hita-
skáp, þá voru 50 pl af floti hirtir í flatbotna 96-
holu plötur og 50 pl af hvarfefni bætt í flotið í
30 mínútur. Hvarfið var síðan stöðvað og út-
koman lesin í ELISA lesara. Prófið virkaði vel
og örvuðu T-frumurnar úr mæði/visnuveiru
sýktu kindunum þremur drápu kröftuglega mæði/
visnuveiru sýktar bandvefsfrumur úr sömu
kind en ekki ósýktar bandvefsfrumur. Mæði/
visnuveiru sýktar bandvefsfrumur úr óskyldri
kind voru ekki drepnar.
E-15. Rauðuhundavarnir í 20 ár. Reynsla
úr síðustu faröldrum
Margrét Guðnadóttir
Frá veirufrœðistofnun lœknadeildar
Aður en rauðuhundavarnir komu til urðu
miklar fósturskemmdir í faröldrum. Eftir far-
aldur 1963-1964 þurftu 37 sködduð börn sér-
kennslu í Heyrnleysingjaskólanum þrátt fyrir
77 fóstureyðingar vegna rauðra hunda í faraldr-
inum.
Bóluefni voru léleg uns fram kom lifandi
veikluð veira RA/27/3, þó ekki eins kröftugur
mótefnavaki og eðlileg sýking. Aðrar veirur
hafa ekki verið í bóluefni hér.
í janúar 1977 hófst hér bólusetning mót-
efnalausra 12 ára stúlkna og mótefnalausra
kvenna á barneignaskeiði, væru þær á öruggum
getnaðarvörnum eða alveg nýbúnar að fæða.
Þetta voru einu bólusettu hóparnir 1977-1989.
Bólusetning allra 18 mánaða barna hófst 1989.
Bólusetning mótefnalausra kvenna og telpna
hélt áfram.
Stór rauðuhundafaraldur varð 1978-1979.
Fáar konur og telpur höfðu verið bólusettar og
hafði það engin áhrif á gang faraldursins. Rann-
sóknastofugreining rauðra hunda var komin í
gott horf og kunnu læknar að nota hana. Greind-
ar voru 156 sýkingar í hópi 5.126 ófrískra
kvenna í faraldrinum og gerðar 104 fóstureyð-
ingar vegna sýkinga á fyrstu vikum meðgöngu.
Sýking seinna á meðgöngu var ekki talin hætta.
Bætt sjúkdómsgreining og betri tækni við fóst-
ureyðingar virðist valda því að aðeins tvö börn
þurftu sérkennslu eftir þennan faraldur sem var
mjög líkur faraldrinum 1963-1964.
Mótefnamælingar hófust í mæðravernd
1975. Arangursrík samvinna rannsóknastof-
unnar við alla heilsugæslu í landinu um skipu-
lega leit að mótefnalausum konum á barn-
eignaskeiði, bólusetningu þeirra og mótefna-
mælingu eftir bólusetninguna hófst 1979.
Einnig samvinna við alla skólaheilsugæsluna
um mælingar 12 ára telpna, bólusetningu þeirra
mótefnalausu og mælingu eftir bólusetninguna.
Þannig hefur nú náðst að kanna ónæmisástand
98% íslenskra kvenna á barneignaskeiði, bólu-
setja yfir 99% þeirra sem þurftu og mæla mót-
efni eftir bólusetninguna.
Þær bólusettu mynda minni mótefna en þær