Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 46
46
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIR1T 37
sjúkdómur sem vegna aukinnar upptöku járns í
smáþörmum veldur ofhleðslu járns í vefjum. Ef
sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður getur
hann valdið ýmsum vefjaskemmdum og ein-
kennum. Stuðst hefur verið við mælingar á
transferrínmettun og ferrítíni til greiningar á
sjúkdómnum. Lifrarástunga og mat á járninni-
haldi lifrar er hinn gullni staðall við greiningu á
hemókrómatósu. I Norður-Evrópu er talið að
einn af hverjum 200-400 hafi sjúkdóininn en
einn af hverju 8-10 sé arfberi.
Efniviður og aðferðir: Til að finna sam-
sætutíðni stökkbreytinga í HFE geni voru rann-
sökuð 250 sýni valin af handahófi úr hópi ein-
staklinga fæddum 1996. Greining á arfgerð
sjúklinga er gerð með rannsókn á 41 blóðsýni
og 22 lifrarsýnum. Gerð voru tvö fjölliðunar-
hvörf sem spanna svæði þekktra stökkbreyt-
inga í HFE geni. Fjölfeldin voru skorin með
viðeigandi skerðiensímum (SnaBl og Bcll) og
arfgerðin fundin eftir því hvort skurður átti sér
stað eða ekki.
Niðurstöður: Samsætutíðni Cys282Tyr
stökkbreytingarinnar var 6,8% og samsætu-
tíðni His63Asp stökkbreytingarinnar 16,8% í
handahófsúrtaki Islendinga. A árunum 1973-
1997 greindust 38 einstaklingar með hemókró-
matósu samkvæmt niðurstöðum úr lifrar-
ástungu og auk þess höfðum við upplýsingar
og blóðsýni úr 27 hemókrómatósusjúklingum
til viðbótar. Af 63 rannsökuðum einstaklingum
reyndust 39 Cys282Tyr arfhreinir (62%) og 17
Cys282Tyr/His63Asp arfblendnir (27%). Sjö
sjúklinganna (11%) höfðu hins vegar ekki arf-
gerð sem tengist hemókrómatósu.
Alyktanir: Tíðni stökkbreytinga í HFE geni
meðal Islendinga bendir til að hún sé með því
hæsta sem þekkist í heiminum. Reiknað út frá
tíðni stökkbreytinganna í HFE geni ættu 1220
íslendingar að vera arfhreinir með tilliti til
Cys282Tyr og 6315 íslendingar Cys282Tyr/
His63Asp arfblendnir. Til samanburðar vitum
við af 65 sjúklingum sem greinst hafa með
hemókrómatósu á íslandi. Það er því líklegt að
sjúkdómurinn sé verulega vangreindur þó ljóst
sé að einhver hluti þeirra einstaklinga sem eru
Cys282Tyr arfhreinir eða Cys282Tyr/His63Asp
arfblendnir safna járni í minna mæli og hafa
því síður vefjaskemmdir og klínísk einkenni.
Ihugandi er að gera kembileit meðal Islend-
inga til þess að finna þá einstaklinga sem eru í
hættu að fá sjúkdóminn.
E-49. Brjóstakrabbameinsáhætta í arf-
berum 999del5 stökkbreytingar í BRCA2
geni '
Steinunn Thorlacius, Jeffery P. Struewing,
Patricia Hartge, Guðríður Olafsdóttir, Helgi
Sigvaldason, Laufey Tryggvadóttir, Sholom
Wacholder, Hrafn Tulinius, Jórunn E. Eyfjörð
Frá rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffrœði
og Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags
Islands, Division of Cancer Epidemiology and
Genetics, National Cancer Institute, National In-
stitute ofHealth Bethesda, MD Bandaríkjunum
Inngangur: Arfgengar stökkbreytingar í
bijóstakrabbameinsgenum, þekktum og óþekkt-
um, eru taldar valda innan við 10% af brjósta-
krabbameini. Einangruð hafa verið tvö gen,
BRCAl á litningi 17 og BRCA2 á litningi 13,
sem tengjast aukinni áhættu á brjóstakrabba-
meini. Stökkbreytingar í þessum genum eru
sjaldgæfar, en skipta miklu máli við mat á áhættu
einstaklinga. Erfitt er að meta þessa áhættu og
hingað til hafa flestar athuganir á þessu byggt á
rannsóknum á fjölskyldum þar sem brjósta-
krabbamein er mjög algengt. Þessar rannsóknir
hafa bent til að brjóstakrabbameinsáhætta arf-
bera með stökkbreytingar í þessum genum væri
yfir 80% við 70 ára aldur. Bandarísk rannsókn á
áhættu arfbera BRCA stökkbreytinga meðal
fólks af Ashkenazi uppruna benti til að áhættan
væri inun lægri eða 56% um sjötugt.
Aðeins ein stökkbreyting hefur fundist í
hvoru þessara gena á íslandi, ein sjaldgæf
breyting í BRCAl og ein algengari í BRCA2.
Efniviður og aðferðir: Við könnuðum tíðni
BRCA2 breytingarinnar, 999del5, í 575 einstak-
lingum sem greinst höfðu með brjóstakrabba-
mein, 541 konu og 34 körlum. Þessir ein-
staklingar voru óvaldir með tilliti til fjöl-
skyldusögu um brjóstakrabbamein. Ahætta var
metin út frá tíðni brjóstakrabbameins meðal
fyrsta stigs ættingja arfbera annars vegar og hins
vegar þeirra sem ekki voru með stökkbreytingu.
Niðurstöður: Áhætta arfbera BRCA2999del5
reyndist vera 17% (9,1-25,9) við 50 ára aldur
og 37,2% (22,4-53,9) við 70 ára aldur.
TILVÍSANIR
Thorlacius, et al. Nat Genet 1996; 13; 117-9.
Struewing, et al. N Engl J Med 1997; 336: 1401-8.
Thorlacius, et al. Am J Hum Genet 1997; 60: 1079-84.
Thorlacius, et al. Lancet 1998; 1337-41.