Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 37 teknar röntgenmyndir af höndum og fótum, gigtarþáttur mældur í blóði með kekkjunarprófi og ELISU aðferð, og cýtókín mæld í plasma (TNF-oc og TGF-P) með ELISU aðferð. Utkoma var metin út frá liðskemmdum á röntgenmynd og virkni liðagigtar samkvæmt 36 liða skori. Niðurstöður: Þrjátíu og fjórir af 80 þátttak- endum uppfylltu skilmerki amerísku gigtlækna- samtakanna fyrir iktsýki. Af þessum 34 sjúk- lingum hafa 27 lokið sex mánaða eftirliti. Sjö af 27 sjúklingum höfðu hátt TNF-a blóðgildi við fyrstu komu. Þeir sjúklingar sem jafnframt voru með hækkaðan IgA gigtarþátt fengu oftar liðskemmdir á þessu sex mánaða tímabili (p=0,026). Sjúklingar með hátt TNF-a gildi við fyrstu komu svöruðu lyfjameðferð verr en hinir sem höfðu lágt TNF-a gildi við fyrstu komu (p=0,009), metið út frá 36 liða skori. Athuguð var fylgni TGF-þ í plasma við lið- skemmdir. Fjórir af níu sjúklingum með lið- skemmdir höfðu verulega hækkað TGF-þ gildi en enginn af 19 sjúklingum án liðskemmda reyndist hafa hækkað TGF-þ gildi (p=0,07). Ályktanir: Hækkað TNF-a í blóði sjúklinga með nýtilkomna iktsýki er hugsanlega áhættu- þáttur fyrir verri svörun við lyfjameðferð og fyrir meiri liðskemmdum á fyrstu sex nránuð- um sjúkdóms, sérstaklega ef sjúklingarnir hafa jafnframt IgA gigtarþátt í blóði. TGF-þ gildi hafa tilhneigingu til að vera hærri í iktsýki- sjúklingum sem fá liðskemmdir. E-30. Reykingar og hækkun á IgA gigtar- þætti við upphaf liðagigtar spáir fyrir um verri sjúkdómshorfur Arnór Víkingsson11, Vctldís Manfreðsdóttir", Þóra Víkingsdóttir", Árni J. Geirsson21, Kristj- án Steinsson2', Þorbjörn Jónsson", Helgi Valdi- marsson" Frá "rannsóknastofu HÍ í ónœmisfrœði, 2,gigt- arskor Landspítalans Inngangur: Fyrri athuganir hafa bent til tengsla milli reykinga og iktsýki. Samkvæmt því hafa reykingamenn oftar gigtarþátt í blóði og þeir virðast hafa hærri tíðni af iktsýki. Engar þessara fyrri rannsókna hafa verið framskyggn- ar. Hér kynnum við fyrstu niðurstöður úr fram- skyggnri rannsókn þar sem könnuð eru tengsl reykinga og gigtarþáttar við framvindu sjúk- dóms í nýbyrjaðri iktsýki. Efniviður og aðferðir: Einstaklingum með nýtilkomna fjölliðagigt er boðin þátttaka í rannsókninni. Á sex mánaða fresti eru sjúk- lingar skoðaðir, teknar röntgenmyndir af hönd- um og fótum, gigtarþáttur mældur í blóði með kekkjunarprófi og ísótýpugreinandi ELISU, og cýtókín inæld í plasma (TNF-a, II-1, 11-10 og TGF-p). Niðurstöður: Á þessu stigi uppfylla 34 af 80 þátttakendum skilmerki amerísku gigtlækna- samtakanna fyrir iktsýki. Hjá þessum 34 ikt- sýkisjúklingum fannst marktæk fylgni milli reykinga og IgA gigtarþáttar (p=0,032). Tíðni liðskemmda við sex mánaða eftirlit var 33% (11 sjúklingar). Þrátt fyrir þessar lágu tölur var tillmeiging til meiri liðskemmda hjá sjúkling- um sem reyktu (p=0,08). Samanburður á sjúk- dómsvirkni við upphafsmat og við sex mánaða eftirlit sýndi að bólgnum/aumum liðum hafði marktækt fækkað hjá sjúklingum sem ekki reyktu (p=0,008) en ekki hjá reykingafólki. Ályktanir: Þessi rannsókn á sjúklingum með byrjandi iktsýki bendir til þess að sjúklingar sem reykja hafi oftar IgA gigtarþátt í blóði og að reykingar hafi slæm áhrif á skammtímahorf- ur sjúklinga með iktsýki. E-31. Áhrif langvarandi streitu á stjórn- un hjarta og blóðrásar Jón O. Skarphéðinsson", M. Elam2>, S. Knar- dahl31 Frá "Lífeðlisfrœðstofnun HÍ, 2lKlin. Neurofys. Lab., Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg, "Arbejdsmiljfiinstitutet Osló Margt bendir til að sálræn streita gegni mik- ilvægu hlutverki í meinalífeðlisfræði háþrýst- ings. I stuttu máli byggja þessar kenningar á að streita valdi örvun sympatíska taugakerfisins og hækkun blóðþrýstings og að langvarandi og tíð slík viðbrögð valdi breytingum í hjarta og æðakerfi sem leiði til viðvarandi hækkaðs hvíldarblóðþrýstings. Viðnámsæðar í vöðvum ákvarða stórt hlutfall heildarviðnáms æðakerf- isins og sympatísk taugavirkni til þeirra (MSA) endurspeglar þannig mikilvægan þátt í stjórnun blóðþrýstings. MSA er hins vegar tiltölulega stöðug breyta innan einstaklings, einkum háð þrýstinemum en bregst hægt við sálrænum áreitum og lítið vitað um viðbrögð við langvar- andi streitu. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna langtímaáhrif streitu á MSA, bæði hvíldarvirkni og skammtímaviðbrögð við streituvaldandi áreitum. Sem líkan er notast við læknanema í undir- búningi fyrir samkeppnispróf, en ætla má að þeir séu undir töluverðu álagi þar sem einungis
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.