Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 112

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 112
112 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 og 11-6 svörun eru hluti bráðasvars, en 11-2 stuðlar meðal annars að þroskun eitilfrumna. Notað var ELISA-próf frá PerSeptive Diagn- ostics. Banaskammtur (LD50) ECP í NMRI-músum var 5 pg/g og mýsnar, sem sýndu ytri merki blóðeitrunarlosts, dóu innan sex klukkustunda. Blóðsýni til cýtókínamælinga voru tekin úr músum sem fengu 4 pg/g. Fram kom skarpur TNF toppur og hið sama á við um 11-6, en 11-2 mældist ekki. Atfrumur (monocytes) úr kviðarholi Balb/c músa voru ræktaðar ásamt ECP, AsaPl, LPS eða A-prótíni. Allar ræktirnar, nema þær sem fengu A-prótín, seyttu TNF og 11-6. Miltis- frumuræktir úr músum sem sprautaðar voru með ECP 19 klukkustundum fyrr, seyttu ekki 11-2 við ConA örvun eins og samanburðarrækt- ir úr músum sem fengu PBS dúa. Niðurstöðurnar sýna flókið samspil utan- frumuafurða Asa og ónæmiskerfis músa. Utan- frumuafurðir kalla fram einkenni blóðeitrunar- losts, en talið er að eituráhrif Gram neikvæðra baktería séu að talsverðu leyti fólgin í TNF svarinu. Þá eru vísbendingar um að 11-2 við- bragðið lamist (T-cell anergy). Rannsóknirnar kunna að leiða til bættra aðferða við fram- leiðslu einstofna mótefna í músum. Þá má nota þær til hliðsjónar þegar unnt verður að gera sams konar rannsóknir í fiski, sem gæti orðið innan fárra ára. V-51. Áhrif aldurs á ónæmissvar Vera Guðmundsdóttir, Svavar Jóhannesson, Sveinbjörn Gizurarson Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ Inngangur: Við þróun bóluefna hefur hing- að til verið leitast við að ná sem bestu system- ísku ónæmissvari með innspýtingu undir húð. En er þessi bólusetningarleið sú ákjósanlegasta til að byggja upp vörn? Ef litið er á hvað margir sýklar nýta sér slímhimnuna til inngöngu í líkamann, má sjá að oft væri meiri hagur af því að virkja ónæmiskerfi slímhimnunnar og auka þannig fyrstu vörn líkamans gegn sýklinum. Með bólusetningu í nef (slímhimnubólusetn- ing) fæst örvun ónæmiskerfis allra slímhimna líkamans auk hins hefðbundna systemíska svars. Bólusetning á slímhimnur hefur líka aðra kosti, hún er einföld í framkvæmd, fram- leiðsla bóluefnanna er auðveld og síðast en ekki síst er talið að slímhimnan eldist ekki og því sé ónæmiskerfi hennar virkt alla ævi. Til- gangur þessarar rannsóknar var að skoða ónæmissvar hjá músum á mismunandi aldri eftir slímhimnubólusetningu. Efniviður og aðferðir: Tilraunadýr: 23 BALB/c mýs frá Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði á Keldum. Músunum var skipt í þrjá hópa; hópur A: (n=9) ungar (einnar viku gamlir), hópur B: (n=5) fullorðnar mýs (tveggja mánaða gamlar) og hópur C: (n=9) gamlar mýs (>8 mánaða gamlar). Bóluefni: Tetanus toxóíð 742 Lf/ml (mótefnavaki), RhinoVax (ónæmisglæðir) og sæft vatn. Bólusetning: 5 pl í nef fullorðinna og gamalla músa en 3 pl í nef unganna. Bólusett var á degi 1 og örvunarskammtur gefinn á degi 21. Sýna- taka og aflífun: A degi 28 voru tekin blóðsýni, miltissýni og munnvatnssýni. Mœlingar sýna: Öll sýnin voru mæld með tillti til sértækra mót- efna gegn Tetanus toxoíði með ELÍSA aðferð. Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að systemíska ónæmis- kerfið breytist með aldri, IgG og IgM í milta og sermi mældist marktækt lægra í ungum og gömlum músum borið saman við fullorðnar mýs. Hins vegar kom í ljós að IgA, bæði í sermi og munnvatni, breyttist ekki með aldri. Þetta styður þá tilgátu að slímhimnuónæmis- kerfið eldist ekki eins og það systemíska. Sam- kvæmt þessu er mjög áhugavert að skoða frek- ar þann möguleika að nota símhimnubólusetn- ingar við bólusetningar aldraðra. V-52. Áhrif bóiusetningar á vessabundið ónæmiskerfi þorsks Halla Jónsdóttir'1, Björn Björnsson2>, Sigurður Helgason", Trond J0rgensen3), Lars Pilström41, Bergljót Magnadóttir" Frá "Tilraunastöð Hl í meinafrœði að Keldum, 21Hafrannsóknastofnun, 3,The Norwegian Col- lege of Fishery Science, University of Troms0, 4lDept. of Medical Immunology and Microbio- logy, University of Uppsala Inngangur: Ónæmiskerfi þorsks (Gadus morhua L.) er nokkur ráðgáta. Bólusetningar með veikluðum sýklum hafa veitt þorski vörn, en samhliða henni hefur ekki mælst sérvirkt mótefnasvar (IgM). Styrkur náttúrulegs mót- efnis (það er IgM sem binst ýmsum mótefna- vökum ósérhæft) mældist vera hár. Efniviður og aðferðir: Þorskar sem voru notaðir í þessa rannsókn höfðu verið í eldi allan sinn lífsferil. Þeim var haldið við 4°C (45 þorskar) og 9°C (45 þorskar) í 18 mánuði. Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.