Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Blaðsíða 59

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Blaðsíða 59
SKOÐANAKUGUN. Á öllum tímum hafa verið uppi menn og stofnanir, sem hafa beitt skoðanakúgun. Þess vegna er sam- vizkufrelsi og skoðanafrelsi eitt af því fyrsta, sem reynt er að tryggja, hvar sem lýðfrelsi á að vera. Skoðanakúgunin fylgir harð- stjórninni ávalt eins og skugginn hlutnum. En aðstæðurnar valda því, að hún verður að koma fram í ýmsum myndum. Þar sem fólkið er frjálslynt og vakandi, og vald- hafinn of veikur á svellinu til þess að beita beinni kúgun, kemur hún fram í dulargerfi. Hún kem- ur þá fram í því, að menn eru ofsóttir, sviftir atvinnu og bolað frá öllu ef þeir leyfa sér að hafa aðrar skoðanir en sá, sem við völdin situr. En hugarfarið sem á bak við stendur er það sama. — Þessar stjórnarathafnir eru eins og nokkurskonar skráargöt, sem gægjast má inn um, inn í sauð- svarta kúgarasálina. Þegar þesskonar menn ná fast- ari tökum er ekki að sökum að spyrja. Þeir koma í ljós eins og tunglið, þegar fer að dimma. — Dæmin sunnan og austan úr álf- unni tala þar sínu glögga máli, og hefir Stefnir sagt nokkuð frá þessari kúgun, bæði í Rússlandi og Miðjarðarhafslöndunum. 1 þessu efni er betra að vera & verði. Hverjum frjálsbornum manni má betra þykja að láta lífið en búa við slík þrælakjör. Enda vantar ekki píslarvottana á þessari leið, menn sem hafa neitað að kalla það hvítt, sem þeir sáu að var svart, jafnvel þótt skammbyssan eða hengingar- ólin eða bálið væri við hendina. En það er þó til önnur skoð- anakúgun, sem er enn þá verri, ef mögulegt væri. Ef nota mætti það orð, þá hefir opinbera kúgunin þann kost í för með sér, að hver góður drengur finnur til hennar, og særist undan henni. Hún hleður undir sjálfa sig sprengiefninu, og þá líður sjaldan á löngu áður en einhver ber neist- an að tundrinu. En það er til önnur skoðana- kúgun, sem er að því leyti háska-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.