Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 122

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 122
122 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 526 börnum á níu leikskólum í Reykjavík og í Kópavogi. Leikskólakennarar og foreldrar voru jafnframt spurðir um njálgsýkingar í börnunum undanfarna sex mánuði. Niðurstöður: Ellefu af þeim 184 börnum sem voru rannsökuð greindust með njálg (6%). Sýking greindist aðallega í börnum á fimmta (13,2%; n=53) og sjötta (7,1%; n=42) ári. Ekk- ert þriggja ára barn fannst smitað (n=44) og einungis eitt tveggja ára barn greindist með njálg (2,2%; n=45). Fjórtán (4,1%) börn af 342 börnum á leikskólunum sem ekki voru rann- sökuð höfðu sögu um njálgsýkingu undanfarna sex mánuði. Umræður: Niðurstöðurnar benda til þess að njálgsýkingar séu sjaldgæfar í tveggja og þriggja ára börnum hér á landi. Aftur á móti virðist sem að minnsta kosti tíunda hvert bam, sem komið er á fimmta og sjötta ár, sé með njálg. Foreldrar og starfsfólk leikskólanna voru yfirleitt grunlaus um að þessi börn væru smituð. V-71. Rannsókn á sníkjudýrum í melt- ingarvegi hunda á íslandi Ásrún Elmarsdóttir, Sigurður H. Richter Frá Tilraunastöð Hl í meinafrœði að Keldum Árið 1996 var safnað saursýnum úr alls 115 hundum af mismunandi hundakynjum og leitað í þeim að sníkjudýrum: Á Reykjavíkursvæðinu var safnað sýnum úr 25 hundum á aldrinum 2- 12 mánaða; 39 hundum sem voru eldri en eins árs og átta tíkum og fimm til sex vikna gömlum hvolpum þeirra (þremur til fjórum úr hverju goti). Á Breiðdalsvrk var sýnum safnað úr fjór- um hundum á aldrinum 2-12 mánaða og átta hundum eldri en eins árs. Notuð var formalín-ethylacetat þéttniaðferð á saursýnin til að leita að þolhjúpum einfruma dýra og ormaeggjum. Botnfall úr saur allra hunda, eins árs og yngri, var ennfremur litað með Ziehl-Neelsen aðferð í leit að þolhjúpum einfruma dýrsins Cryptosporidium sp. Þetta var fyrsta leit að einfruma dýrum í meltingarvegi innlendra hunda á íslandi og engin fundust. Það bendir til að ýmsar tegundir þeirra séu ýmist ekki til í landinu, tíðni þeirra sé lág eða að þær finnist aðeins í saur í skamm- an tíma. Ögður hafa ekki fundist í hundum á Islandi og egg þeirra fundust heldur ekki nú. Sex tegundir bandorma voru þekktar í hund- um á síðustu öld og sumar þeirra algengar. Þær voru Dipylidium caninum, Diphyllobothrium sp., Echinococcus granulosus, Mesocestoides canislágopodis, Multiceps multiceps og Taenia hydatigena. í þessari rannsókn fundust engin bandormaegg. Enda þótt aðferð sú sem beitt var sé hugsanlega ekki mjög næm á sumar þessara tegunda, þá styðja niðurstöðurnar eldri rannsóknir sem sýna að bandormategundum og bandormum í hundum hefur fækkað mjög í landinu. Egg þráðormsins Toxocara canis fundust í hvolpum í tveimur gotum og í einum þriggja mánaða gömlum hvolpi, öllum af Reykjavíkur- svæðinu. Ormurinn var sennilega algengur á síðustu öld og virðist vera það enn. Þetta er eini þráðormurinn sem hefur fundist í innlendum hundum á íslandi. Niðurstöðurnar voru einnig bornar saman við rannsóknir á sníkjudýrum í meltingarvegi hunda sem fluttir hafa verið til landsins um sóttkví á undanförnum árum. Samanburðurinn bendir til að ýmsar tegundir þarmasníkjudýra í hundum hafi borist til landsins í aldanna rás en margar þeirra hafi ekki náð að verða landlægar á Islandi, eða að tíðni þeirra sé lág. V-72. Sníkjudýr íslensku rjúpunnar Karl Skírnisson Frá Tilraunastöð HI í meinafrœði að Keldum Inngangur: Kynntar eru fyrstu niðurstöður athugana á sníkjudýrum íslenskra rjúpna (Lag- opus mutus). Efniviður og aðferðir: Meltingarvegur: Ár- in 1994 og 1995 var leitað að sníkjuormum í smáþörmum 88 rjúpna og í botnlöngum 93 fugla. Einnig voru tekin saursýni úr 87 fuglum og þau rannsökuð með formalín-etýlacetat þéttniaðferð. Vefjasníkjudýr: Árið 1998 var leitað að þráðorminum Splendidofúaria papill- ocerca í vefjum við vélinda, barka, sarp og fó- arn í 12 rjúpum. Óvœra: Árið 1998 var leitað að fiðurlúsum á átta fuglum. Ennfremur var safn- að upplýsingum um hvort lúsflugna varð vart á 175 rjúpum sem veiddar voru lifandi og sleppt merktum í september 1997 í Hrísey. Blóð- sníkjudýr: Blóðdropi var tekinn, blóðstrok út- búið og litað úr 175 rjúpum sem veiddar voru í Hrísey í september 1997. Niðurstöður: Meltingarfœri: Tvær tegundir hnísla af ættkvíslinni Eimeria fundust í saur- sýnunum. Þolhjúpar sem voru 25,2 x 17,7pm, (bil 21,3-31,0 x 12,4-2l,7pm, n=l 14), lfklega tegundin E. brinkmanni, fundust í 46 fuglum (sýkingartíðni 52,9%). Minni óþekkt Eimeria
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.