Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Qupperneq 46
140
Friðarmálin.
[Stefnir
annars (í 4. gr.): „Fullar trygg-
ingar skal gefa og taka fyrir því,
að vígbúnaður sé takmarkaður
eins mikið og unt er, þannig, að
hægt sé að gæta reglu“. Versala-
þingið samdi reglur um Þjóða-
bandalagið, og þar segir svo í 8.
gr.: „Ef friður á að haldast, verð-
ur að draga úr vígbúnaði eins
mikið og óhætt er fyrir öryggi
hverrar þjóðar“. Þjóðabandalag-
inu var svo falið að gera ráðstaf-
anir til þess, að þessi takmörkun
kæmist á.
En úr því varð ekkert. Stjórn
Bandaríkjanna lét, vorið 1921,
rannsaka, hvernig þessum afvopn-
unarmálum væri háttað, og sú
rannsókn sýndi, að ástandið var
mjög ískyggilegt. Þjóðabandalagið
hafði ekkert aðhafst í þessu efni,
og bæði herir og flotar voru aukn-
ir með ári hverju. Alt stefndi út
í sömu ófæruna eins og fyr.
Þá var það, að Harding forseti
boðaði til afvopnunarráðstefnu
1921. Bandaríkin höfðu þá sterku
aðstöðu, að eftir áætlunum áttu
þau að eiga stærsta flota heimsins
eftir 3 ár. Nú buðust Bandaríkin
til þess að láta alt sitja við sama,
ef aðrar þjóðir vildi gera hið
sama, og rífa auk þess herskip
þau er til voru þannig, að flotar
Bandaríkjanna, Englands og Jap-
ans væri í hlutfallinu 5—5—3.
Að þessu var gengið. En gallinn
var sá, að þetta samkomulag náði
aðeins til orustuskipa. Beiti-
skip voru undanskilin nema að því
leyti, að þau máttu ekki vera
stærri en 10000 smálestir og ekki
hafa víðari fallbyssur en 8 þuml-
unga. Kafbáta var ekki hægt að
banna vegna Frakka, sem settu
sig algerlega á móti því, og töldu
þá sína einu vörn á .sjó. Og frek-
ari takmarkanir á vígbúnaði á
sjó hafa strandað á því, að eitt
hæfir þessum og annað hinum, og
enginn vill missa sitt.
Allar þjóðir játa, að æskilegt sé
að tryggja friðinn. Og allar játa,
að takmörkun vígbúnaðar sé ein
leiðin að því takmarki. En mann-
kynið fer að engu óðslega, og við
hvert fótmál eru torfærur, sem
ekki verður rutt úr vegi nema
smám saman.
IV.
Loks kemur svo þriðja greinin,
sem Coolidge kallar: Efling friðar
með því að hafna ófriði.
Það þarf ekki lengur að kenna
mannkyninu, að ófriður sé böl. En
þó er ekki hægt að neita því, að
þær ástæður geta komið, að þjóð
sýni ómensku með því að berjast
ekki. Enginn þorir að neita því