Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 70

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 70
70 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 bent til að vaxtarval æxlisfrumna með ákveðin sett af litningabreytingum fari fram. Einnig var gerður samanburður á úrfellingum á 8p og ýmsum þáttum sem áhrif hafa á horfur sjúk- linga svo sem estrógen og prógesteron viðtök- um, hvort sjúklingur er með meinvörp í eitlum eða ekki, gerð og stærð æxlis, aldur sjúklings við greiningu, S-fasa og litnisgerð. Fylgni reyndist vera við S-fasa, litnisgerð og við það að sjúk- lingar væru með meinvörp í eitlum. Þessar nið- urstöður benda til þess að hægt sé að nýta þær til að spá fyrir um horfur sjúklinga. E-93. Óstöðugleiki í erfðaefni ristil- krabbameinsæxla Jónína Þ. Jóhannsdóttir", Sólveig Grétars- dótlir', Gísli Ragnarsson", Jón Þór Bergþórs- son", Jón Gunnlaugur Jónasson", Valgarður Egilsson", Sigurður Ingvarsson" Frá "Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði, 21Krabbameinsfélagi Islands Inngangur: Krabbamein er fjölgenasjúk- dómur. Undanfarin ár hefur þekking okkar á erfðafræði ristilkrabbameina aukist til muna. Sjúkdómurinn virðist vera afleiðing víxlverk- unar milli erfða og umhverfis og eru um 5-10% tilfella rakin til erfða. Algengasta form ætt- gengs ristilkrabbameins er Hereditary non- polyposis colorectal carcinoma (HNPCC). Það erfist með ríkjandi hætti, meðalaldur við grein- ingu er um 42 ár og eru æxlin oftast staðsett í hægri hluta ristilsins. Hjá arfberum sést aukin tíðni annarra krabbameina og oft greinast fleiri en eitt frumæxli. Æxlisfrumur þessara sjúk- linga hafa skerta hæfileika til að gera við skemmdir í erfðaefninu. Einkennandi er mikill óstöðugleiki í erfðaefninu sem kallast replica- tion error (RER) og er rakinn til stökkbreytinga í genum DNA mispörunarviðgerða. Óstöðug- leikinn hraðar á þróun þekjuvefs yfir í illkynja ástand með því að auka uppsöfnun stökkbreyt- inga í mikilvægum krabbameinsgenum. Efniviður og aðferðir: Notuð voru fjöl- breytileg erfðamörk til að skima fyrir RER* svipgerð í 197 ristilkrabbameinssýnum. Urfell- ingar voru metnar á litningasvæðum sem bera þekkt mispörunarviðgerðargen (2p, 3p, 2q og 7p) og hlutverk þeirra í æxlisvexti athugað. Niðurstöður: RER+ svipgerð fannst í 24% æxlanna, svipgerðin sást í hærri tíðni hjá sjúk- lingum greindum yngri en 50 ára og í æxlum frá hægri hluta ristilsins. Samband greindist milli RER+ svipgerðar og úrfellinga á litningi 2p þar sem genin hMSH2/hMSH6 eru staðsett. Tap á,einstökum genum gæti valdið RER+ svip- gerð. Ekkert samband sást á milli RER+ svip- gerðar og meingerðar æxlis. Ristilkrabbameinssjúklingar með æxli sem sýna RER svipgerð reyndust hafa urn tvöfalt verri horfur en sjúklingar með RER+ æxli. Því er RER skimun einn af þeim þáttum sem skoða mætti þegar meta á horfur sjúklinga. E-94. Rannsókn á prótín samskiptum príonprótíns úr sauðfé með Yeast Two- Hybrid aðferðinni Birkir Þór Bragason, Astríður Pálsdóttir Frá Tilraunastöð HI í meinafrœði að Keldum Príonprótínið (PrP) er tjáð í öllum vefjum líkamans, mest í taugafrumum en minnst í lifur. Uppsöfnun á afbrigðilegu formi þess í mið- taugakerfi er talin vera lykilþáttur í riðusjúk- dómum (transmissable spongioform enceph- alopathies), sem eru ólæknandi, hæggengir, smitandi hrörnunarsjúkdómar, til dæmis riða í sauðfé, kúafár (BSE) í nautgripum og Creutz- feldt-Jakob sjúkdómur í mönnum. Líffræðilegt hlutverk PrP er ekki ljóst, en það er afar vel varðveitt milli spendýrategunda. Markmið okkar rannsókna er að varpa ljósi á hlutverk PrP með því að athuga prótínsam- skipti þess. Prótín-prótín tengsl geta oft gefið vísbendingar um hlutverk prótína og var Yeast Two-Hybrid kerfið þróað til að rannsaka slík samskipti in vivo, til viðbótar við aðrar eldri in vitro aðferðir. Leit að prótínum sem víxlverka við PrP:4.232 (a.s. 24-232) úr sauðfé var framkvæmd með skimun cDNA genasafns úr rottuheila (gjöf frá Paul Worley, et al., John Hopkins University, USA). Gen PrP:4-232 var klónað í fasa við bindi- hneppi Gal4 umritunarþáttarins í pPC97 plasmíði. Líta má á prótínið sem þetta sam- runagen tjáir sem beitu. Genasafnið (bráðirnar) var klónað í fasa við virkjunarhneppi Gal4 í pPC86 plasmíði. Genasafnsplasmíðum var um- myndað ásamt beitu-plasmíði í Y190 gerstofn (S. cereviseaé) sem hefur í erfðamengi sínu tvö vísigen, HIS3 og lacZ. Vísigenin hafa stýrirað- ir sem Gal4 þekkir og binst, og eru umrituð ef kerfið virkjast, það er tenging fæst milli beitu og bráðar. Skimaðir voru 4,1 x 10'’ klónar, þar sem bæði plasmíð voru til staðar, og fengust 396 með virkjun beggja sýnigena. Hluti innskotanna sem veiddust hefur verið raðgreindur og er að-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.