Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 56
150
Milli fátæktar og bjarg-álna.
[Stefnir
landinu. Ef sú stefnan fær yfir-
hönd, að taka sem mest af tekj-
um ríkissjóðs með beinum skött-
um, svo að nauðsynlegfjármagns-
aukning heftist um of, þá verða
fyrstu afleiðingarnar kyrstaða í
framleiðslu vegna vantandi fjár-
magns til umbóta á atvinnutækj-
unum, og næsta afleiðingin at-
vinnuskortur með þar af leiðandi
lækkun kaupgjalds, vegna þess
að fé skortir í atvinnutæki og
aðra stofnfjármuni handa við-
auka fólksfjöldans.
Skattamál má athuga og ræða
frá ýmsu öðru sjónarmiði en
þessu, þó rúmið leyfi það ekki í
þetta sinn. En jeg get ekki stilt
mig um að segja frá einum at-
burði, sem sýnir það, að rétt til-
finning í þessu efni er ekki út-
dauð ennþá í sveitunum, þó kenn-
ingar sósíalista hafi fengið of
mikil áhrif á hugsunarháttinn í
kaupstöðunum.
. Lögin um tekju- og eignar-
skatt skylda sérhvern mann til
þess að greiða skatt í ríkissjóð
af tekjum sínum, eftir settum
reglum. Avinnurekandi má þó
draga beinan rekstrarkostnað
við atvinnuna frá heildartekjum
sínum, en hann má ekki draga
kostnað við aukningu eða um-
bætur atvinnutækja sinna frá,
hversu nauðsynlegt sem það hef-
ir verið að leggja í þann kostnað.
Þannig má bóndi draga tilkostn-
að við fólkshald til búrekstrar
frá tekjum sínum, en hann má
ekki draga tilkostnað við jarða-
bætur frá tekjunum. Lögin líta
svo á, að sá bóndi, sem getur
kostað jarðabætur af afrakstri
búskaparins, hafi haft hreinar
skattskyldar tekjur, sem verð-
mæti jarðabótarinnar nemur, og
þau heimta nokkuð af þeirri
upphæð í ríkissj&ð. Alveg sama
gildir gagnvart umbótum annara
atvinnurekenda á atvinnutækj-
um sínum. Útvegsmaður, sem
þarf nauðsynlega að byggja skúr
yfir aflann, fær ekki að hafa þá
upphæð skattfrjálsa, sem til þess
þarf, iðnaðarmaður, sem nauð-
synlega þarf að fá sér smíðatól
eða vinnuvél, fær ekki heldur að
hafa þá upphæð skattfrjálsa,
sem til þess þarf, o. s. frv.
Eitthvað tveim árum eftir að
byrjað var að framkvæma þessa
löggjöf barst fjármálaráðuneyt-
inu umkvörtun frá formanni
einnar skattanefndar á Suður-
landi um það, að það hlyti að
vera eitthvað bogið við eyðublöð
þau og reglugerð, sem skatta-
nefndinni var skipað að fara eft-
ir, þar sem bændum væri ekki