Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 87
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLG1RIT 37
87
einangrun á erfðaefni þeirra og myndun á gena-
söfnum.
Við höfum útbúið genasafn úr glóðarskóf
CSolorina croceá), einangrað úr því gen og rað-
greint. Eitt af þessum genum ákvarðar bygg-
ingu ensímsins orotidín mónófosfat dekarbox-
ýlasa (OMPD), sem er nauðsynlegt til nýmynd-
unar á pýrimidín bösum í kjarnsýrur. Genið er
með 639 basa lesröð og 132 basa innröð. Pró-
tínið sýnir mjög sterka samsvörun við amínó-
sýruröð genanna pýrG og pýr-4 í asksveppun-
um Aspergillus nidulans og Neurospora crassa,
og ura3 í gersveppnum Saccharomyces cere-
visiae. Fléttu OMPD genið bætir upp stökk-
breytingar í samsvarandi genum þráðsvepp-
anna en ekki í gersveppnum.
Fölketíð synþasar hvata samtengingu og af-
oxun asetýl eininga, allt frá fjórum til 20 ein-
inga. Prótín sem hvata nýmyndun fjölketíða
eru útbreidd meðal örvera og vel rannsökuð hjá
Streptomyces bakteríum sem framleiða fúkka-
lyf. I bakteríu ensímunum eru oftast ein eða
tvær virknieiningar fyrir eitt lengingarskref á
hverri peptíðkeðju og þarf oft mikinn fjölda
gena til að mynda eitt fjölketíð. I sveppum (og
fléttum) er þessu öðruvísi farið, ein löng pept-
íðkeðja hefur margs konar hvötunarvirkni og
hvatar samtengingu margra asetýl eininga. Við
höfum einangrað og raðgreint eitt slíkt fjöl-
ketíð synþasa gen. Það er nærri 8.000 basa
langt og sýnir fremur litla en greinilega sam-
svörun við gen úr sveppnum Cochliobolus het-
erostrophus.
Niðurstöður okkar og það litla sem birt hefur
verið á þessu sviði benda til að framleiða megi
margvísleg fléttuefni með því að flytja erfða-
efni nýmyndunarferla í asksveppi en gersvepp-
ir duga ekki til slíks að óbreyttu.
V-4. Phenýlketónúría á Islandi með nýja
stökkbreytingu í phenýlalanín hydroxýl-
asa geninu
Atli Dagbjartsson'21, Per Guldberg3>, Þorvald-
ur Veigar Guðmundsson2-4', Reynir Arngríms-
son4', Flemming Guttler3,
Frá "Barnaspítala Hringsins, 2,lœknadeild HI,
3>JF Kennedy Institute Kaupmannahöfn, 4>rann-
sóknadeild Landspítalans
Inngangur: Phenýlketónúría er vel þekktur
efnaskiptasjúkdómur sem erfist ókynbundið
víkjandi.
Efniviður og aðferðir: Tuttugu íslenskir
einstaklingar hafa fundist með þennan efna-
skiptagalla. Þeir eru fæddir á tímabilinu 1947-
1996. Átta fæddust fyrir 1972, þegar kembileit
að gallanum með þunnlagskrómatógrafíu hófst
hér á landi meðal allra nýfæddra barna. Sex
þeirra eru andlega þroskaheftir. Allir hinir 12,
sem fæddust eftir 1972, fundust og hófu fæðis-
meðferð innan mánaðar frá fæðingu. Þeir hafa
allir þroskast eðlilega. DNA stökkbreyting
(mutation) og haplótýpu rannsóknir hafa verið
gerðar á öllum einstaklingunum.
Niðurstöður: Ný stökkbreyting, Y377fsdelT
fannst á sömu haplótýpu hjá 13 þeirra. Flestar
hinna stökkbreytinganna sem fundust, fjórar í
18 einstaklingum, virðast koma frá Noregi, Sví-
þjóð og Danmörku.
Með aðstoð erfðanefndar Háskóla íslands
var reynt að finna sameiginlega ættingja fólks-
ins með stökkbreytinguna Y377fsdelT. Tvö-
hundruð og átta skyldmenni fundust og voru
þau flest ættuð úr Vestur-Skaftafellssýslu. Eng-
inn sameiginlegur forfaðir fannst.
Ályktanir: Reynsla okkar sýnir mikilvægi
nákvæmrar kembileitar að sjaldgæfum ókyn-
bundnum víkjandi galla. Algengasta stökk-
breyting PKU rneðal íslendinga virðist hafa
orðið til eftir landnám. Hinar stökkbreytingarn-
ar sem fundust benda til þess að norrænir menn
hafi nurnið ísland.
V-5. Tvær nýjar stökkbreytingar í príon-
geninu finnast í íslensku sauðfé
Hjalti Már Þórisson, Stefanía Þorgeirsdóttir,
Sigurður Sigurðarson, Guðmundur Georgsson,
Astríður Pálsdóttir
Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum
Inngangur: Sjö breytilegum amínósýrusetum
hefur verið lýst í príongeni (PrP) sauðfjár. Þar
til nýlega hafði breytileiki aðeins fundist í
þremur þeirra í íslensku sauðfé, það er A136V,
M137T og R154H. Hér lýsum við breytileika í
tveimur nýjum amínósýrusetum (138 og 151),
sem valda myndun átta nýrra PrP arfgerða.
Aðferðir: PrP arfgerðagreining á einni riðu-
hjörð (n=65) var gerð með skerðibútameltu,
bræðslugeli (denaturing gradient gel electro-
phoresis; DGGE) og DNA raðgreiningu.
Niðurstöður: Nýju stökkbreytingarnar voru
greindar sem óþekkt bandamynstur á bræðslu-
geli og raðgreindar með sjálfvirkum DNA rað-
greini. Fyrri stökkbreytingin, S138N, veldur
amínósýrubreytingu úr serín (AGC) í aspargín
(AAC). Tíðni þessarar stökkbreytingar er á bil-
inu 5-9% í íslenska sauðfénu og engin mark-