Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 119

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 119
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 119 áreiti og hefur víðtæk áhrif á ónæmissvarið. Tilgangur rannsóknarinnar var að mæla TNF-a í blóði músa, sem höfðu verið aldar á lýsisríku fæði eftir Klebsiella pneumoniae sýkingu, t samanburði við mýs aldar á kornolíubættu fæði. Efniviður og aðferðir: Fjörutíu karlkyns NMRI músum skipt í tvo jafna hópa, aldar á lýsisbættu fæði annars vegar og kornolíubættu fæði hins vegar í sex vikur. Mýsnar voru sýktar með Klebsiella pneumoniae í bæði læri aftur- fóta með innspýtingu í vöðva. Músunum var síðan fórnað og tekin blóðsýni eftir 0, 4, 8, 12 og 24 klukkustundir. TNF-a var mælt með ELISA aðferð. Tilraunin var endurtekin síðar á sama hátt, en þá notaðar 50 kvenkyns NMRI mýs, sem var skipt í tvo jafna hópa. Bakteríu- fjöldi í seinni tilrauninni var lægri. Niðurstöður: TNF-a fór vaxandi í báðum rannsóknarhópum frá fjórum klukkustundum eftir sýkingu og hæsta gildi TNF-a var um 12 klukkustundum eftir sýkingu en fór síðan aftur minnkandi. Ekki reyndist marktækur munur á milli rannsóknarhópanna tveggja. Alyktanir: Ljóst er samkvæmt fyrri rann- sóknum að fjölómettaðar ómega-3-fitusýrur í fæði auka lífslíkur músa eftir Klebsiella pneum- oniae sýkingu, áhrifin virðast ekki vera á bakt- eríufjölda en sjónir manna beinast að áhrifum á ónæmiskerfið. Ómega-3-fitusýrur reyndust hins vegar ekki hafa áhrif á TNF-a gildi í blóði músa, saman- borið við viðmiðunarhóp á kornolíubættu fæði. Ahrifin koma því að öllum líkindum fram á aðra frumuboðefnaferla innan ónæmiskerfisins. V-65. Áhrif lýsis á bakteríuvöxt in vivo Auður Þórisdóttir11, Jón Reynir Sigurðsson21, Helga Erlendsdóttir3', Eggert Gunnarsson41, Sigurður Guðmundsson21, Ingibjörg Harðar- dóttir", Asgeir Haraldsson1-21 Frá "Háskóla Islands, 21Barnaspítala Hrings- ins, "rannsóknastofu í sýklafrœði Landspítal- anum, 4lTilraunastöð Háskólans í meinafrceði að Keldum Inngangur: ©-3 fjölómettaðar fitusýrur eru í tiltölulega litlu magni í fæðu Vesturlandabúa. Lýsi er þó mjög ríkt af þessum fitusýrum sem gegna ýmsum hlutverkum í líkamanum. Meðal annars er to-3 fitusýran linolenic sýra mikilvæg sem forveri eicosanoíða sem hafa greinileg áhrif á ónæmissvarið. Fyrri tilraunir hafa sýnt aukna lifun eftir sýkinpu músa sem aldar hafa verið á lýsisríku fæði. I tilrauninni nú var ætlunin að ganga úr skugga um hvort þessi aukna lifun staf- aði af hindrandi áhrifum lýsis á bakteríuvöxt. Efniviður og aðferðir: Mýs voru hafðar á fæði sem innihélt 10% lýsi eða 10% kornolíu til viðmiðunar í sex vikur. Þá voru mýsnar sýktar með 8,5*10’ CFU af Klebsiella pneum- onia í báða lærvöðva afturfóta. Dýrunum var fórnað við tíma 0, 4, 8, 12 og 24 klukkustundir og bakteríur ræktaðar úr lærahómógenati og blóði. Niðurstöður: Ekki var marktækur munur á bakteríufjölda í lærum hópanna sem aldir voru á lýsisríku- eða kornolíuríku fæði. Nokkur munur virtist á fjölda baktería í blóði músanna og var fjöldinn minni hjá músum öldum á lýsis- ríku fæði. Munurinn var ekki tölfræðilega mark- tækur. Ályktanir: Tilraunimar sýndu ekki fram á mun á fjölda baktería í tilraunahópunum. Þó vöxtur bakteríanna virtist minni í þeim músum sem fegnu lýsisbætt fóður, einkum í blóðrækt- unum, var munurinn ekki tölfræðilega mark- tækur. Bein áhrif lýsis í fóðri á bakteríuvöxt eru því ólíkleg. V-66. Áhrif náttúrulegra fituefna á sýk- ingarmátt Chlamydia trachomatis Guðmundur Bergsson", Jóhann Arnfinnsson21, Sigfús M. Karlsson", Olafur Steingrímsson", Halldór Þormar" Frá "Líjfræðistofhun HÍ, 2>rannsóknastofu í líf- fœrafrœði lœknadeild HÍ, "sýklafræðideild Landspítalans Inngangur: Fyrri rannsóknir hafa sýnt að náttúruleg fituefni eru virk gegn ýmsum veir- um, til dæmis herpes- og alnæmisveiru. í þessu verkefni var örverudrepandi virkni nokkurra fitusýra og mónóglýseríða rannsökuð gegn C. trachomatis. Efniviður og aðferðir: Miklu magni af C. trachomatis var blandað saman við nokkur mis- munandi fituefni sem leyst höfðu verið upp í æti. Eftir 10 mínútur voru gerðar tífaldar þynn- ingar af blöndunum og þynningunum sáð í Mc Coy frumurækt. Eftir 72 klukkustundir var ræktin lituð, sýktar frumur taldar og virkni síð- an mæld með því að bera sýkingarmátt með- höndluðu sýnanna saman við sýkingarmátt æt- isviðmiðs sem ekki innhélt fituefni. Niðurstöður: Fituefnin kaprýlínsýra (8:0), mónókaprýlín (8:0), mónólárín (12:0) mýrist- ínsýra (14:0), palmitolínsýra (16:1), mónó- palmitolín (16:1), olínsýra (18:1) og mónóolín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 37. fylgirit (01.12.1998)
https://timarit.is/issue/364882

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: IX. ráðstefnan um rannsóknir í læknadeild Háskóla Íslands
https://timarit.is/gegnir/991010977639706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

37. fylgirit (01.12.1998)

Aðgerðir: