Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 39

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 39
Stefnir] Karlar sem knnna það. 133 mennina strax eftir morgunverð, og það veit aldrei á gott. Hann hélt áfram þangað til blásið var til borðhalds, og andlitið á hon- um varð lengra og lengra, því Dick Dicker elskaði peninga eins og lífið í brjósti sér. Þeir spiluðu enn um eftirmið- daginn, og þegar te-tími kom gekk hann á fund Stoneys. Eg veit það af því, að hann spurði mig hvar Stoney myndi vera, og eg sagði honum, að hann hefði verið niðri við sundlaug rétt áð- an. Svo skauzt eg upp á bátaþil- farið, og sagði þeim, að nú væri bezt fyrir þau að skilja í svip, því að gamli maðurinn væri að leita að Stoney. Elsie fór þá niður, en eg hljóp niður að sundlauginni og sagði Dicker að jeg hefði fundið Stoney uppi á bátaþilfari. Stoney sat þar og var að lesa verzlunarfréttir. „Þakka yður, Felix,“ sagði Dicker, „nú þarf jeg yðar ekki lengur.“ Jeg fór auðvitað strax, en ekki langt. „Eg þarf að tala nokkur orð við yður, Stoney“, sagði hann, þegar hann þóttist vita að jeg væri kominn burt. „Ef það er eitthvað gott, er það velkomið," sagði Stoney, „en ef það er hitt, þá læt eg setja yður í járn.“ „Látið nú ekki svona,“ sagði hann, dró stól fast að stólnum, sem Stoney sat á, og settist. „Eg hef verið að spila,“ sagði hann. „Eg hef séð það,“ svaraði Ston- ey. „Og þér hafið vonandi líka séð það, að eg hef ekki snert spil.“ Dicker lét sem hann heyrði þetta ekki. „Við þrjá enska háskólamenn,“ _ bætti hann við. Stoney kinkaði kolli og kýmdi út í annað munnvikið. „Þekkið þér þá?“ spurði Dicker. Stoney ypti öxlum. „Eg hefi einstaka sinnum rekist á þá.“ Gamli maðurinn rumdi, eins og honum liði ekki vel. „Eru þeir. .. . ?“ Stoney hneggjaði lágt. „Þeir eru einu Englendingar, sem eg hefi vitað duga til nokkurs í spil- um. Þeir hafa aldrei fyrri starf- að á þessari skipaleið. Þeir hafa rekið atvinnu á Kyrrahafinu nokkur undanfarin ár.“ Dicker góndi á hann. „Hamingjan hjálpi mér!“ stundi hann, eins og hann ætlaði að kafna. „Þeir eru búnir að hafa út úr mér níu þúsundir!“ Stoney hló ekki. Hann var svo kurteis maður. „Tékkar?“ spurði hann.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.