Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Blaðsíða 82

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Blaðsíða 82
Samanburður samstofna guðspjall' anna. Gjörður af Sigurði P. Sivertsen. Reykjavik 1929. Verð 6.00 ób. 10.00 í b. Rit þetta kom með Árbók Háskólans 1927—’28, en Prestafélag íslands hefir gefið það út i sérstakri bók og selur mjög ódýrt, því að bókin er 210+XVIII blaðs. i mjög stóru broti, prýðilega vönduð að öllum frágangi. í bók þessari eru guðspjöllin þrjú, Matteusar, Markúsar og Lúkasar, prentuð í 3 hliðstæðum dálkum, þannig, að til- svarandi kaflar eru ávalt hlið við hlið. Er þetta mjög glöggt til yfirlits, og má sjá á svipstund, hvað samhljóða er og hvað ber á milli. Áður tiðkaðist að gera hinar svoköll- uðu guðspjallaharmoníur. Var þá efni guðspjallanna slengt saman öllu, og það jafnan tekið, sem fyllst var. Með þvi móti fékkst guðspjallasagan eins löng og unt var, en þau rit voru gagnslaus til sam- anburðar á guðspjöllunum. Þessi aðferð, sem hér er höfð, er í alla staði miklu betri, og munu þeir, sem lesa rit þetta með athygli verða þar margs visari um samband þessara þriggja guð- spjalla. En þetta samband er eitt af vanda- sömustu viðfangsefnum nýjatestamentis- fræðanna, og um leið eitt það, sem mestu varðar, er fræðast skal um uppruna kristindómsins. Höfundurinn hefir ekki tekið Jóhannes- arguðspjall með i þessum »samanburði«. Stafar það af því, að það er svo fátt, sem það guðspjall hefir sameiginlegt við hin. Eru þeir fáu staðir prentaðir neðanmáls, við tilsvarandi staði i samstofna guð- spjöllunum, og einnig aðrir staðir, svo sem i Postulasögunni og Pálsbréfum, sem vísa til ákveðinna staða í guðspjöllunum. Allir þeir, sem unna nýjatestamentis- fræðum, ættu að fá sér þessa bók og lesa hana vandlega og i góðu næði. Prófessor Sig. P. Sivertsen hefir lagt mikla vinnu í að gera þennan samanburð sem vandaðastan, og er vandvirkni hans nákvæmni og mikli hæfileiki til niður- skipunar, örugg trygging fyrir því, að verk þetta sé vel og samvizkusamlega af hendi leyst. M. J. Árbók Ferðafélags íslands 1929. Þetta mun vera önnur »árbókin«, sem Ferðafélag íslands gefur úr. Er aðalrit- gerðin um Kjalveg eftir hinn alkunna ferðamann og fræðimann ögmund Sig- urðsson, skólastjóra. önnur grein styttri er þar um Eyfirðingaveg eftir Björn Ól- afsson, kaupmann, sem er og þekktur af ferðum sínum um fjöll og öræfi lands- ins. Þá er siðast mjög þarfur fróðleikur um ýmislegt, sem gott er að vita fyrir þá, sem ferðast vilja um landið, svo sem um verð á gisting, hestláni, bifreiðataxt- ar, vegalengdir o. s. frv. Árbók þessi er afár skrautleg að ytra búningi, prentuð öll á bezta myndapappir og með fjölda afbragðs mynda, bæði í textanum og á sérstökum blöðum. Er frágangurinn bæði félaginu og ísafoldar- prentsmiðju til mesta sóma. M. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.