Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 46
46 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIR1T 37 sjúkdómur sem vegna aukinnar upptöku járns í smáþörmum veldur ofhleðslu járns í vefjum. Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður getur hann valdið ýmsum vefjaskemmdum og ein- kennum. Stuðst hefur verið við mælingar á transferrínmettun og ferrítíni til greiningar á sjúkdómnum. Lifrarástunga og mat á járninni- haldi lifrar er hinn gullni staðall við greiningu á hemókrómatósu. I Norður-Evrópu er talið að einn af hverjum 200-400 hafi sjúkdóininn en einn af hverju 8-10 sé arfberi. Efniviður og aðferðir: Til að finna sam- sætutíðni stökkbreytinga í HFE geni voru rann- sökuð 250 sýni valin af handahófi úr hópi ein- staklinga fæddum 1996. Greining á arfgerð sjúklinga er gerð með rannsókn á 41 blóðsýni og 22 lifrarsýnum. Gerð voru tvö fjölliðunar- hvörf sem spanna svæði þekktra stökkbreyt- inga í HFE geni. Fjölfeldin voru skorin með viðeigandi skerðiensímum (SnaBl og Bcll) og arfgerðin fundin eftir því hvort skurður átti sér stað eða ekki. Niðurstöður: Samsætutíðni Cys282Tyr stökkbreytingarinnar var 6,8% og samsætu- tíðni His63Asp stökkbreytingarinnar 16,8% í handahófsúrtaki Islendinga. A árunum 1973- 1997 greindust 38 einstaklingar með hemókró- matósu samkvæmt niðurstöðum úr lifrar- ástungu og auk þess höfðum við upplýsingar og blóðsýni úr 27 hemókrómatósusjúklingum til viðbótar. Af 63 rannsökuðum einstaklingum reyndust 39 Cys282Tyr arfhreinir (62%) og 17 Cys282Tyr/His63Asp arfblendnir (27%). Sjö sjúklinganna (11%) höfðu hins vegar ekki arf- gerð sem tengist hemókrómatósu. Alyktanir: Tíðni stökkbreytinga í HFE geni meðal Islendinga bendir til að hún sé með því hæsta sem þekkist í heiminum. Reiknað út frá tíðni stökkbreytinganna í HFE geni ættu 1220 íslendingar að vera arfhreinir með tilliti til Cys282Tyr og 6315 íslendingar Cys282Tyr/ His63Asp arfblendnir. Til samanburðar vitum við af 65 sjúklingum sem greinst hafa með hemókrómatósu á íslandi. Það er því líklegt að sjúkdómurinn sé verulega vangreindur þó ljóst sé að einhver hluti þeirra einstaklinga sem eru Cys282Tyr arfhreinir eða Cys282Tyr/His63Asp arfblendnir safna járni í minna mæli og hafa því síður vefjaskemmdir og klínísk einkenni. Ihugandi er að gera kembileit meðal Islend- inga til þess að finna þá einstaklinga sem eru í hættu að fá sjúkdóminn. E-49. Brjóstakrabbameinsáhætta í arf- berum 999del5 stökkbreytingar í BRCA2 geni ' Steinunn Thorlacius, Jeffery P. Struewing, Patricia Hartge, Guðríður Olafsdóttir, Helgi Sigvaldason, Laufey Tryggvadóttir, Sholom Wacholder, Hrafn Tulinius, Jórunn E. Eyfjörð Frá rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffrœði og Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands, Division of Cancer Epidemiology and Genetics, National Cancer Institute, National In- stitute ofHealth Bethesda, MD Bandaríkjunum Inngangur: Arfgengar stökkbreytingar í bijóstakrabbameinsgenum, þekktum og óþekkt- um, eru taldar valda innan við 10% af brjósta- krabbameini. Einangruð hafa verið tvö gen, BRCAl á litningi 17 og BRCA2 á litningi 13, sem tengjast aukinni áhættu á brjóstakrabba- meini. Stökkbreytingar í þessum genum eru sjaldgæfar, en skipta miklu máli við mat á áhættu einstaklinga. Erfitt er að meta þessa áhættu og hingað til hafa flestar athuganir á þessu byggt á rannsóknum á fjölskyldum þar sem brjósta- krabbamein er mjög algengt. Þessar rannsóknir hafa bent til að brjóstakrabbameinsáhætta arf- bera með stökkbreytingar í þessum genum væri yfir 80% við 70 ára aldur. Bandarísk rannsókn á áhættu arfbera BRCA stökkbreytinga meðal fólks af Ashkenazi uppruna benti til að áhættan væri inun lægri eða 56% um sjötugt. Aðeins ein stökkbreyting hefur fundist í hvoru þessara gena á íslandi, ein sjaldgæf breyting í BRCAl og ein algengari í BRCA2. Efniviður og aðferðir: Við könnuðum tíðni BRCA2 breytingarinnar, 999del5, í 575 einstak- lingum sem greinst höfðu með brjóstakrabba- mein, 541 konu og 34 körlum. Þessir ein- staklingar voru óvaldir með tilliti til fjöl- skyldusögu um brjóstakrabbamein. Ahætta var metin út frá tíðni brjóstakrabbameins meðal fyrsta stigs ættingja arfbera annars vegar og hins vegar þeirra sem ekki voru með stökkbreytingu. Niðurstöður: Áhætta arfbera BRCA2999del5 reyndist vera 17% (9,1-25,9) við 50 ára aldur og 37,2% (22,4-53,9) við 70 ára aldur. TILVÍSANIR Thorlacius, et al. Nat Genet 1996; 13; 117-9. Struewing, et al. N Engl J Med 1997; 336: 1401-8. Thorlacius, et al. Am J Hum Genet 1997; 60: 1079-84. Thorlacius, et al. Lancet 1998; 1337-41.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.