Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Blaðsíða 34

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Blaðsíða 34
128 Karlar sem kunna það. [Stefnir HÉR um bil ári síðar frétti ég, að Dicker væri farinn úr leynilögreglunni. Hann hafði grætt stór fé á kauphallarbraski, og ók nú eftir Fifth Avenue í Rolls-Royce bíl. Hann var illa klæddur og á því sá ég að það myndi vera satt, að hann væri orðinn stór-ríkur. Og svo kom nokkuð skrítið fyr- ir. Stoney átti frænku. í Kali- forníu. Hann þekti hana ekki lifandi vitund. En hún fékst við fasteignabrask árum saman, og varð vellauðug. Og hvað haldið J>ið að hún geri annað en deyja, og Stoney erfir hvorki meira né minna en hálfa aðra miljón dala. Stoney ætlaði fyrst í stað ekki að trúa sínum eigin eyrum. Svo var að honum komið að fleygja lögfræðingnum, sem færði honum fregnina, út. „Ég gat ekki trúað mann-skrattanum“, sagði hann við mig síðar. „Ég þóttist viss um að hann sæti á svikráðum við mig og ætlaði að narra út úr mér, „vinstri handar bragðið" — þér skiljið". Stoney kunni þetta dæmalausa bragð í spilum. Strákarnir köll- uðu það „vinstrihandar bragðið“. Með því lék hann sér að því að skifta um spil, og það frammi fyrir nefinu á hverjum sem var. án þess að það sæist. Árið 1910 fór Micky Sullivan tvær ferðir yfir Atlanzhafið til þess eins að komast að því, hvernig Stoney færi að þessu. Hann var með allra færustu spilaþjófum, en hann kom jafn nær. „Nei, Felix“, sagði hann, „ég gefst upp. Ég er búinn að horfa á hann frá öllum hliðum, en það er engin leið að sjá neitt“. Micky bauð honum fimm þús- und fyrir að kenna honum bragð- ið, en hann vildi ekki. Og þeir voru fleiri, sem buðu honum stór- fé fyrir það, en það var ekki til neins. „Þetta er svo einfalt“, sagði hann, „að það væri skömm að því að selja það“. Og svo hló hann. Þegar hann var búinn að fá arfinn hætti hann sjóferðum og slæptist hingað og þangað um Bandaríkin til þess að njóta á- nægjun'nar af því, að eyða fé. En hann varð fljótt leiður á því. Hann fór að verða í verra og verra skapi. Loks kom hann út í línuskipið Majoric — nýtt og fallegt skip. Ég hafði ekki séð hann í meira en ár, og frétti nú fyrst um arfinn, þegar hann sagði mér frá honum. „Ég verð að halda áfram, Fel- ix“, sagði hann. „Þetta auð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.