Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 7

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 7
Stefnir] Fréttabréf. 101 lensku, 170 fet á lengd og 29 V2 fet á breidd og hið fallegasta skip á sjó. Sú nýjung hefir verið upp tekin, að knýja hann áfram með Dieselvél í stað gufuvélar. Er það talsvert dýrara í upphafi, en á að verða ódýr- ara í rekstri og miklu rúmsparara i skipinu. Skipið er vopnað tveim fallbyssum og hefir auk þess nokk- ur tæki til björgun- ar, svo sem flug- eldabyssu til þess að koma taug í skip, dráttaráhöld og öfl- ugar dælur. Er á- gætur fengur að þessu nýja skipi. Leitt er því til þess að vita, að stjórnin skyldi þurfa að setja blett á þennan viðburð með þvi, að setja þá menn hjá, sem áttu kröfu til betri stöðu við það, að þetta nýja skip bættist í flotann, en það eru skipherrar þeir, sem hafa stjómað Óðni og Þór fram að þessu, og getið sér ágætis orð. Það verður áreiðanlega ekki til þess að laða góða menn í þjón- ustu þess opinbera, að slíkum rangindum sé beitt í embætta- veitingum, auk þess sem hlut- drægni er æfinlega ósæmileg, og því ljótari, sem þeim er fyrir meiru trúað, sem hana hefir í frammi. Ford gamli sagði einhverntíma, að bezta ráðið til þess að fá skjót- ar samgöngubætur á landi, væri að kaupa mikið af bifreiðum. Þær skyldi svo æpa á vegina þangað til ]>eir kæmi. Þetta er nú að sannast fiér á landi. Bifreiðir eru nú orðnar svo margar hér og góðar, að þær brjótast um alt. Þær fara yfir fjallvegi og straumharðar ár, og hver sveit þykist einangruð, sem ekki kemur bifreið til sín. Þessar bifreiðaferðir í fyrra og nú, stafa vafalaust að miklu leyti af því, hve þurrviðrasamt hefir verið. j midri fremri röð kardinálinn og Marteinn biskup.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.