Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 112
112
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
og 11-6 svörun eru hluti bráðasvars, en 11-2
stuðlar meðal annars að þroskun eitilfrumna.
Notað var ELISA-próf frá PerSeptive Diagn-
ostics.
Banaskammtur (LD50) ECP í NMRI-músum
var 5 pg/g og mýsnar, sem sýndu ytri merki
blóðeitrunarlosts, dóu innan sex klukkustunda.
Blóðsýni til cýtókínamælinga voru tekin úr
músum sem fengu 4 pg/g. Fram kom skarpur
TNF toppur og hið sama á við um 11-6, en 11-2
mældist ekki.
Atfrumur (monocytes) úr kviðarholi Balb/c
músa voru ræktaðar ásamt ECP, AsaPl, LPS
eða A-prótíni. Allar ræktirnar, nema þær sem
fengu A-prótín, seyttu TNF og 11-6. Miltis-
frumuræktir úr músum sem sprautaðar voru
með ECP 19 klukkustundum fyrr, seyttu ekki
11-2 við ConA örvun eins og samanburðarrækt-
ir úr músum sem fengu PBS dúa.
Niðurstöðurnar sýna flókið samspil utan-
frumuafurða Asa og ónæmiskerfis músa. Utan-
frumuafurðir kalla fram einkenni blóðeitrunar-
losts, en talið er að eituráhrif Gram neikvæðra
baktería séu að talsverðu leyti fólgin í TNF
svarinu. Þá eru vísbendingar um að 11-2 við-
bragðið lamist (T-cell anergy). Rannsóknirnar
kunna að leiða til bættra aðferða við fram-
leiðslu einstofna mótefna í músum. Þá má nota
þær til hliðsjónar þegar unnt verður að gera
sams konar rannsóknir í fiski, sem gæti orðið
innan fárra ára.
V-51. Áhrif aldurs á ónæmissvar
Vera Guðmundsdóttir, Svavar Jóhannesson,
Sveinbjörn Gizurarson
Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ
Inngangur: Við þróun bóluefna hefur hing-
að til verið leitast við að ná sem bestu system-
ísku ónæmissvari með innspýtingu undir húð.
En er þessi bólusetningarleið sú ákjósanlegasta
til að byggja upp vörn? Ef litið er á hvað margir
sýklar nýta sér slímhimnuna til inngöngu í
líkamann, má sjá að oft væri meiri hagur af því
að virkja ónæmiskerfi slímhimnunnar og auka
þannig fyrstu vörn líkamans gegn sýklinum.
Með bólusetningu í nef (slímhimnubólusetn-
ing) fæst örvun ónæmiskerfis allra slímhimna
líkamans auk hins hefðbundna systemíska
svars. Bólusetning á slímhimnur hefur líka
aðra kosti, hún er einföld í framkvæmd, fram-
leiðsla bóluefnanna er auðveld og síðast en
ekki síst er talið að slímhimnan eldist ekki og
því sé ónæmiskerfi hennar virkt alla ævi. Til-
gangur þessarar rannsóknar var að skoða
ónæmissvar hjá músum á mismunandi aldri
eftir slímhimnubólusetningu.
Efniviður og aðferðir: Tilraunadýr: 23
BALB/c mýs frá Tilraunastöð Háskóla Islands
í meinafræði á Keldum. Músunum var skipt í
þrjá hópa; hópur A: (n=9) ungar (einnar viku
gamlir), hópur B: (n=5) fullorðnar mýs
(tveggja mánaða gamlar) og hópur C: (n=9)
gamlar mýs (>8 mánaða gamlar). Bóluefni:
Tetanus toxóíð 742 Lf/ml (mótefnavaki),
RhinoVax (ónæmisglæðir) og sæft vatn.
Bólusetning: 5 pl í nef fullorðinna og gamalla
músa en 3 pl í nef unganna. Bólusett var á degi
1 og örvunarskammtur gefinn á degi 21. Sýna-
taka og aflífun: A degi 28 voru tekin blóðsýni,
miltissýni og munnvatnssýni. Mœlingar sýna:
Öll sýnin voru mæld með tillti til sértækra mót-
efna gegn Tetanus toxoíði með ELÍSA aðferð.
Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður
rannsóknarinnar sýna að systemíska ónæmis-
kerfið breytist með aldri, IgG og IgM í milta og
sermi mældist marktækt lægra í ungum og
gömlum músum borið saman við fullorðnar
mýs. Hins vegar kom í ljós að IgA, bæði í
sermi og munnvatni, breyttist ekki með aldri.
Þetta styður þá tilgátu að slímhimnuónæmis-
kerfið eldist ekki eins og það systemíska. Sam-
kvæmt þessu er mjög áhugavert að skoða frek-
ar þann möguleika að nota símhimnubólusetn-
ingar við bólusetningar aldraðra.
V-52. Áhrif bóiusetningar á vessabundið
ónæmiskerfi þorsks
Halla Jónsdóttir'1, Björn Björnsson2>, Sigurður
Helgason", Trond J0rgensen3), Lars Pilström41,
Bergljót Magnadóttir"
Frá "Tilraunastöð Hl í meinafrœði að Keldum,
21Hafrannsóknastofnun, 3,The Norwegian Col-
lege of Fishery Science, University of Troms0,
4lDept. of Medical Immunology and Microbio-
logy, University of Uppsala
Inngangur: Ónæmiskerfi þorsks (Gadus
morhua L.) er nokkur ráðgáta. Bólusetningar
með veikluðum sýklum hafa veitt þorski vörn,
en samhliða henni hefur ekki mælst sérvirkt
mótefnasvar (IgM). Styrkur náttúrulegs mót-
efnis (það er IgM sem binst ýmsum mótefna-
vökum ósérhæft) mældist vera hár.
Efniviður og aðferðir: Þorskar sem voru
notaðir í þessa rannsókn höfðu verið í eldi allan
sinn lífsferil. Þeim var haldið við 4°C (45
þorskar) og 9°C (45 þorskar) í 18 mánuði. Á