Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Síða 55

Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Síða 55
þennan lið en Þjóðverjar komu í öðru sæti með 9,1% (10,2%). Japanir vörðu minnstum hluta í þennan lið 1986, einungis 5,4% . Mjög mismunandi er hve mikið einstaklingar greiða fyrir lyf og læknishjálp í OECD ríkjunum. Þess ber að geta að í einkaneyslutölunum kemur einungis fram sá hluti lyfja- og lækniskostnaðar, sem einstaklingarnir greiða fyrir beint. Hlutur sjúkrasamlaga, almannatrygginga og tryggingafélaga í sjúkrakostnaði telst til samneyslunnnar og er því ekki meðtalinn hér. Það fer því eftir fyrirkomulagi um skiptingu þessa kostnaðar í viðkomandi landi hvert hlutfall lyfja og læknishjálpar er. Eins og vænta mátti er hlutfall lyfja og læknishjálpar hæst í Bandaríkjunum 14,8% (10,0%) 1987. Sá hluti heilbrigðisþjónustu sem greiddur er af einstaklingum í Bandaríkjunum er í ríkari mæli greiddur af opinberum aðilum í öðrum löndum og telst með samneyslunni þar. Á íslandi er hluti lyfja og læknishjálpar 1,6% (1,5%) einkaneyslunnar 1987 en var 1,7% 1986. Hefur þetta hlutfall verið nokkuð stöðugt hérlendis undanfarin ár og með því lægsta sem þekkist meðal OECD þjóðanna. Ef bornar eru saman tölur um heilbrigðisútgjöld einstaklinga 1986, kemur í ljós að hlutfall þessa kostnaðar er lægst í Bretlandi 1,3% (0,9%) og 1,6% (2,2%) í Danmörku. Yfirleitt eru Norðurlandaþjóðirnar með kostnaðarhlutfallið í lægra meðallagi, en Danir og íslendingar lægstir. Þetta segir þó ekkert um heilbrigðisástand þessara þjóða þar sem kostnaður við heilbrigðisþjónustu telst samneysla, eins og áður segir. En það eru fleiri þjóðir en Bandaríkjamenn sem búa við það kerfi að einstaklingarnir bera verulegan kostnað af heilbrigðisþjónustunni. Má hér nefna Japani, Ástrali og Frakka þar sem hlutföll lyfja og læknishjálpar af einkaneyslu 1987 eru 10,7% (7,7%), 7,0% (6,2%) og 8,9% (10,4%). Hlutfall heilbrigðisútejalda af einkaneyslu Þjóðverja er aftur á móti svipað og gerist í Skandinavíu eða 3,2% (2,7%) neyslunnar 1987. Útgjöld vegna kaupa og rekstrar einkafarartækja svo og kostnaður einstaklinga af almennings- samgöngum og af pósti ogsíma er hlutfallslega hæstur á íslandi 1987eða 17,9% (15,8%). Hlutfall þetta er óvenju hátt á íslandi 1986-1987 vegna stóraukinns innflutnings á einkafarartækjum þessi ár. Næst íslendingum koma Finnar með hlutfall samgangna af einkaneyslu 1987 17,8% (16,7%) ogSvíar 17,3% (14,0%). Lægst hlutfall samgangna er hjá Japönum 9,4% (8,5%), Áströlum 13,5% (14,6%) og Grikkjum 13,6% (9,2%). Hlutfall samgangna í Bandaríkjunum er 14,8% (16,3%) af neyslu 1987 eða næstum j afn hátt og einstaklingar eyða þar í heilbrigðisútgjöldin beint. Tölur um samgönguútgjöld 1986 sýna að ísland er í fjórða sæti það ár. Næstir koma Danir, Finnar og Norðmenn. Það kann að hafa nokkur áhrif á hlutfall samgangna af einkaneyslu að sum lönd innan OECD greiða niður fargjöld með almenningsfarartækjum. Hér getur verið um að ræða niðurgreidd fargjöld með strætisvögnum og lestum og jafnvel flugvélum. Niðurgreiðslur þessar eru ýmist beinir styrkir eða óbeinar niðurgreiðslur í formi framlaga ef reksturinn skilar ekki hagnaði. Athygli vekur að 1986 er hluti kaupa og rekstrar einkafarartækja hæstur í Portúgal eða 10,3% af heildarneyslu þar í landi. Næstir koma Norðmenn með 7,8% (4,6%) einkaneyslu og Danir með 6,6% (5,3%). Bandaríkin eru hér í fjórða sæti með hlutfall einkabíla 6,3% (6,0%) af einkaneyslu 1986. ísland erífimmtasæti 1986hvað varðarútgjöld til kaupa og reksturseinkafarartækja með6,l% (6,3%) af einkaneyslu alls. Hlutföll tómstundaiðju, skemmtana, menntunar og menningarmála af einkaneyslu hafa aukist í flestum OECD löndum. Hér eru Finnland, Japan, Svíþjóð og Noregur með hæst hlutföll 1987, um eða yfir 10% einkaneyslunnar. Hlutfall þessa útgjaldaliðar var lægst í Grikklandi 6,8% (5,2%), á Spáni 7,0%, í Frakklandi 7,3% (6,4%) og á íslandi 8,2% (7,6%). Þessi liður er einungis 6,0% af einkaneyslunni 1986 í Portúgal þar sem útgjöldin eru hlutfallslega lægst. Ekki eru tiltækar tölur um skiptingu einkaneyslunnar í Portúgal 1987. Hlutfall þetta er 9,7% í Bretlandi 1986 og 9,3% í Bandaríkjunum. Hlutfall menntunarinnar einnar sér 1986 er hæst í Bandaríkjunum 2,2% (2,0%) en Danir, Portúgalar og Ástralir koma næstir með menntunarkostnað á bilinu 1,4% til 1,6%. Hlutur einstaklinga í menntunarkostnaði í Englandi hefur verið vaxandi á undanförnum árum m.a. vegna þess að skólagjöld hafa verið hækkuð. Nema útgjöld einstaklinga í Englandi til menntunar 0,8% (0,5%) einkaneyslu 1986. Ekki eru allsstaðar tiltækar upplýsingar um hlut menntunarinnar sérstaklega, en lægst virðist 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Einkaneysla 1957-1987

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einkaneysla 1957-1987
https://timarit.is/publication/1001

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.