Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 43
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLG1R1T 37
43
snemma á ævi einstaklings auki líkur á sjúk-
dómi síðar á ævinni. Tíðni valaðgerða vegna
ætisára virðist fylgja tímabilsmynstri en það
eru áhrif sem eru tilkomin á ákveðnu tímabili
og hafa áhrif fljótt og á alla aldurshópa jafnt.
Bendir þetta til að einfaldari sjúkdómsmyndir
ætisára eigi sér aðra orsök en hinar flóknari.
Við skoðum allar sjúkdómsmyndir ætisára í
sama þýðinu til að sjá breytingar á tíðni yfir
ákveðið tímabil og reyna þannig að komast að
líklegum orsökum ætisára.
Efniviður og aðferðir: Skráðar voru upp-
lýsingar um alla sjúklinga sem gengust undir
aðgerðir vegna ætisára (holsára 1962-1990,
blæðandi sára 1971-1990, valaðgerðir 1971-
1990), og alla með ætisár skráða sem dánaror-
sök á tímabilinu 1951-1989 á íslandi. Aldurs-
skipt aðgerðatíðni og dánartíðni er sett fram
myndrænt háð fæðingarári og aðgerðar-/dánar-
ári. Einnig er gerð tölfræðileg athugun með að-
hvarfsgreiningu Poissons.
Niðurstöður: Fram kemur stígandi og síðan
fallandi tíðni bráðaaðgerða og dánartíðni hjá
mismunandi kynslóðum þar sem kynslóðin fædd
í byrjun 20. aldar er með hæsta tíðni. Tölfræði-
lega eru kynslóðaáhrif mjög marktæk (p<0,001)
en ekki eru merki um tímabilsáhrif. A sama
hátt koma fram marktæk kynslóðaáhrif á val-
aðgerðatíðni en þar koma einnig fram marktæk
tímabilsáhrif til lækkandi aðgerðatíðni allt
tímabilið fyrir alla aldurshópa.
Alyktanir: Dánartíðni og tíðni allra sjúk-
dómsmynda ætisára, bæði einfaldra og flók-
inna, er sérstaklega há hjá ákveðinni kynslóð
og ber hún með sér aukna hættu á að fá ætisár á
lífsleiðinni. Sama kynslóð reynist hafa hæsta
hlutfall H. pylori mótefna. Þessir einstaklingar
voru fæddir í byrjun 20. aldar þegar lífsskilyrði
á Islandi voru slæm, þröngbýlt og hreinlætis-
ástand lélegt.
E-42. Hvaða umhverfisþættir hafa áhrif
á algengi skammdegisþunglyndis?
Jóhann Axelsson", Jón G. Stefánsson21, Ragn-
hildur Káradóttir", Mikael M. Karlsson"
Frá "Lífeðlisfrœðistofnun HÍ, 21geðdeild Land-
spítalans
Inngangur: Talið var að framboð dagsbirtu
og því hnattstaða réði algengi vetrarþungyndis.
Rannsóknir á fslandi og meðal Vestur-íslendinga
sem búsettir voru í Interlakehéraði á 50,5°N
hnekktu breiddargráðuþætti þeirrar tilgátu. Aðr-
ir umhverfisþættir virðast þó hafa talsverð áhrif.
Efniviður og aðferðir: Algengi skammdeg-
isþunglyndis var eins og í fyrri rannsóknum
mælt með SPAQ spurningalista. Tvöhundruð
og tíu Winnipegbúar af alíslenskum ættum tóku
þátt í rannsókninni. Aður hafði algengi sama
sjúkdóms verið mælt meðal dreifbýlisfólks,
sem einnig var af alíslenskum ættum og búsett
í Interlakehéraði skammt norður af Winnipeg.
Niðurstöður: Aldurs- og kynstaðlað algengi
skammdegisþunglyndis (SAD) meðal Winnipeg-
búa mældist 4,8%, sem er nær fjórfalt það sem
áður mældist hjá íbúum Interlakehéraðs (1,3%).
Alyktanir: Niðurstaðan er ekki í góðu sam-
ræmi við þá kenningu að algengi sjúkdómsins
ráðist af breiddargráðu, því aðeins eru 90 km
milli Winnipeg (50°N) og Interlakehéraðs
(50,5°N). Skýringa á þessum mikla mun í sjúk-
dómsalgengi er ekki að leita í erfðum, því hóp-
arnir eru erfðafræðilega einsleitir. Þær hljóta að
finnast meðal umhverfisþátta annarra en birtu-
framboðs, sem er nánast hið sama á báðum
stöðum. Við leitum þeirra með mælingum ým-
issa umhverfisþátta meðal íbúa Vestur- og Suð-
Vesturlands sem þjást af vetrarþunglyndi.
E-43. Hlutur erfða- og umhverfisþátta í
tjáningu vetrarþunglyndis
Jóhann Axelson", Jón G. Stefánsson2', Andrés
Magnússon3', Helgi Sigvaldason", Ragnhildur
Káradóttir", Mikael M. Karlsson"
Frá "Lífeðlisfrœðistofnun HÍ, 2'geðdeild Land-
spítalans, 3'Reasearch Forum and Dept. of
Psychiatry Ullevál Hospital, Osló
Inngangur: Niðurstöður íslenskra rannsókna
á algengi árstíðarbundins þunglyndis gáfu til
kynna að erfðir réðu nokkru um þróun sjúkdóms-
einkenna. Þessi rannsókn prófaði þá tilgátu.
Efniviður og aðferðir: Sérhannaður spurn-
ingalisti (SPAQ) ásamt frímerktu umslagi fyrir
svar var póstlagður til 1.250 Winnipegbúa á
aldrinum 18-74 ára. Tvöhundruð og fimmtíu
viðtakenda voru óblandaðir afkomendur ís-
lenskra landnema. Eittþúsund viðtakendur
höfðu, að því er best varð vitað, ekki íslenskt
blóð í æðum. Svör bárust frá 210 úr fyrri hóp-
unum en 515 úr þeim síðari. Við úrvinnslu
beittum við viðurkenndum tölfræðiaðferðum.
Niðurstöður: Aldurs- og kynstaðlað algengi
þungbærs vetrarþunglyndis reynist 4,8% í ís-
lenska úrtakinu en 9,1% meðal hinna (p<0,01).
Ahættuhlutfall hópanna var 3,3 vesturíslenska
hópnum í hag.
Alyktanir: Þessi mikli munur á algengi og