Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Side 88
182
Kviksettur.
[Stefnir
SlðvðtryggingarfÉlag íslands.
Pósthússtræti 2. Reykjavik.
Símar: 542 (skrifstofan), 309 (framkvœmdarstjóri),
254 skrifstofan, brunadeild.
Pósthólf 718. — Símnefni: „INSURANCE".
Aíískonar sjó- og brtinatryggíngar.
(Hús, ínnbú, vörar o. fl.)
Alíslenzkt sjó- og brunavátryggingarfélag
Hvergí betrí og áreíðaníegrí víðskíftí.
og fyltur svanadún, léttum eins
og lofti, eða næstum því, og hlýj-
um eins og meyjarbrosi. Hann
hefir ugglaust verið orðinn gam-
all og mikið notaður. Sjálfsagt
hefir margt dúnhismið verið búið
að skríða út um yfirborðið, en
samt sem áður var þetta inndæll
sloppur og notalegur. Hann sat
eins og kóngur í þessu úfna greni,
og fellingar hans liðuðust tign-
arlega í bjarmanum frá olíulamp-
anum, sem stóð á vindlakassa á
óhreinu borði. Lampinn var ekki
spariklæddur. Glasið var brotið
og hettan var úr Ijótum pappa.
Líklega hefir hann kostað tvær
krónur á sínum tíma og borðið
svo sem tíu krónur. Alt hitt, sem
inni var, hægindastóllinn, sem
sloppurinn var í, stóll, málara-
grind, þrjár öskjur af vindling-
um og buxnahengi, hefði verið
vel borgað með tuttugu krónum.
Uppi í hornunum, sem nú voru
ósýnileg í skugganum, var marg-
þætt flækja af skúmi, svo ekki
þurfti neitt að hallast á milli lofts
og gólfs.
Inni í þessum slopp var maður.
Hann var kominn á merkisaldur-
inn. Eg á við þann aldur þegar
draumórar æskunnar eru roknir
burt og maðurinn þykist vera
farinn að þekkja lífið eins og
það er, og honum finnst sem á