Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 25

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 25
Stefnir] Rússneski bóndinn. 119 tei með því. Það er list, sem eng- inn kann nema músjikkinn, að treina sér ofurlítinn sykurmola allan daginn. Með þessari næring keldur svo rússneski bóndinn starfskröftum. Jafnvel börn og sjúklingar fá ekkert annað en þetta sama. Dauðinn er líka mikilvirkur í Rússlandi. Því er engu skeytt, hvort sá, sem veikur er, nær heilsu eða deyr. Aldrei er lækn- inga leitað. En hvernig helzt þá kynstofninn ? Hagskýrslur sýna, að Rússar eru allra þjóða frjósamastir. Þjóð- inni fjölgar meira en öðrum þjóð- um, þó að þessi sægur falli í valinn. Og einmitt af þessu stafar þessi nafntogaða seigla þjóðar- innar. Enginn kemst af barnsaldri nema hann hafi hestheilsu að eðl- isfari. Enginn nær fullorðinsárum nema geta þolað raunir. Þetta skýr ir kyngi og kraft þjóðarinnar. Þó að alt sýnist hjálpast að til þess að gera út af við kynstofninn, magnast hann æ því meir og fer sífelt vaxandi. Rússneski bóndinn, einkum stór- Rússar frá Vladimir, Jaroslav og Síberíu, er svo tröllaukinn að helzt mætti ætla, að hann væri kominn beint frá einhverjum frumöldum mannkynsins. En það má "vara sig á honum. Hann er snar í hugsun, og þegar hann er í sínum hóp, er fjör hans svo mikið, að helzt líkist Suðurlandabúum. Mál hans er skrautlaust og einfalt, Bciðofninn á bœndcibýlinu. en oft og einatt óviðjafnanlega kjarnyrt. Hann getur lýst málstað sínum með fáeinum hæfnum setn- ingum og komið mönnum til þess að hlæja. Alt það, sem hrærir sér í sál rússnesku þjóðarinnar brýzt út í þjóðlögunum. 1 þeim hefir rúss-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.