Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 119
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
119
áreiti og hefur víðtæk áhrif á ónæmissvarið.
Tilgangur rannsóknarinnar var að mæla TNF-a
í blóði músa, sem höfðu verið aldar á lýsisríku
fæði eftir Klebsiella pneumoniae sýkingu, t
samanburði við mýs aldar á kornolíubættu fæði.
Efniviður og aðferðir: Fjörutíu karlkyns
NMRI músum skipt í tvo jafna hópa, aldar á
lýsisbættu fæði annars vegar og kornolíubættu
fæði hins vegar í sex vikur. Mýsnar voru sýktar
með Klebsiella pneumoniae í bæði læri aftur-
fóta með innspýtingu í vöðva. Músunum var
síðan fórnað og tekin blóðsýni eftir 0, 4, 8, 12
og 24 klukkustundir. TNF-a var mælt með
ELISA aðferð. Tilraunin var endurtekin síðar á
sama hátt, en þá notaðar 50 kvenkyns NMRI
mýs, sem var skipt í tvo jafna hópa. Bakteríu-
fjöldi í seinni tilrauninni var lægri.
Niðurstöður: TNF-a fór vaxandi í báðum
rannsóknarhópum frá fjórum klukkustundum
eftir sýkingu og hæsta gildi TNF-a var um 12
klukkustundum eftir sýkingu en fór síðan aftur
minnkandi. Ekki reyndist marktækur munur á
milli rannsóknarhópanna tveggja.
Alyktanir: Ljóst er samkvæmt fyrri rann-
sóknum að fjölómettaðar ómega-3-fitusýrur í
fæði auka lífslíkur músa eftir Klebsiella pneum-
oniae sýkingu, áhrifin virðast ekki vera á bakt-
eríufjölda en sjónir manna beinast að áhrifum á
ónæmiskerfið.
Ómega-3-fitusýrur reyndust hins vegar ekki
hafa áhrif á TNF-a gildi í blóði músa, saman-
borið við viðmiðunarhóp á kornolíubættu fæði.
Ahrifin koma því að öllum líkindum fram á aðra
frumuboðefnaferla innan ónæmiskerfisins.
V-65. Áhrif lýsis á bakteríuvöxt in vivo
Auður Þórisdóttir11, Jón Reynir Sigurðsson21,
Helga Erlendsdóttir3', Eggert Gunnarsson41,
Sigurður Guðmundsson21, Ingibjörg Harðar-
dóttir", Asgeir Haraldsson1-21
Frá "Háskóla Islands, 21Barnaspítala Hrings-
ins, "rannsóknastofu í sýklafrœði Landspítal-
anum, 4lTilraunastöð Háskólans í meinafrceði
að Keldum
Inngangur: ©-3 fjölómettaðar fitusýrur eru í
tiltölulega litlu magni í fæðu Vesturlandabúa.
Lýsi er þó mjög ríkt af þessum fitusýrum sem
gegna ýmsum hlutverkum í líkamanum. Meðal
annars er to-3 fitusýran linolenic sýra mikilvæg
sem forveri eicosanoíða sem hafa greinileg áhrif
á ónæmissvarið. Fyrri tilraunir hafa sýnt aukna
lifun eftir sýkinpu músa sem aldar hafa verið á
lýsisríku fæði. I tilrauninni nú var ætlunin að
ganga úr skugga um hvort þessi aukna lifun staf-
aði af hindrandi áhrifum lýsis á bakteríuvöxt.
Efniviður og aðferðir: Mýs voru hafðar á
fæði sem innihélt 10% lýsi eða 10% kornolíu
til viðmiðunar í sex vikur. Þá voru mýsnar
sýktar með 8,5*10’ CFU af Klebsiella pneum-
onia í báða lærvöðva afturfóta. Dýrunum var
fórnað við tíma 0, 4, 8, 12 og 24 klukkustundir
og bakteríur ræktaðar úr lærahómógenati og
blóði.
Niðurstöður: Ekki var marktækur munur á
bakteríufjölda í lærum hópanna sem aldir voru
á lýsisríku- eða kornolíuríku fæði. Nokkur
munur virtist á fjölda baktería í blóði músanna
og var fjöldinn minni hjá músum öldum á lýsis-
ríku fæði. Munurinn var ekki tölfræðilega mark-
tækur.
Ályktanir: Tilraunimar sýndu ekki fram á
mun á fjölda baktería í tilraunahópunum. Þó
vöxtur bakteríanna virtist minni í þeim músum
sem fegnu lýsisbætt fóður, einkum í blóðrækt-
unum, var munurinn ekki tölfræðilega mark-
tækur. Bein áhrif lýsis í fóðri á bakteríuvöxt eru
því ólíkleg.
V-66. Áhrif náttúrulegra fituefna á sýk-
ingarmátt Chlamydia trachomatis
Guðmundur Bergsson", Jóhann Arnfinnsson21,
Sigfús M. Karlsson", Olafur Steingrímsson",
Halldór Þormar"
Frá "Líjfræðistofhun HÍ, 2>rannsóknastofu í líf-
fœrafrœði lœknadeild HÍ, "sýklafræðideild
Landspítalans
Inngangur: Fyrri rannsóknir hafa sýnt að
náttúruleg fituefni eru virk gegn ýmsum veir-
um, til dæmis herpes- og alnæmisveiru. í þessu
verkefni var örverudrepandi virkni nokkurra
fitusýra og mónóglýseríða rannsökuð gegn C.
trachomatis.
Efniviður og aðferðir: Miklu magni af C.
trachomatis var blandað saman við nokkur mis-
munandi fituefni sem leyst höfðu verið upp í
æti. Eftir 10 mínútur voru gerðar tífaldar þynn-
ingar af blöndunum og þynningunum sáð í Mc
Coy frumurækt. Eftir 72 klukkustundir var
ræktin lituð, sýktar frumur taldar og virkni síð-
an mæld með því að bera sýkingarmátt með-
höndluðu sýnanna saman við sýkingarmátt æt-
isviðmiðs sem ekki innhélt fituefni.
Niðurstöður: Fituefnin kaprýlínsýra (8:0),
mónókaprýlín (8:0), mónólárín (12:0) mýrist-
ínsýra (14:0), palmitolínsýra (16:1), mónó-
palmitolín (16:1), olínsýra (18:1) og mónóolín